20.4.2023 | 15:40
Játningar lúxusgellu og hverjir voru hvar ...
Ýmislegt leggur maður á sig til að komast í réttu flugferðina með rétta fólkinu til Manchester á leið sinni til Liverpool, eins og núna um páskana. Vélin var sennilega nánast full þegar vér systur og stráksi ákváðum að koma með, svo systir mín sem ég kalla nú hinn freistandi Satan, stakk upp á því að við sætum á Saga Class, þar væru til næg sæti. Það kitlaði vissulega, ég hef setið þar tvisvar eða þrisvar en aldrei borgað fyrir það áður, bara verið heppin. Sataníuhilda sagði að sætin væru ekki á hámarksverði þennan dag, mögulega sagði hún það bara til að lina höggið svo ég héldi að allt minna en milljón væri ódýrt. Til að geta orðið samferða frændunum sem voru á leið á páskaleikinn góða (Liv-Ars) ákváðum vér systur semsagt að greiða "ögn" meira fyrir ferðina og upplifa svona einu sinni lúxus í lífinu ...
Jú, það tók allt styttri tíma, engin röð í innritun en einhverfu-sólblómahálsmen drengsins hjálpaði pottþétt líka til. Saga-lánsinn, eða snobb-athvarfið á flugvellinum olli þó vonbrigðum. Þar var allt fullt af fólki (allt of margar morgunflugferðir) og við þrjú sátum eins og hænur á priki (á barstólum) allan tímann, ekkert spes hlaðborð af morgunmat en kannski í þrengslunum (seðlabankastjóri, hættu að lesa) yfirsást manni eitthvað. Mér fannst meira úrval af víni og slíkum drykkjum en gosdrykkjum en eins og ég sagði, ég sá svo sem ekki allt fyrir öllu þessu lúxusliði sem hefði sennilega haft það jafngott frammi og jafnvel fengið betri sæti. Jú, vissulega var allt ókeypis en þegar áfengið laðar ekkert sérstaklega mikið ... þá ... Kannski geri ég of miklar kröfur til lúxuss ... andlitsnudd, fashanar í gullflögusósu, gjafapoki ... Sætin í vélinni voru alveg þægileg og nóg pláss fyrir fæturna, ágætur morgunmatur og alvöruhnífapör. Elskulegar freyjur sem voru vonandi miklu betri við okkur en almúgann aftur í! Það hefði verið alvörulúxus ef okkar farrými hefði flogið beint til Liverpool.
Á vellinum í Manchester eftir okkar góðu daga í Liverpool horfði konan í innrituninni hneyksluð á mig, töskurnar voru svo léttar ... mín með gjöfum og allt fyrir kattapassara, vó vel innan við 20 kg. og taska drengsins innan við 10. Samt fannst mér þetta rosalega þungt miðað við fimm daga ferðalag. Ég bað hana afsökunar og gaf í skyn að ég hefði ekki verið nógu dugleg í búðarápi (í Manchester), þorði ekki að segja henni að við hefðum dvalið í Liverpool, ekki heimabæ hennar, þá hefði hún örugglega brjálast. Okkur langaði að prófa lánsinn (snobb-dæmið) á Manchesterflugvelli, SJÁ MYND, og þar var nú aldeilis munur. Ef það er of margt fólk þar er hreinlega lokað í bili, sem sagt ekki of mörgum hleypt inn. Við fengum að bjóða strákunum okkar með, þessum tveimur af almúgagerð, og greiddum 33 pund á hvorn, ef ég man rétt, og þar sátum við í alla vega tvo tíma í góðu yfirlæti og það var meira að segja alveg ágætt kaffi þarna. Pastaréttur í hádegismat, afskaplega bragðlaus og vondur en greinilega mest áhersla lögð á flottan bar. Hilda fékk þó ekki sitt Grand sem er nauðsyn fyrir flug hjá sumu fólki, þessu sem er ekki jafnbrjálæðislega hrifið af flugtaki og flugferðum almennt og til dæmis við stráksi. Leifsstöð klikkaði ekki á grandinu ...
Við systur ætlum aldrei að ferðast framar nema á Saga Class svo næsta ferðalag okkar verður trúlega eftir tíu ár ef okkur gengur vel að safna. Óska hér með eftir mjög vel borgaðri en auðveldri og skemmtilegri aukavinnu. Nánast allt kemur til greina nema fluguhnýtingar. Það er ávanabindandi að finnast maður svona miklu fínni en aðrir. Ferðatöskurnar eru enn í stofunni í Himnaríki, merktar fínu fólki, og allir gestir spyrja: Ó, sastu á Saga Class? og ég breiði úr mér og verð enn montnari. Hvenær er hæfilegt að ganga frá ferðatöskum - í síðasta lagi? Spyr fyrir vinkonu.
HVERJIR VORU SVO HVAR?
Fræga fólkið sem ég sá á flugvellinum og steingleymdi að segja frá í síðasta bloggi:
Marta María í Smartlandi og Páll Winkel fangelsismálastjóri, áhrifavaldurinn Katrín Edda, líkamsræktarkona og vélaverkfræðingur í Þýskalandi, ásamt manni sínum og barni, Sindri Sindrason sjónvarpsmaður og svo sjálfur Siggi Hlö. Ég veit ekkert hvert þau voru að fara - mér sást alveg örugglega yfir marga fræga (sorrí) og kenni sjóninni á mér um það. Lenti nýlega í því að bíða eftir því að ókunnug kona í hvítum bíl sækti mig og þegar kom grár bíll ... (þau sem vita allt um liti á hestum skilja þetta), þetta dugar, hugsaði ég, en horfði samt á konuna sem sat undir stýri í sjö skrefa fjarlægð frá mér og ég benti svo á mig, ertu að sækja mig?-látbragðið. Hún hristi höfuðið, þreytulega, sýndist mér. Þegar hún kom út úr bílnum sagði hún þreytulega: Æ, ertu alveg hætt að þekkja mig ... og ég sá að þetta var nágrannakona mín til margra, margra ára. Ég er hvorki mann- né bílglögg en ef ég legg á minnið bílnúmerin og sirka litinn þekki ég bílana í hvelli. Hvíti bíllinn reyndist vera hvítur í alvöru þegar hann kom mínútu seinna. Og við fórum saman á fund hjá Lions þar sem ég hafði verið beðin um að flytja fyrirlestur. Var beðin um það skömmu fyrir Liverpool-ferðina og var alveg andlaus en konan sem hafði samband stakk upp á Brexit og Harry prins svo ég hafði þetta svolítið breskt bara, konunglegt, eitthvað um ferðina sjálfa og svo lítið eitt um hvernig er að vinna fyrir hefðardúllurnar í Buckingham-höll. Reyndi að vera með upplýsingar sem sjást ekki daglega í fréttum. Rifjaði upp gamalt royal-hneyksli sem allir eru búnir að gleyma nema fílar og ég. Hitti þarna skemmtilegar konur og fékk góðan mat - fínasta kvöldstund daginn eftir komuna frá Englandi. Það býr svo gott fólk hérna á Akranesi.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.6.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.