... sínum réttu nöfnum

LOKAÐÞjóðfélagið logar kannski ekki út af þessu en ýmsir kaupmenn hafa hvatt til styttri opnunartíma verslana og fyrirtækja sem „væri svo ótrúlega sniðugt“ fyrir okkur landsmenn, myndi ábyggilega minnka streitu og annað slíkt. Ég er orðin svo lífsreynd að ég heyri bara: Skerðing á þjónustu, lægri laun, sparnaður ... með fallegum orðum. Við munum öll, er það ekki, þegar greiðsluþátttaka almennings jókst til muna (gífurlega) í lyfjakostnaði. Þá hét það einmitt fallegum og blekkjandi nöfnum; jöfnuður, réttlæti. Man ekki tölurnar nákvæmlega en vissulega voru um 85 þúsund manns sem stóðu í stað eða kostnaður lækkaði, en það voru 165 þúsund manns sem fóru að borga meira eða byrjuðu að borga fyrir lyf sín (t.d. insúlínháðir) svo ríkið var allt í einu komið með milljarð í lyfjagróða árlega, frá veiku fólki. Fallegt, en við þurfum að geta haldið fansí leiðtogafundi. Mér skilst að þetta hafi eitthvað lagast á síðustu árum en enn er fáránlega dýrt fyrir fólk að veikjast. Er heilbrigðisráðuneytið með sömu ráðgjafa og bankarnir?

 

Á flugvellinum í Manchester um páskana var nákvæmlega ein manneskja að vinna í hinni risastóru búð W.H.Smith og enginn gjaldkeri, bara greiðsluvél og kona, bráðum óþörf, sem kenndi fólki á vélina. Vildi bara að fólk kallaði þetta sínum réttu nöfnum; sparnaður, þjónustuskerðing). Förum endilega til þess tíma þar sem maður þurfti að taka strætó út á Seltjarnarnes (ögn rýmri opnunartími þar) um helgi að kaupa mjólk ef barnið hellti kannski óvart niður heilli mjólkurfernu eða maður gleymdi að kaupa eitthvað fyrir kl. 18 á föstudegi. Mér finnst lengri opnunartími einmitt koma í veg fyrir streitu en ef fólk vill skerða þjónustu hjá sér, bara endilega, en ekki reyna að fegra það.

 

NágrannarVinkona mín á ekki sjö dagana sæla þar sem hún býr í tvíbýlishúsi en fólkið á efri hæðinni hefur hertekið garðinn. Það liggur hálfnakið í sólbaði á sumrin fast upp við bæði stofuglugga hennar og eldhúsglugga. Hefur komið útihúsgögnum fyrir þar og harðneitar að færa sig örlítið til - á stað í garðinum þar sem skín jafnmikil sól og yrðu þá ekki nánast inni í íbúð vinkonu minnar. Fólkið fussar bara: "Fokkings útlendingar," þegar vinkona mín reynir að biðja kurteislega um sjálfsagða tillitssemi. Svo er garðurinn fylltur af stóru jólaskrauti á aðventunni en mér finnst ákveðinn húmor í að vera með upplýstan jólasvein og blikkandi jesúbarn hlið við hlið. Fólkið á neðri hæð getur sko bara dregið fyrir ...

Vinkona mín fór meira að segja nýlega og talaði við tilheyrandi yfirvöld og spurði um rétt sinn og hvort væru til reglur um skiptingu garðs, en enga aðstoð var að fá. Spurning um að tala við Húseigendafélagið. Verst er að vinkonu minni og fjölskyldu hennar líður vel í íbúðinni og langar ekki til að flytja. Þau höfðu reyndar augastað á gömlu litlu einbýlishúsi eitt árið og létu fasteignasalann vita en sá bara steingleymdi þeim svo ekki reyndist hægt að gera tilboð.

En nú fer að draga til tíðinda því nýlega spurði vinkonan mig hvar ég hefði fengið bleiku fokkjú-höndina (jólagjöf til mín um síðustu jól). Ég er búin að komast að því og láta hana vita svo ég bíð spennt eftir æsifréttum úr garðinum góða ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband