16.5.2023 | 12:45
... sínum réttu nöfnum
Þjóðfélagið logar kannski ekki út af þessu en ýmsir kaupmenn hafa hvatt til styttri opnunartíma verslana og fyrirtækja sem væri svo ótrúlega sniðugt fyrir okkur landsmenn, myndi ábyggilega minnka streitu og annað slíkt. Ég er orðin svo lífsreynd að ég heyri bara: Skerðing á þjónustu, lægri laun, sparnaður ... með fallegum orðum. Við munum öll, er það ekki, þegar greiðsluþátttaka almennings jókst til muna (gífurlega) í lyfjakostnaði. Þá hét það einmitt fallegum og blekkjandi nöfnum; jöfnuður, réttlæti. Man ekki tölurnar nákvæmlega en vissulega voru um 85 þúsund manns sem stóðu í stað eða kostnaður lækkaði, en það voru 165 þúsund manns sem fóru að borga meira eða byrjuðu að borga fyrir lyf sín (t.d. insúlínháðir) svo ríkið var allt í einu komið með milljarð í lyfjagróða árlega, frá veiku fólki. Fallegt, en við þurfum að geta haldið fansí leiðtogafundi. Mér skilst að þetta hafi eitthvað lagast á síðustu árum en enn er fáránlega dýrt fyrir fólk að veikjast. Er heilbrigðisráðuneytið með sömu ráðgjafa og bankarnir?
Á flugvellinum í Manchester um páskana var nákvæmlega ein manneskja að vinna í hinni risastóru búð W.H.Smith og enginn gjaldkeri, bara greiðsluvél og kona, bráðum óþörf, sem kenndi fólki á vélina. Vildi bara að fólk kallaði þetta sínum réttu nöfnum; sparnaður, þjónustuskerðing). Förum endilega til þess tíma þar sem maður þurfti að taka strætó út á Seltjarnarnes (ögn rýmri opnunartími þar) um helgi að kaupa mjólk ef barnið hellti kannski óvart niður heilli mjólkurfernu eða maður gleymdi að kaupa eitthvað fyrir kl. 18 á föstudegi. Mér finnst lengri opnunartími einmitt koma í veg fyrir streitu en ef fólk vill skerða þjónustu hjá sér, bara endilega, en ekki reyna að fegra það.
Vinkona mín á ekki sjö dagana sæla þar sem hún býr í tvíbýlishúsi en fólkið á efri hæðinni hefur hertekið garðinn. Það liggur hálfnakið í sólbaði á sumrin fast upp við bæði stofuglugga hennar og eldhúsglugga. Hefur komið útihúsgögnum fyrir þar og harðneitar að færa sig örlítið til - á stað í garðinum þar sem skín jafnmikil sól og yrðu þá ekki nánast inni í íbúð vinkonu minnar. Fólkið fussar bara: "Fokkings útlendingar," þegar vinkona mín reynir að biðja kurteislega um sjálfsagða tillitssemi. Svo er garðurinn fylltur af stóru jólaskrauti á aðventunni en mér finnst ákveðinn húmor í að vera með upplýstan jólasvein og blikkandi jesúbarn hlið við hlið. Fólkið á neðri hæð getur sko bara dregið fyrir ...
Vinkona mín fór meira að segja nýlega og talaði við tilheyrandi yfirvöld og spurði um rétt sinn og hvort væru til reglur um skiptingu garðs, en enga aðstoð var að fá. Spurning um að tala við Húseigendafélagið. Verst er að vinkonu minni og fjölskyldu hennar líður vel í íbúðinni og langar ekki til að flytja. Þau höfðu reyndar augastað á gömlu litlu einbýlishúsi eitt árið og létu fasteignasalann vita en sá bara steingleymdi þeim svo ekki reyndist hægt að gera tilboð.
En nú fer að draga til tíðinda því nýlega spurði vinkonan mig hvar ég hefði fengið bleiku fokkjú-höndina (jólagjöf til mín um síðustu jól). Ég er búin að komast að því og láta hana vita svo ég bíð spennt eftir æsifréttum úr garðinum góða ...
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.6.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.