Undarleg ský

Skrýtin ský 26/6 07Skrýtið skýEr að fara í háttinn en sá svo skrýtin ský að ég mátti til með að leyfa ykkur að njóta þeirra líka. Held að miklir háloftavindar valdi þessum ósköpum ... en er ekki viss. Það er alla vega frekar hvasst hérna niðri núna. Ef klikkað er á myndirnar stækka þær og enn meira ef klikkað er aftur! Skrýtin ský, ekki satt?
Góða nótt og sofið rótt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

ööö, þetta eru geimverur að sækja þig góða nótt

Bragi Einarsson, 26.6.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Flott ský, er einmitt að horfa á þau, eða systkini þeirra , yfir tölvuna út um ganggluggann. Vá, og flottar myndir!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhe, þú segir nokkuð. Góða nótt og sé ykkur KANNSKI í fyrramálið. Fer eftir geimverunum!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá aðra bloggsíðu með sömu skýjunum eða systkinum þeirra.  Gn fer líka bráðum til beðju vegna lítillar snótar sem er til gistingar og verður með ömmunni allan daginn á morgun líka.  Lífið er yndislegt.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 23:54

5 identicon

Hrikalega flottar myndir! En ertu viss um að þessi til hægri sé ský? svona séð á skjánum er þetta nú eins og risastór andarungi að vappa um á himninum í leit að mömmu sinni - þú veist að það fyrsta sem þeir sjá hreyfast þessar elskur verður sjálfkrafa MAMMA!  Nei, Gurrí - ég er bara að drekka sódavatn   

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:56

6 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Flottar myndir og litbrigðin á himninum koma skemmtilega út á myndunum. Ég bý á öðru nesi við Faxaflóann og ef ég myndi fara út í næstu götu og skyggni væri gott sæi ég einmitt vel upp á Skaga og sæi móta fyrir stúkunni á íþróttavellinum ykkar og tönkunum hjá HB. Gaman að þessu. 

Björg K. Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 23:58

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var einmitt að dást að mjög svipuðum skýjum rétt áðan, þau eru horfin núna....

....kannski upp á Skaga?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 00:01

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gerði tvær tilraunir rétt áðan til að taka mynd að risastóru skýi sem líktist geimskipi. En myndavélin klikkaði. Úúúúú. Mér finnst þetta eitthvað skrýtið. Ég meina er bara alvanalegt að allir bloggvinirnir séu að fara úr hálslið við að virða fyrir sér skýin.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 00:12

9 Smámynd: Agný

Ég fór líka út og tók myndir af þessum furðulegu skýjamyndunum.Sumir UFO sinnar halda því fram að svona ský eins og það sem var yfir Hafnarfjallinu ja og fleiri hefðu svo sem geta falliðundir þann flokk en það er að vera feluský fyrir  UFO /fljúgandi furðuhluti.......

Agný, 27.6.2007 kl. 01:46

10 Smámynd: Finnur Jóhannsson Malmquist

Minnir á skýjatilbrigðin í febrúar s.l., kemst enn ekki yfir hvað þetta er magnað fyrirbrigði, svona vindský: http://www.flickr.com/photos/jarl/406085324/

Finnur Jóhannsson Malmquist, 27.6.2007 kl. 02:46

11 Smámynd: Ólafur fannberg

við geimverurnar erum að koma hehehehe

Ólafur fannberg, 27.6.2007 kl. 06:51

12 Smámynd: Ester Júlía

Ég tók einmitt líka skýjamyndir í gærkvöldi. Ekkert smá flott skýjin í gærkvöldi.  Bómullarhnoðrar allsskonar í laginu .  Ógissslega flott!!

Ester Júlía, 27.6.2007 kl. 07:21

13 Smámynd: www.zordis.com

Zad er svo gaman ad ráda í skýin ... falleg og svöl med einhverju leyndardómsfullu í midjunni.  Gud er sannarlega flink kona!

www.zordis.com, 27.6.2007 kl. 07:39

14 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég sagði gestunum mínum í Skorradal í gærkvöldi - að við geymdum geimskipið okkar í þessu skýjum - en þau trúðu mér ekki alveg.........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 1445648

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 367
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband