Fullt að gerast!

VaskakötturTommi er kannski gamall en hann er ekki að farast úr vanafestu, íhaldssemi og værukærð. Reglulega tekur hann upp nýja siði, mispirrandi fyrir okkur hin á heimilinu. Það nýjasta hjá honum er að koma sér fyrir í baðvaskinum þegar ég bý mig undir að fara að bursta tennur-greiða-setja dagkrem-morgunverkin. Þá situr Tommi ofan í vaskinum rosaglaður með að nú fari vatn að renna, úúúúú. Hann fer reglulega í vatnsslag við bununa sem ég læt stundum renna í eldhúsvaskinum. Þetta er tiltölulega nýtt athæfi hjá honum.

Ég er vitanlega ekki að tala um Tomma strætóbílstjóra, heldur gamla, feita og makindalega köttinn minn sem verður seint virðulegur. Við Tommi bílstjóri erum bæði of ung til að binda okkur, eins og hefur komið fram. Auk þess er hann ásatrúarmaður sem aðhyllist mannfórnir sem er svolítið skerí. Magga systir hans er fornleifafræðingur ... ennþá meira skerí! Hún getur grafið eins og vitleysingur án þess að nokkur fatti að hún sé jafnvel að fela lík fyrir bróður sinn. Ef einhver spennusagnahöfundur er ekki kominn með efni í næstu skáldsögu sína þá veit ég ekki hvað!

Strætóferðin gekk að óskum í morgun. Einhver kerling hafði stolið sætinu mínu fremst (þar sem er pláss fyrir fagra fætur mína) svo að ég settist bara í fremsta sætið í aftari hluta vagnsins, við afturdyrnar, þar sem var nóg pláss. Ég er með langar fyrirsætulappir sem þurfa sitt pláss, alla vega þangað til Beta sjúkraþjálfari verður búin að kippa mér í lag. Þá get ég setið í kremju.

vikanFullt af nýjum blöðum komin í hús þegar ég mætti í morgun um 7.30. Bleikt og blátt, jess, alltaf gott að fylgjast með nýjustu straumum í kynlífi ef maður gengur einhvern tíma út. Múahahhaah. Geðveikt Hús og híbýli þar garðar eru skoðaðir. Ísafold er líka komin og á forsíðu er nektarmynd af Ellýju Ármanns. Hvað er þetta með að þurfa alltaf að fá konur úr fötunum? Hjörtur Howser, uppáhaldið mitt, skrifar um matsölustaði í London og hann fær að vera í svörtum stuttermabol og gallabuxum til að vera tekinn alvarlega!

Vikan, sem kemur opinberlega út á morgun, beið líka og mér fannst hún að sjálfsögðu flottust .... Þórdís Tinna, hetjan mikla, er í forsíðuviðtali hjá okkur en hún og Ásta Lovísa heitin ætluðu að koma saman í viðtal hjá okkur fyrir skömmu. Búið var að taka myndirnar af þeim en ekki taka sjálft viðtalið þegar Ásta Lovísa dó. Mér þótti svo vænt um að hitta þær og taka í höndina á þeim. Helst langaði mig að faðma þær og knúsa en kurteisin varð ofan á. Ég las alltaf bloggið hennar Ástu Lovísu, hló með henni og grét  til skiptis og hikaði ekki við að kommenta. Frábær manneskja sem hafði mikil áhrif. Sama er að segja um Þórdísi Tinnu. Það er hreinlega mannbætandi að lesa bloggið hennar og lesa um slíkt æðruleysi. http://blog.central.is/thordistinna  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Tommi er bara æðislegur köttur :)).  Ég ætla að ná mér í Vikuna og lesa viðtalið við hetjuna.  Ekki spurning. 

Ester Júlía, 27.6.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Hugarfluga

Ætla að kaupa Vikuna. Takk, Gurrí mín.

Hugarfluga, 27.6.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já hann er sætur hann Tommi litli  ég ætla að kaupa vikuna útaf henni Þórdísi minni ég þekki hana vel. hún er yndisleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2007 kl. 10:27

4 identicon

Segi það enn og aftur, hann Tommi þinn er nánast eins og bróðir hennar Tyramisú, kisunnar minnar. Þau eru ótrúlega lík.

Hárgreiðslustofan mín er staðurinn sem ég les svona blöð. Ég sé að ég fer ekki nógu oft í klippingu til að ná yfirlestri á öllum þessum merkilegu blöðum. Ég þarf að ná mér í þessa Viku, það er ljóst.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég átti einu sinni kött sem lét svona....

....veit hinsvegar ekki með strætóbílstjórann á fjarkanum sem ég "átti" um svipað leyti

Held að þeir á Ísafold hafi lengi reynt að hald Ellý í fötunum en ekkert gengið....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: halkatla

heillandi kisi ég vildi að hann gæti kennt minni kisu að fíla vatn, hún er alltaf úti á stétt að velta sér og kemur síðan grá og brún inn, annars er hún einmitt sérlega hvít og fögur. Stundum lyktar hún líka einsog slyppurinn

halkatla, 27.6.2007 kl. 12:11

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær (er í aðdáunarkasti á þér þessa dagana, hví? bítsmí) og svo fyndin að ég ligg í hlátri.  Þú vegur samt úr launsátri kjéddling.  Sko Gurrí mín við konur erum ekki að marka nema inni við beinið, það eiga allir að vita.  Skoðanirnar sjást á líkama okkar, þess vegna verður að færa okkur úr fötunum.  Þetta er öðruvísi með karlmenn.

Lofjú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 12:25

8 identicon

Þetta er allt planlagt hjá okkur systkynum...en hef aðalega tekið að mér að grafa lík upp..

Magga (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:21

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Argggggg .... hhehehhehe

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:53

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kisan þín er æðisleg, ég átti einu sinni kisu þegar ég var unglingur, og hún var eins og hundur. Þegar við vinkonurnar löbbuðum út í sjoppu til þess að kaupa nammi, þá elti kisan mín okkur. Svo beið hún fyrir utan búðina þangað til að við komum aftur út. Sama gerði hún þegar mamma og pabbi fóru í göngutúr, hún elti þau útum allar fjörur, alveg eins og hundur.

Svo kom hún alltaf með mýs og fugla (dána) inn til okkar, þetta voru fórnirnar sem hún kom með til okkar höfðingjanna, hún var svo trú og góð, og mig minnir að hún hét Brenda, hún var öll bröndótt. Kisur eru æði

Bertha Sigmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 17:43

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurrí, segðu mér svona í trúnaði, er nokkuð varið í þessa Ellý, miðað við hina einu sönnu Ellý!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2007 kl. 23:33

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, já, hún er voða flott og þær báðar ef út í það er farið. Hef ekki séð Ellýju mína nakta en framan á Ísafold er Ellý hin vernduð af hvítum ferningi til að blaðið verði ekki bannað innan 18 ára. 

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:42

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú!?

Ellý fyrrverandi pönkgyðja kom nú ansi oft nakin fram, niður að mitti það er að segja og ekki í miklu þess utan, hefurðu aldrei séð myndir?

En veit sem er, að þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem hún minnist frá yngri árum, skil það vel!Hún er samt ekta gella, það fannst mér alltaf!

Jája´, má ekki hneyksla um of, fela fínustu staðina haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 00:53

14 Smámynd: Báran

Falleg orð í garð Þórdísar bekkjarsystur minnar  Hlakka til að lesa viðtalið við hana, þar er önnur hetja á ferð.  Langar að benda á að um helgina verður merkjasala í öllum helstu verslunum Hafnarfjarðar til styrktar henni ef áhugi er á að leggja góðu málefni lið.   Skemmti mér vel við lesturinn hjá þér 

Báran, 28.6.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 188
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 2147
  • Frá upphafi: 1452347

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1740
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband