Sólvörn komin en hvar er sólin?

Komst klakklaust út í sjoppu á nýju, vínrauđu sandölunum mínum og jú, ţar var til sólvörn. Af ţví ađ stelpurnar sem afgreiđa í N1, bensínstöđinni rétt viđ spćleggiđ (stóra hringtorgiđ) eru alltaf svo indćlar spurđi ég nánar út í ţetta krem. Sagđist vera byrjandi í sólvarnarfrćđum. „Aha,“ sagđi sú sem afgreiddi mig, „ţessi er númer 8, hún er frekar dauf, taktu heldur númer 15!“

Kubbur

Nú er engin sól, bara skýjaslćđa yfir öllu. Vona ađ sólvarnarkremskaup mín verđi ekki til ţess ađ ţetta verđi síđasti sólardagur sumarsins. Annađ eins hefur nú gerst. Eins og um daginn ţegar ég fór út á svalir til ađ horfa á leik Víkings og ÍA ţá skorađi óvinurinn. Ég hljóp hratt inn í himnaríki og ákvađ ađ horfa ekki meira, heldur spá ţví ađ Skagamenn myndu skora tvö mörk og sigra. Ţađ gekk eftir. Hehehheh!

Bjartur, háćruverđugur köttur systur minnar og mágs, kemur í pössun til mín á morgun. Ţeir Tommi hafa veriđ ágćtir vinir en nú er langt um liđiđ síđan Bjartur kom síđast. Hann hefur átt í grimmilegri landamćradeilu viđ annan kött í götunni sinni og hefur eflaust gott af ţví ađ fá hvíld. Vonandi ađ óvinakötturinn haldi ekki ađ Bjartur hafi gefist upp viđ ađ verja yfirráđasvćđi sitt og flúiđ.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú á ađ verđa "tannađur" á svölunum?  Til hamó međ sólarvörnina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Ţröstur Unnar

Er Bjartur soldiđ fyrir sopann? Ţađ verđa allir ađ passa sitt einkasvćđi. Verum bara ánćgđ međ sólarleysiđ smá stund.

Ţröstur Unnar, 14.7.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Ég sá bara Bjart fyrir mér í algjörri slökun frá yfirráđasömum nágrannaketti ... vona samt ađ hann sé ekki drykkfelldur.

Guđríđur Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Magnús Geir Guđmundsson

Halló Laugardagslafđi!

ÍA - Víkingur, ekki öfugt!

Hvađ á svo ađ smyrja?

Nefiđ og olnbogabćturnar!?

Ferđ nú ekkert ađ afklćđast á svölunum, mannst eftir flugslysahćttunni!?

Magnús Geir Guđmundsson, 14.7.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Handleggi og solles! Nei, nei, ekkert nektarkjaftćđi á svölunum ...

Guđríđur Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 17:06

6 Smámynd: Jens Guđ

  Ef ţú ert ađ verjast sólbruna og ćtlar ekki ađ verđa sólbrún ţá er vörn 15 heppilegri en vörn 8.  Ég veit ekki hvađa sólkrem ţau selja hjá Neinum.  Ef miđađ er viđ bandaríska stuđla ţá er vörn 15 sunblocken vörn 8 sunscreen.

  Ef fólk er ekki ađ vinna úti bert ađ ofan allan daginn ţá er hérlendis alveg nóg ađ vera međ vörn 4 ţegar sest er út í sól.  Gott er ađ vita ađ ţađ tekur vörnina lágmark 12 mínútur ađ virka.  Flestir bera vörnina ekki á sig fyrr en úti í sólinni.  Vćnlegra til árangurs er ađ bera hana á sig innandyra korteri áđur en lagst er í sólbađ.

  Til ađ verjast ótímabćrri öldrun húđarinnar í sólbađi er heppilegt ađ bera á sig eftir sólbađ Sólbrúnkufestandi Banana BoatAfter Sun Lotion.  Ţađ fćst međal annars í apótekinu á Akranesi og í Tungusól.    

Jens Guđ, 14.7.2007 kl. 17:10

7 Smámynd: Ţröstur Unnar

Og hafđu ţađ lafđi Gurrí. Ég ćtla ađ vera á undan ţér ađ klófesta sólbrúnkudolluna Festandi, í Tungusól. Hrćddur um ađ Koggasalan sé búin ađ loka í dag.

Ţröstur Unnar, 14.7.2007 kl. 18:22

8 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Hmmm, hvar er Tungusól? ... var veriđ ađ selja mér eitthvađ sem veldur ţví ađ ég verđ EKKI brún? Ţađ er ekki kúl, ég vil verđa brún. 

Guđríđur Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 19:29

9 Smámynd: Ţröstur Unnar

Tungusól er sólbađsstofa niđr í bć, ţar sem ţorskhausalyktin er sem ljúfust. Pantađu bara 10 tíma í Tungusól, og ţá ţarftu ekkert sólbađ heima og enga sólvernd.

Ţröstur Unnar, 14.7.2007 kl. 19:41

10 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég forđast sólina enda međ ofnćmi fyrir henni, fć heiftarlegt sólarexem ef ég er ekki smurđ í sterkri vörn.  Ligg alltaf undir sólhlíf í sólarlandaferđum

Svava S. Steinars, 14.7.2007 kl. 21:45

11 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Viđ erum fínar saman, Svava. Hvítar eins og postulínsbrúđur. Ţađ er bara flott.

Guđríđur Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 22:07

12 Smámynd: Jens Guđ

  Tungusól er á Bárugötu 20.  Ég veit ekki hvađ Koggasala er.  En ég hef grun um ađ vörn 15 sem ţú keyptir í Neinum "blokkeri" möguleika húđarinnar (sunblock)  frá ţví ađ mynda sóbrúnku.  Og jafnframt frá ţví ađ framleiđa D-vítamíniđ sem framkallar upptöku á kalki fyrir bein,  tennur,  hár og neglur.  Á ţetta norđlćgum slóđum eiga ekki viđ sömu uppskriftir og á Spáni eđa Portúgal.

  Ef ţú vilt verđa sólbrún ţá ráđlegg ég ţér ađ nota Banana Boat d0kksólbrúnkukremiđ vörn 4 (Banana Boat Dark Tanning Lotion SPF 4). Vörn 4 ţýđir fjórfaldur styrkur gegn sólbruna. 

  Síđan viđheldur ţú sólbrúnkunni um 7 - 9 vikur međ Sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Lotion um leiđ og ţú varđveitir ćskuljóma húđarinnar (taktu eftir hvađ ţetta hljómar fallega). 

Jens Guđ, 15.7.2007 kl. 03:13

13 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Vá, hvađ ég ćtla ađ kaupa ţetta. Takkkkk kćrlega!!!

Guđríđur Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 12:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 1522
  • Frá upphafi: 1453397

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1254
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband