Fögur og fljótsnyrt

Vaknað 6.23 og andvarpað, aðeins 18 mínútur í brottför strætó frá Skrúðgarðinum. Hrein, falleg en nokkuð gömul fötin tilbúin á stól við rúmið (sett þannig að kettirnir geti ekki lagst á þau), sokkar enn í þurrkaranum, þeir sóttir. Horft á kaffikönnuna, einhver tími? ... nei.  Strætó náð og það án þess að hlaupa eða stressa sig á nokkurn hátt, aðeins þetta kvenlega andvarp við vöknun. Mikið er gott að vera svona fljótsnyrt á morgnana!

Frelsaður maðurUndanfarið hef ég verið að pæla í því að það væri kannski mögulega svolítið sniðugt að ganga út, jafnvel bara skrambi hentugt, sérstaklega ef maðurinn er handlaginn því að þótt smiðurinn minn hugsi mikið til mín lagast svalaumbúnaðurinn ekki neitt og ég kann EKKERT  á svona smíðadrasl. Það styttist líka í veturinn og það er nú ögn hlýlegra að hafa karl í fanginu en kött. Það styttist líka fáránlega í að ég verði 49 ára, eða 12. ágúst nk., og það vill enginn 49 ára gamla konu, eins og allir vita. Ég hef því lagst í ýmsar handbækur undanfarið um árangursríkar karlaveiðar, meira að segja las ég Handbók piparsveinsins, sem ég fann uppi í hillu, en hún reyndist bara vera fyrir stráka, eins og nafnið gefur til kynna. Handbók einstæðra mæðra: Íslenskir milljarðamæringar, var lítið skárri. Þá datt ég ofan í gamla Viku þar sem mátti finna veiðiaðferðir á frelsaða karlmenn. Ég hló subbulega í upphafi en svo fór ég að hugsa alvarlega um þetta ...  Ég bý líka í næsta húsi við KFUM-húsið á Skaganum og hæg heimatökin. Ætla að prófa að negla einhvern með einhverri af þessum setningum:  1) „Flott biblía!“  2) „Meiddir þú þig þegar þú féllst af himnum ofan?“ 3) „Ertu syndugur maður vegna þess að þú STALST hjarta mínu?“ 4) „Ég er að fara að mála mynd af Jesú, viltu sitja fyrir?“

Æ, annars, ég held að ég nenni þessu ekki. Það mátti vissulega velta þessu upp í morgunsárið! Takk fyrir að hlusta. Argggg!

Megi dagurinn ykkar, bloggvinir góðir, verða FRÁBÆR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amen.  Nú pissaði ég á mig af hlátri í andlegum skilningi.  OMG þú drepur mig einhvern daginn.  Af hverju hugkvæmdist mér ekki að ná mér í mann með því að biðja hann að sitja fyrir á mynd sem Jesús?  Of seint, of seint, húsbandið er Ásatrúar.  Svona getur manni mistekist hrapalega í lífinu.

Smjúts og njóttu dagsins í botn ormurinn þinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha ég á hálfgerðan Jesú, hann var allavega beðin um að leika Jesú forðum daga þegar Leikfélag í Eyjafirði setti upp Jesús Súperstar af Kolbrúnu Halldórsdóttur en hann átti þá ekki heimangengt.  Ég get þó huggað mig við það að hann kemst nálægt þessu þótt hann hafi ekki dottið ofan af himnum í eiginlegri merkingu að þá hefur hann margdottið í óeiginlegri!

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmmm, Ragna vinkona hennar litlu systur fann einn úr þessum markhópi. Þetta getur verið tvíbent, fjölskylda hennar er enn með dálítið ítarlegan undrunarsvip. En brúðkaupið var víst mjög glatt, sungið og spilað á gítar og fleiri hljóðfæri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahah, vil gjarnan setja krónískan undrunarsvip á vini mína, bara upp á djókið!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 10:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HaHaHa þú ert nú meiri djókarin en eigðu góðan dag mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alltaf að ganga út....

....opna bara hurðina.... et voila...

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 10:45

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Þetta eru flottar pikkUplínur fyrir þá í Krossinum, skyldi Gunnar vita af þessu?

Bragi Einarsson, 23.7.2007 kl. 11:18

8 identicon

Ef þú safnar þjóðbúningadúkkum ..............   talaðu þá við stuðmenn hvort þeir auglýsi ekki fyrir þig...................   "Hver vill elska 49 ára konu sem safnar þjóðbúningadúkku."

Þóroddur (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 11:38

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Megirðu sömuleiðis eiga frábæran dag.

Brynja Hjaltadóttir, 23.7.2007 kl. 11:47

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Eigðu góðan dag líka, mín kæra.  Já, það er alveg spurning með þessa frelsuðu herra...

SigrúnSveitó, 23.7.2007 kl. 11:53

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hérna ertu nokkuð farin að lesa Ditu of mikið?

S. Lúther Gestsson, 23.7.2007 kl. 13:39

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, hvaða Ditu?

Guðríður Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 14:15

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, fann Ditu á síðunni þinni, Lúther. Kannski er hvorug okkar að stæla hina ... pældu í því!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 14:29

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef nú bara aldrei heyrt það fyrr, að engin vilji 49 ára gamla konu! Í hvaða bók stendur það, í "Harry Potter og Viskusteininum" kannski!? hehe!

Og kæra Hrönn, gerðu mér stóran greiða, opnaðu fyrir mig dyrnar en ekki hurðina!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.7.2007 kl. 15:04

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Magnús minn, hvernig væri að fara að hlusta á Stuðmenn!!! Þá myndir þú vita þetta.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:51

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahó! ERu bullumsullumbögur Stuðmanna nú orðnar "Þinn vísdómur um sannleikan og lífið"? Hahahahaha, þá skaltu sko til dæmis "Taka til við að twista" og "Gera allt fyrir frægðina til að slá í gegn" (næstum því!) án þess að koma nakin fram!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.7.2007 kl. 18:06

17 Smámynd: www.zordis.com

Huggulega fljótsnyrt kona sem á þurrkara ..... Nú styttist í Veislu aldarinnar í nafla alheimsins, Himnaríki!  Hlakka til

www.zordis.com, 23.7.2007 kl. 18:32

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

".........Þegar við opnum og lokum hurðum beitum við þess vegna nafnskiptum af sama toga og í fasta orðasambandinu ‘að drepa á dyr’. Orðið hurð kemur í stað dyra. Í sjálfu sér er þess vegna ekkert rangt við það að opna eða loka hurðum alveg eins og það er ekkert rangt við það að ‘drepa á dyr’.........."

Þess vegna opna ég hurðir og nota talfrelsið í bankamannahúsinu

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 21:49

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín elskulega, yndislega, æðislega og kæra Hrönn!

Hver hefur eiginlega verið að plata þig með þessari vitleysu?

"Að drepa á dyr" er einfaldlega það sem við köllum örðatiltæki, ekki fast orðasamband, síðast þegar ég vissi og kemur málinu ekkert við.

EF þú segir "opna hurð" þá er það bara einfaldlega RANGT MÁL!

Get bara ekkert gert að því, þannig er það bara!

SEgi þetta í mestu vinsemd.

es. Fyrirgefðu fröken Guðríður, á reyndar ekkert með að vera með svona "Messur" hjá þér, en stalst núna, skal aldrei gera það aftur!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2007 kl. 00:05

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er nú fengið á ekki ómerkari lygavef en Vísindavef HÍ enda legg ég bara lag mitt við ómerkilega svikavefi!!

Fyrirgefðu Gurrí mín, varð bara að fá að svara þessum manni!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 00:21

21 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Enn sko Jenný sem er bloggvinkona ykkar allra, hún sko skellir hurðum enn ég má ekki sega það á síðunni hennar því þá tekur hún færslurnar mínar burtu, og það vill maður náttúrulega ekki.

S. Lúther Gestsson, 24.7.2007 kl. 03:29

22 Smámynd: S. Lúther Gestsson

.............Bíddu er ég á síðunni hennar....??  Nei ég hélt ekki. OK.

S. Lúther Gestsson, 24.7.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 150
  • Sl. sólarhring: 381
  • Sl. viku: 2289
  • Frá upphafi: 1452025

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 1878
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband