Ofurhetujuraunir í morgunsárið og ... Will og Grace!

StrætóVaknaði nokkurn veginn alheil og mun minna kvefuð eftir 12 tíma sæmilega ótruflaðan svefn. Er samt YFIR-útsofin því að mér fannst bílstjórinn eitthvað svo skrýtinn í morgun. Kórónan sem hann er vanur að bera reyndist vera hárið á honum og farþegarnir voru fremur hversdagslegir. Held að það sé ekki sniðugt að fara svona vel vakandi í strætó aftur. Þá þarf ég pottþétt að finna nýtt nafn á sætukarlastoppistöðina. Las Leyndarmálið á leiðinni í bæinn fyrst ég var svona upptjúnuð. Miðað við það ógeð sem ég hef á sjálfsræktarbókum gengur mér ágætlega að lesa þessa! Öfundaði sessunaut minn þó af spennubók í kilju en ég áttaði mig á því að ég á þá bók sjálf ... innbundna og ólesna ... arggggggggg! Sumarfríin mín eru ekki nógu löng, hvað þá jólafríin! Held líka að ég sé duglegri að lesa kiljur!

Dáist innilega að sjálfri mér og eiginlega bara finnst ekki ólíklegt að bloggvinir mínir geri það líka! Ekki kannski svona almennt, heldur fyrir að hafa farið í 36 gráða kalt bað í morgun! Hvers konar ofurhetju er ég að breytast í? Vona bara að gæsahúðin fari þegar líður á daginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem morgundraumabað breytist í ískrapsmartröð.

Will og GraceTókst ekki að lesa nema 30-40 blaðsíður í Potter í gær og gat ekki unnið neitt, var bara lasin og lömuð. Sá aftur á móti hluta af Will og Grace-þætti í fyrsta sinn í marga mánuði og var ekki hrifin. Held að húmor minn hafi ekki breyst, heldur hljóti að vera kominn nýr handritshöfundur sem er ansi mikið groddalegri en sá fyrri. Þetta voru einu sinni drepfyndnir þættir ... nú er t.d. Karen snillingur orðin hálfaumkunarverð og ... hundleiðinleg. Hún var eitthvað að tala um Stanley, manninn sinn, sem hún var að reka að heiman, sýndist mér. Hann er SVO feitur að hluti hans verður kominn út á eftir og restin á morgun. Stökk ekki bros, þetta hefði kannski verið fyndnara ef brottför Stanleys alls hefði verið sama daginn, jafnvel sama klukkutímann. Mér sýndist meira að segja að leikurunum sjálfum leiddist! 

--------               --------     o   - O -   o   ----------           ----------       

Þessi annar skemmtilegast bloggari landsins er kominn með tilgang í lífinu ... sem tengist Moggablogginu: http://hnakkus.blogspot.com/  (muna að ýta á alla hlekkina í tilgangsfærslunni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Finnst eins og Moggabloggvinirnir þínir gætu fundið fyrir pínu höfnun, þegar þú núna setur einhvern Hnakka í annað vinsælasta sætið hjá þér. Er að sjálfsögðu ekki að tala um mig, heldur alvöru bloggara hér á MBL.

Mig grunaði alltaf að ekki væri allt með felldu, þarna í strætó. 

Súingjú...stolið

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hnakkus var kosinn annar skemmtilegasti bloggari landsins hjá Fréttablaðinu. Dr. Gunni lenti í fyrsta sætinu! Ég var reyndar beðin um að tilnefna nokkra og vá, hvað ég benti á marga stórkostlega bloggvini mína ... sem komust svo ekki á blað!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ertu eitthvað úrill elsku dúllan? Eða hvað á þetta boldað þýða? Var ekki einu sinni búinn að tengja mig á hnakkus þegar ég skaut þessu á þig. Skemmtilegt blogg hjá timburmanninum, þarf að lesa það betur, og vissi ekki af neinni vinsældarkosningu hjá Fréttablaðinu. Taktu með í reikninginn að ég er Hrútur og framkvæmi áður en ég hugsa, ef ég þá nenni að hugsa.

Love u 2

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úrill, moi? Alls ekki, einum of vel vakandi kannski

Guðríður Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:35

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Anna, hvað veistu nema ég hafi nefnt þig þegar ég sendi tilnefningar mínar til Fréttablaðsins? Hmmm, Hnakkus ER annar besti bloggari landsins skv. vali Fréttablaðsins þar til annað kemur í ljós! Mér finnst Hnakkus reyndar ÆÐISLEGUR og á heima í efsta sæti með ýmsum sem ég þekki! Veit ekki hvort Stefán er á sama máli. 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:55

6 identicon

Bíddu við, var Stanley hennar Karen ekki löngu dáinn?
En það er rétt hjá þér, þetta er orðið ansi þunnt hjá þeim.

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flestir góðir framhaldsþættir ganga of lengi að mínu mati og verða ótrúlega þreyttir, en þá hætti ég bara að horfa á þá    ég kíki á hnakkann, Þröstur finnst þér ekki gott að vera hrútur?? þá getur maður afsakað sig með því þegar maður hleypur fram úr sjálfum sér.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 13:37

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að kíkja á hnakkann, ekki nokkrar líkur á að ég muni gera það aftur. Fíla ekki svona fólk og þau komment sem ég kíkti á eru ömurleg. Takk samt ákveðinn fróðleikur að sjá hvernig sumir nota blogg sitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 160
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 1677
  • Frá upphafi: 1453552

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1401
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband