Hefnd álfanna

Álfar og huldufólkÍ fyrri færslu minni var ég vitanlega að gantast þegar ég sagðist ekki trúa á álfa, huldufólk og tröll. Mér hefndist fyrir þetta hallærislega grín ... allt fór nefnilega úrskeiðis í himnaríki skömmu eftir að ég ýtti á Vista færslu. Diskur brotnaði, ég missteig mig og Tommi gubbaði á baðgólfið, að auki hófst þáttur með Oprah Winfrey í sjónvarpinu. Eins gott að passa það sem maður segir.

„Afsakaðu að ég bý á efstu hæð,“ sagði ég við móðan sendil sem kom með Tandoori-kjúklinginn til mín áðan. „Ekkert að afsaka,“ muldraði sendillinn hræðslulega og rétt þorði að fá borgað. Sumir hafa ánægju af þessu smáa í lífinu ... en ætlunin var nú ekki að hræða drenginn. Jú, letin hafði yfirhöndina og hringt var eftir góðum mat í stað þess að elda sjálf. Einu sérþarfirnar sem ég hef í sambandi við þennan tiltekna mat er að það þarf að krydda kjúklinginn meira en venjulega og sleppa furuhnetunum í salatið, þá er þetta líka algjörlega fullkominn kvöldmatur á sunnudegi og þannig var hann líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var nottla með heimaeldaðan kjúkling (hneykslilyfiraðeinhverskuliekkieldaalladagaársinsíeiginseldhúsikall).

Vona að það komi lyfta í himnaríki fyrir afmæli Madonnu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ofnbakað lambalæri og ofnsteiktar kartöflur ala Breti á þessu heimili.

Auðvitað trúum við á álfa og huldufólk. Eins og sannir Íslendingar.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt sukkfæði er þetta á sunnudögum hjá ykkur yngismeyjunum!?

Hér var það bara hangikjötssamloka með góðum slatta af gúrkuskífum!

Jenný D. ætti að nýta karlinn fyrst hann er ekki í vinnunni, sunnudagur, til að sitja hjá henni og ýta á bilslána fyrst hún nennir því ekki nema endrum og sinnum!

Gurrí, mundu bara hið ódauðlega ákall nafna míns Þórs allt aftur frá 1980!

Eru álfar kannski menn,

eru álfar kannski menn,

eru álfar kannski menn,

eru álfar kannski meeeeeeeeeeennnn!?

Stórkostlegt lag og djúpur texti!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Remember, you are what you eat.

Þröstur Unnar, 29.7.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ertu að segja að ég sé kjúklingur? Chicken? Heigull? Argggggg

Magnús, hef seint fyrirgefið nafna þínum fyrir að nota orðið SKE í dægurlagatexta, mér finnst það svo ljótt! Ég þekki vissulega nokkra menn sem kalla mætti álfa!

Stelpur, ég lem ykkur fyrir að bjóða mér ekki í mat!  

Guðríður Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir er að drepa mig úr hlátri út um allt kommentakerfi. Hahahaha

Gurrí meilímeilí

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Íslenzka þjóðin er farin að lifa á kjúklingi einum mata virðist vera (einum mata?-er það til?) Það þarf breta til að bjóða upp á lambalæri.

Markús frá Djúpalæk, 29.7.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alveg nauðsynlegt að trúa á álfa. Hér á þriðju lóð frá mér er álfhóll sem heitir Álfhóll. Og núna eftir að viljugt fólk í unglingavinnunni fór að sjá um sameiginlegu svæðin hefur í þrígang hent að hóllinn hafi verið sleginn en það má alls ekki. Í fyrsta skiptið sem það gerðist kom upp mikil deila kringum tónlistarskólann, skólastjóranum sagt upp og ekki endurráðinn fyrr en grasið fór að spretta á nýjan leið. Einhverjir aðrir harmar í annað skiptið sem það var gert, man reyndar ekki í svipinn hvað það var, en í þriðja skiptið man ég vel hvað það var sem gerðist, og þær upplýsingar eru fáanlegar prívat, þótt þær varði þjóðina þá ætla ég ekki að taka sjensinn á meinyrðum ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.7.2007 kl. 22:25

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guðríður þó...nú er ég kominn á vitleysingavinalistann þinn þar sem ég trúi af öllu hjarta á álfa og huldufólk, tröllskessur og engla, vætti og skógargyðjur ásamt trjáöndum og blómálfa. Meira að segja líka á litla kínverja sem orkujafna vitlausa tíðni í mannslíkömum.

 Jæja..það er þó allavega gott að vera á stuttum lista en löngum..þá stendur maður allavega útúr.

Dreymi þig vel!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 22:32

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og gleymdi auðvitað að segja frá þægindunum við að geta kennt álfunum um þegar eitthvað týndist í eldhúsinu og fannst svo óvænt, svona var þetta í eldhúsinu hjá henni Hrefnu á Eyvindarstöðum, mömmu hans Ólafs fóstra míns, og svona er það í Blátúninu hjá mér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.7.2007 kl. 22:53

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Damer míner, auðvitað trúi ég á álfa, var búin að gleyma öllum þessum álfhólum og lét augnablikspirring hafa áhrif á mig út af einhverjum sjónvarpsþætti ... Eftir að ég viðurkenndi tilvist þeirra aftur hefur allt gengið vel í himnaríki, fékk meira að segja heitt vatn í baðkerið!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:16

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég bauð þér í mat. Kom ekki syngjandi skeytið?

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, en ég skil ekki finnsku! Mjög krúttlegt annars, takkkkk!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:41

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þröstur Unnar!

Hér kemur kennsla fyrir þig, Íslending á leið til Dannmerkur, sem þó greinilega æfir sig fyrir þá ferð með því að slá um sig á ensku!?

ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR! útlegst þetta á íslensku og ég ætti að vita það, því svo skemmtilega vill til að ég skrifaði færslu í gær sem nefnist NÁKVÆMLEGA ÞAÐ!

Álfhóll sem nefnist Álfhóll? Frumlegt!

Rétt hjá mér er líka álfhóll, en er í daglegu tali aldrei kallaður annað en MANNABÚSTAÐUR!

Oh No, my dear Gurrí, you´re not á chicken, Duck, Pig, (no, you have misunderstood all your life that you can compare to lovely Ms. Piggy!) no, not even a Bitch! You´re just a LITTLE RED ROOSTER!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2007 kl. 23:59

15 Smámynd: Ólöf Anna

Þið eruð skrítinn öll með tölu. (meint vel) Helgin hefur farið vel í ykkur.

Ólöf Anna , 30.7.2007 kl. 00:27

16 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Tannálfurinn er allavega ekki vinsæll á mínu heimili ..... of spúúkí :)

Eva Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 06:17

17 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Já ég var síst að skilja í þessum skrifum - gott að þetta leiðréttist

kveðja

Ingibjörg R. Þengilsdóttir  sannkristin álfatrúarkona með meiru

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 196
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1909
  • Frá upphafi: 1453070

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 1566
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband