Loksins, loksins ...

Maðurinn og stóllinnKurteis og bráðmyndarlegur maður hringdi í mig áðan frá Rúmfatalagernum. Hann ætlar að heiðra himnaríki með nærveru sinni núna eftir hádegi og kíkja á skakka leisígörl-stólinn. Þess vegna er ég komin heim og ætla að vinna þar í dag. Miðað við fljótheitin á sumum snemma á morgnana, eins og sjá má í síðustu montfærslu, mun mér takast að ná að setja mósaíkflísar á baðið, hrauna loftin, veggfóðra eldhúsið, pússa hlekkina og ryksuga áður en hann mætir á svæðið.

Nú, ef ég er heppin þá veit RL ekki nákvæmlega hvert þessi maður á að fara innan 300 Akranes og hæg heimatökin að kyrrsetja hann um tíma, eins og ég gerði við Pólverjana sem fluttu Birtíng á milli húsa á síðasta ári. Þá fallegu menn tók ég eignarnámi, eins og lesendur gömlu blog.central-síðunnar minnar muna kannski eftir. Þetta var skömmu eftir að ég slasaði á mér hnén á ógæfumölinni og ég man einmitt hvað þeir voru miklar dúllur þegar þeir æptu allir sem einn, „Nje, nje,“ þegar ég dansaði fyrir þá og lyfti upp pilsinu þannig að það sást í svolítið krambúleruð hnén á mér. Þeir höfðu greinilega verið að læra íslensku án þess að ég vissi .... þessi krútt. Það varð smám saman erfitt að halda uppi 15 manns þótt þetta væri óhemjuskemmtilegur tími þannig að ég skildi viljandi eftir ólæst einn morguninn ... og það hefur verið sorglega mann-laust í himnaríki síðan.

Annars er ég víst orðin þekkt fyrir þetta. Sendlarnir í Einarsbúð koma t.d. alltaf tveir saman, eins og löggan reyndar gerir líka og vottar Jehóva taka á sig krók fram hjá himnaríki. Orðsporið hefur ekki borist til Reykjavíkur þannig að nú er von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha..taktu út þennan mann og segðu okkur svo hvort hann nýttist í eitthvað

Ragnheiður , 30.7.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Orðsporið HEFUR borist til Borgar Óttans.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Rebbý

þú hefur verið sniðugari en ég - mér tókst ekki að loka pólverjana inni sem báru búslóðina mína upp en það var kannski bara því íslenskir samstarfsfélagar okkar allra voru með og pössuðu upp á að engin kk yrði eftir

Rebbý, 30.7.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 274
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 1791
  • Frá upphafi: 1453666

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 1479
  • Gestir í dag: 223
  • IP-tölur í dag: 220

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband