Undradrengirnir

PíanósnillingarnirÍsak og ÚlfurSamkvæmislífið er greinilega hafið. Það bendir allt til þess ... matarboð þrjá daga í röð. Nanna í gær, Hilda í kvöld og Hilda á morgun. Galito á Akranesi sá um matinn í kvöld í boði Hildu ... gamli góði tandooríkjúklingurinn bregst ekki, beint heim að dyrum.

Mikil nautn var fólgin í því að sýna Hildu nýja gæludýrið, ryksuguróbótinn Jónas ... sem er nýjasta tillagan að nafni á hann. Afar mínir hétu báðir Jónas Jónasson svo að nafnið er heldur betur í ættinni. Hingað til hef ég nú bara kallað róbótinn litla krúttið. Hann hefur þrifið stofuna, eldhúsið og ganginn í heila tvo tíma í kvöld og mér sýnist hann orðinn þreyttur. Bráðum rúllar hann sér sjálfur í hleðslu.

Í matarboði morgundagsins hitti ég ástkæru tvíburana, barnabörn okkar systranna, við eigum helling í þeim með Míu. Ísak og Úlfur verða ársgamlir 19. desember nk. og þá útskrifast þeir væntanlega úr Tónlistarskóla Mínervu sem áttunda stigs nemendur (sjá mynd). Þeir eru undrabörn, eins og langamma þeirra, móðir mín, segir.

P.s. Þeir fara í þriðju aðgerðina sína 3. október nk. en þá á að loka gómnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þessi auglýsing frá Galito var í boði Gurrih@himnaríki.is.

Æi vonandi gengur þeim vel strákunum í aðgerðinni.

Er þetta pípuorgel í Himnaríki?

Þröstur Unnar, 6.9.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég hef aldrei farið leynt með ást mína á Galito, Þröstur. Því miður er þessi flotti "flygill" ekki í himnaríki en draumurinn er að eignast píanó. Lærði á píanó í æsku og það væri gaman að æfa t.d. píanókonsert númer eitt eftir Tjækovskí.

Þess vegna eru þeir svona æðislegir, Guðmundur. Nú mun ég aldrei gleyma afmælinu þínu. Heheheheh! 

Guðríður Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegir, er í kr.... kasti júnó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheh, jú!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:27

5 identicon

Calito er góður staður og góður matur en samt mættu sumir skammtar vera stærri veit ég er átvagl kannski spurning sko:) En það er alveg svakalega gaman að lesa bloggið þitt alveg orðið ómissandi að kíkja hérna inn Fínt á skaganum enda bý ég þar:)

Brynja (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 00:32

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í minni famelíu var oft kerknast á með frasann, ert þú einhver Jónas, & talað um Jónasa nágrennisins.

En takk fyrir að benda mér á jólagjöfina í ár samt.

S.

Steingrímur Helgason, 7.9.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Þvílík krútt !! 

Svava S. Steinars, 7.9.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 206
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2165
  • Frá upphafi: 1452365

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 1754
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband