Drjúg eru morgunverkin ...

Mikið var gott að vakna svona snemma á laugardegi, eða hálftíu ... og snúa sér ekki á hina hliðina. Flýta sér að búa til latte og drekka áður en sofaútdjöfullinn fær mig til að skríða upp í aftur. Setti Jónas í gang fljótlega og held að hann sé orðinn eitthvað áttavilltur, hann hamaðist við að ryksuga ganginn og lét varla sjá sig inni í eldhúsi og stofu. Á meðan erfðaprinsinn svaf þrælaði litli bróðir. Þarf að tékka á áttavillunni. Vissulega er gott að hafa ganginn svona tryllingslega hreinan.

Húsmóðir að þrífaDatt ofan í nýja unglingabók eftir Jónínu Leósdóttur í gærkvöldi, hélt áfram með hana morgun og gat ekki hætt fyrr en hún var búin. Ansi hreint skemmtileg. Ekki dugði það á lestrarþorstann, heldur er ég nú þegar komin á blaðsíðu 157 í bókinni Drápin - Tannöd-morðin. Á bóndabænum Tannöd í S-Þýskalandi fundust lík allra heimilismanna og af verksummerkjum að dæma höfðu þau öll verið myrt á hrottalegan hátt ... segir á bókarkápu. Þetta er bók sem hlaut Þýsku glæpasagnaverðlaunin í ár, nokkuð kúl að fá hana þýdda svona fljótt. Hún er bara ansi góð og ég ætla að klára hana á eftir og fara svo í lokin á Harry Potter.

Annars er ég í einhverju hallærislegu tiltektarstuði og langar að gera allt himnaríki hreint og fínt þegar Jónas er búinn að safna nægri orku eftir lætin á ganginum. Mögulega er hann að mótmæla einhverju (kommon, hvor sonanna fæddist á undan?). Spurning hvort ekki séu til sérstakir ryksuguróbótasálfræðingar ... en kannski þarf bara að hreinsa skynjarana með eyrnapinna. Stundum geta einföldustu lausnirnar verið bestar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg skrif hjá þér að vanda. Góða helgi.

Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta gæti verið skemmtileg bók, en er ekkert hættulegt að hýsa svona glæpasögur í Himnaríki, eða eruð þið öll vernduð þarna? Ég mundi fylgjast vel með Jónasi, og hentu svo bara bókinni fram af svölunum þegar þú ert búin með hana, ég skal gríp ´ana. Svona sögur geta haft hin ýmsu áhrif á fjöldskyldur.

Þröstur Unnar, 13.10.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þröstur, það er gott að eiga góða granna.  Gurrí láttu samt þrifaandann ekki bera þig alveg ofurliði, góða helgi gelz

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.10.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 249
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2388
  • Frá upphafi: 1452124

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 1946
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband