Hugrekki æskunnar ...

Himnaríki 455Við erfðaprins fórum í brimleiðangur að skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts brynjuð myndavél og hugrekki, eða það hélt ég. Þar verða öldurnar oft risastórar og gaman að sjá þær skella á klettunum. Svo var byrjað að væla: „Það tekur svo í bílinn. Heldurðu að öldurnar komi yfir bílinn ... bíllinn, bíllinn, bíllinn.“ Ég held að sumum þyki vænna um bílinn sinn en mömmu sína. „Farðu nær,“ sagði mamman, heyrnarlaus á allt rugl. Haglél, skvettur, þrumur og eldingar halda mér ekki frá góðum öldum.

Öldurnar voru bara stórar, eins og sést á myndinni, sem ég náði af einni skvettunni. Erfðaprinsinn fór enn nær en þetta og þurfti að lauma sér fram hjá gámum og drasli til að komast ... og bakka svo alla leiðina til baka. Múahahahaha! Eins gott að hann kann að bakka eins og kona. Annars hefðum við getað lent í ógöngum ... Ég fór ekkert út úr bílnum, veðrið var svo vont og það hrikti í öllu.  

Tveir vitarSvo var farið að vitunum tveimur og lætin í sjónum þar voru sæmileg, ekkert samt rosaleg. Reyndi að skora á prinsinn að aka Faxabrautina heim en því miður hafði hann séð út um glugga himnaríkis að öldurnar gengu þar yfir. (sjá mynd af Faxabraut í síðustu færslu á undan) Hvar er hugrekki æskunnar?
Að síðustu var haldið í Einarsbúð (fyrir utan búðina var logn!) og þar fengum við góðar móttökur að vanda. Steikja á lauk og fisk fyrir móður sína til að bæta fyrir heigulsháttinn. Nú dynur haglél á gluggum, þvílík snilld.

Svona veður. Nammmmm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blikkbeljan elskuð ofar öllu.  Frussssss!!

Er í kasti yfir myndaheiti neðri myndarinnar.  Tveir vitar.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar myndir, þú fórnar þér kona, gott að blikkbeljan var með í för annars hefðir þú kannski bara fokið    var að hugsa til þín í dag þegar hryðjurnar gengu hér yfir litla Selfoss. Gott að vera inni í dag. ummm hvað mig langar í steiktan fisk.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Ólöf Anna

Fallegir vitar. Annar þó meiri sjarmör en hinn.

Ólöf Anna , 23.10.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

váá þetta er æði :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hva! Ólstu upp einhvern kjúkling Guðríður!?

Flottar öldur og flottur erfðaprins.. það litla sem sést í kjúklinginn 

Heiða B. Heiðars, 23.10.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Júkreisívúmen...En myndirnar eru meiriháttar

Brynja Hjaltadóttir, 23.10.2007 kl. 23:46

7 identicon

Held ég verði að vera sammála honum að Faxabrautin sé ekki spennandi akstursleið í svona veðri ;) Hélt að henni væri nú bara hreinlega lokað þegar það gengi svona yfir þarna ... Flottar myndir, finnst Breiðin alltaf svo flott... (annar vitinn þar er eitthvað öðruvísi en mig minnti samt!) Víííí ég hlakka til að flytja heim :)

Dagbjört Skagbjört (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:05

8 identicon

Flottar myndir já það er sko gott að halda sig inni bara þessa dagana úff það glumdi svoleiðis í öllum gluggum áðan hér á innesvegi stærðarinnar haklél sem lamdi á gluggana En vá öldurnar eru flottar og svo skrítið mér finnst gott að sofa þegar svona veður læti eru

Brynja (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég veit þú fluttir upp á Skaga meðal annars út af briminu, það má segja að hafði sannarlega tekist. Annars áttu nokkrar sætar baðbombur hjá mér, beint frá Ungverjalandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2007 kl. 02:02

10 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Skaginn

GARRGANDI Snilld...............

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 270
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 1983
  • Frá upphafi: 1453144

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 1629
  • Gestir í dag: 228
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband