Tennis eða keila ...

Ég veit ekkert hvað þetta þýðir en myndin er flottFékk nýlega frábærar bakveikiráðleggingar í kommentakerfinu, eða þær að kaupa tvær tenniskúlur, leggjast á bakið á tenniskúlurnar og rúlla mér á þeim um gólf himnaríkis. Þetta er víst allra bakmeina bót. Nú, erfðaprinsinn uppveðraðist þegar hann heyrði af þessu, brást skjótt við og fór í íþróttabúð í Reykjavík í dag. Hann, þessi stórhuga einkasonur sem nennir engu kjaftæði, afhenti móður sinni tvær KEILUkúlur og sagði: „Náðu þessu úr þér í eitt skipti fyrir öll, hjartkær móðir mín.“

Til að gera langa sögu stutta þá skrifa ég þetta blogg frá bakveikideild Sjúkrahúss Akraness, 6. hæð, vesturálmu, í íbúfenvímu, drekk malt og maula snittur með gulldufti til skrauts, á milli þess sem ég hlæ daðursfullt framan í læknana sem hafa aldrei séð flottara brjósklos á ævinni.

 --------                  --------               -----------

Við Tommi að rúllaNei, djók, hann keypti auðvitað tenniskúlur sem ég horfi kvíðin á og legg varla í að fara að rúlla mér á þeim. Held þó að um leið og ég er búin að blogga og ýta á "Vista og birta" geri ég heiðarlega rúll-tilraun og stefni samt að því að halda virðingu minni!

Sú hætta er nefnilega alltaf fyrir hendi að Tommi feitabolla reyni að hoppa upp í fangið á mér til að kúra hjá „mömmusín“ þegar hún liggur ósjálfbjarga á gólfinu og þá er líklegt að þetta endi á bráðamóttöku og jafnvel með íbúfen í æð. Erfðaprinsinum væri svo sem trúandi til að setja Jónas í gang og taka svo myndir

Hvað á ég að láta þáttinn minn á Útvarpi Akraness heita? Hann verður á dagskrá 1. des, held ég, í svona tvo til þrjá tíma (vonandi eftir hádegi), hef ekki séð dagskrána. Langar að tala um jólin, nýútkomnar bækur ... Tillögur vel þegnar, mjög, mjög vel!!! Allt þetta andans fólk sem heimsækir bloggið ætti nú að skutla fram eins og einu góðu nafni um helgina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha? verðurðu með þátt? bara þennan eina dag? Hvernig virkar það? Er nýr stjórnandi í hverjum þætti? Ég er forvitin.

hahaha það fyrsta sem mér datt í hug þegar þú fórst að tala um að rúlla um á tenniskúlum... sá þig í anda liggja ósjálfbjarga á gólfinu.. hahaha auðvitað ekkert til að hlæja að... en samt hlæ ég...

Mér finnst sagan um þig og læknana og flottasta brjósklosið ein sú besta sem ég hef lesið.. finnst að þú hefðir átt að halda þig við hana hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 16.11.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Útvarp Akranes starfar bara eina helgi á ári og er til styrktar Sundfélagi Akraness. Allir gefa vinnu sína og hafa gaman af!!! Já, einmitt, ég ósjálfbjarga á gólfinu og kötturinn stekkur um borð ... sé það alveg fyrir mér!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú er jafn lygin & þú ert langleitari þessa stundina.  Þessi heilsugæslustöð sem að þið útnáranesíngar kallið sjúkrahús er nú bara 4ggra hæða, & þig vantar frekar svínahrygg frá jóseppinum en tennisbolta.

Stykkishólmur er orð dagsins..

S.

Steingrímur Helgason, 17.11.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, verð að leiðrétta þig ... þriggja hæða upp í loftið, en enginn skyldi gleyma neðarjarðarálmunum þar sem vandasamir uppskurðir á leiðtogum heimsins fara fram. Ég meina ... Castró kemur t.d. stundum í Skrúðgarðinn og svona ...

Guðríður Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Ólöf Anna

Þótt mér þykir ofsalega vænt um þig þá er ég í hláturskasti yfir myndina af þér liggjandi á gólfinu meðan Jónas og kötturinn sýna væntumþykju sína.

er að skríða saman og ætla að skrifa um helgina. Ef það er ekki of seint í pennann gripið.

Ólöf Anna , 17.11.2007 kl. 00:44

6 identicon

Gvuð! Kötturinn/kettirnir eru alveg einsog hún Branda mín í útliti (er þetta tvöföld mynd af einum ketti?)! Sennilega eru þetta klónar. En ég vona að klónarnir fái ekki krabbamein einsog Branda blessunin. Það var skorið úr henni æxli á mánudaginn - risastórt og nú hefur hún hefti og sauma frá kviðnum og uppá bringu. Hún er samt eldhress. Var svo glöð að losna við kragann sem hún þurfti að hafa fyrstu dagana (til þess að koma í veg fyrir að hún rifi upp sauminn). Vonandi að þetta helvíti hafi ekki tekið sér bólfestu á fleiri stöðum í líkama Bröndu. Og vonandi batnar þér í bakinu.

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi tennisboltameðferð er ekki að gera sig fyrir virðinguna frú Guðríður en ég elska það sama og Jóna nefnir, þetta með flottasta brjósklosið OMG

Kveðjur til þín,

í stuði með G... og í botni með Drottni

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 00:57

8 identicon

Bara vera þú sjálf!!!!!!!

Ingunn (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 08:33

9 Smámynd: www.zordis.com

Er svo hægt að hlusta á þig langt út í heim?  .... langar að heyra í þér í frábærum þætti Frú Guðríðar!

www.zordis.com, 17.11.2007 kl. 10:24

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, ef tennisboltameðferðin virkar vel, þá geturðu alltaf keypt þér spaða við boltana og farið að spila. Tennis er meira að sengja enn skemmtilegra en skvass (sem þú varst liðtæk í) en mundu bara eitt, það eru engir veggir til að taka við boltunum þannig að ekki skjóta út fyrir. Sagt af sárri reynslu ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.11.2007 kl. 10:35

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skagavagninn!! Ekki spurning

Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 11:50

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þórunn Hrefna, ég valdi þessa mynd af google af því að kettirnir þar eru svo líkir Tomma, reyndi að telja bloggvinum trú um að annar kötturinn væri ég. Það tókst ekki. Gömlu kisurnar mínar, Fjóla og Támína fyrri, fengu báðar svona krabbamein og fóru í svona uppskurð. Vona að Branda þín nái sér algjörlega af þessu.

Jamm, þetta boltarúll gerir sig ekki upp á virðinguna, ég veit það (fliss), en nú er erfðaprinsinn farinn á barinn til að horfa á fótbolta og þá er tækifærið. Ef ég verð ósjálfbjarga þá kemur hann heim innan tveggja tíma ... Já, tennis er ekki svo galinn, Anna, svona alvörutennisleikur! Held, Zordís, að útvarpið náist ekki nema rétt hérna á suðvesturhorninu, við bestu skilyrði. Ætla að tékka á því hvort stöðin verði send út á Netinu.  

Guðríður Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 11:55

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

´tillögur?

Látum okkur sjá, skal blaðra eitthvað núna, en er ekki nógu andsyggilegur eins og kellingarnar hérna til að ímynda mér þig bjargarlausa á boltum tennis!

-Bland í poka.

-Skvettur- (undirtitill gæti verið Gurrí gefur jólatóninn eða eitthvað!?, passar svo við málefnið!?)

-Jólin eru að koma.

Gurrí Haralds spjallar og spilar!

-Himnaríkissæla!

-Jólagleðin með Gurrí Har.

Hátíð í Himnaríki

-Ég, þú og jólin

-Jóladjamm

Tal og tónakrásir

-Bráðum koma blessuð jólin

-Músík og mas

Hátiðarskap

-(eða Í hátíðarskapi)

-Glatt á hjalla (með nú eða án Gurrí!?)

-Feministabeljan (nú eða bara Beljan! Væri reyndar þrælflot nafn þó ég segi sjálfur frá, ef þátturinn væri þungarokksdæmi og S.S fengi þig í það!?)

Jólaepli(ð)

-Gaman gaman með Gurí

Fundur og mannfagnaðaur

-Nammi í skóinn

-Gurrí ræður ríkjum

- Hátíð í nánd

-Jólagrautur

-Elsku bestu bestu jólin

-Tíu dropar

-Kaffi og kleinur

-Jólailmur

-Mátturinn og dýrðin

-gómsætt með Furrí

-Fjör og fleira gott

-Skagalag

(nú eða Skagalög?)

-Trallað og skrallað

-Jólateiti

Þetta er svona smávegis sem mætti moða eitthvað úr!?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 21:20

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

-Besti tíminn

-Bækur, tal og tónar

-Skraf

Góð stund

-Þáttur Guðríðar

-Kjaft-Askurinn eða bara Kjaftaskurinn?

-

-Himnaríkisdrottningin (undirtitill, Gurrí Har daðrar og duflar við hlustendur!)

-Útvarp Gurrí

-Elskurnar mínar!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 1963
  • Frá upphafi: 1452163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1577
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband