Hverjir voru hvar ...

Sigurjón til vinstri og Óskar til hægriHingað til hef ég haldið því fram að Akranes væri nafli alheimsins. Stundum verður mötuneytið mitt þó vettvangur stórviðburða og oftar en ekki má sjá frægafólkspersónur spranga þar um. Ja, tveir stórfrægir landsmenn borðuðu plokkfisk með mér í dag og stóðu meira að segja fyrir aftan mig í þriggja manna biðröðinni. Þetta voru engir aðrir en snillingarnir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson.

The WeddingEkki nóg með það, heldur sá ég í Fréttablaðinu að Jón Óskar, sem ég hef hingað til umgengist á jafnréttisgrundvelli, var gestur í brúðkaupi aldarinnar á laugardaginn. Hann var líka í mötuneytinu í dag. Ekki nóg með það, heldur skilst mér að kokkurinn sjálfur í mötuneytinu hafi líka verið  þar. Ég, gestur í brúðkaupi aldarinnar 1988 eða svo, verð bara að bíta í það súra epli að vera orðin svo mikið síðustu aldar eitthvað ...  Það sem ég hugga mig við er að mér er alltaf boðið í Þorláksmessuboðið hennar Nönnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það er greinilega allt að ske í möturneytinu hjá þér  Plokkfiskur já,mér líst ekki illa á það

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú hefur greinilega fattað aðalatriðið, frú Katrín Ósk, eða plokkfiskinn!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bið að heilsa Nönnu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.11.2007 kl. 13:03

4 identicon

Fékkstu eiginhandaráskrift ?

spurningin er kostuð af mér og verður sett á herbergisnúmerið verði spurt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss ég fer í Þorláksmessuveislu til hennar mömmu. Nananabúbú

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nei, Hallgerður, mér brá svo heiftarlega, missti diskinn á gólfið þegar leið yfir mig. Eftir að ilmsalt var borið upp að vitum mér og vasaklútar hristir til að ég fengi hreint loft komst ég til sjálfrar mín ... en stjörnurnar á bak og burt!

Skila því, Heimir ... Jenný, penní, þú veist ekki af hverju þú missir ... engin skata! Knús, Guðmundur!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 13:37

7 identicon

Æj æj þetta er ljótt að heyra,svona viðkvæm ?   braustu diskinn ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:42

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég teldist áreiðanlega félagslegt viðrini ef ekki kæmi til afmælið þitt og Þorláksmessuboðið hennar Nönnu.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:46

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú fer ég út í Nóatún og kaupi efni í plokkfisk, nammi namm.  Frægt fólk er ekkert svoooo spennandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:49

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mín félagslega upphefð felst aðallega í að koma í hið árlega afmæli þitt, og það hefur bara dugað nokkuð vel. Hins vegar er ég auðvitað eins og þú, rosalega mikið frá síðustu öld, og mætti eins og þú í brúðkaup aldarinnar þá. Ég ætla bara að vona að sagan hafi ekki endurtekið sig í þessu nýja brúðkaupi, en í brúðkaupi seinustu aldar var eins og látinn faðir brúðgumans væri að gifta sig (Ragnar í Smára) því flestar ræðurnar fjölluðu um hann. Aðeins Kolbrún Halldórsdóttir núverandi vinstrigræn þingkona minnti almennilega á brúðina, sem er ofurtöffarinn Elfa Gísladóttir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2007 kl. 17:11

11 identicon

Vá, varst þú GESTUR í brúðkaupi síðustu aldar, Gurrí, og fékkst mat og drykk og allt? Ég fékk bara allra náðarsamlegast að koma inn í anddyrið í embættiserindum. Svo varð ég að hrökklast heim í plokkfisk (eða eitthvað) ...

Jónína Leós (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:33

12 identicon

Sagan endurtekur sig. Maður að nafni Jón sem er aðal eigandi stöðvar 2 giftir sig og það er kallað brúðkaup aldarinnar.

Það var svosem ekki mikið minnst á Ragnar í Smára í kringum þetta brúðkaup en í einkablaði brúðgumans var mest talað um hvað þau væru margra króna virði eftir sameiningu. Ég spyr bara, eru þau uppá einhverja fiska líka eða bara krónur?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:34

13 identicon

Gleymdi að segja frá mínu celebhittelsi. Ég keypti bensín um daginn á Olís og það var gaurinn úr Lúdó sem afgreiddi mig.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:29

14 Smámynd: Saumakonan

isss pisss.is.... lifi enn á mínu celeb hitteríi sko 8 árum seinna!     Held meira að segja að brauðlappirnar láti enn á sér kræla þegar ég rifja upp mitt móment með boddýgardinum og hestahvíslaranum sjálfum Kevin Kostner!      *tíst*

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 20:26

15 Smámynd: krossgata

Mér finnst eini plokkfiskurinn sem er góður sá sem ég elda sjálf.    Spurning um að bjóða upp á hann í einhverju brúðkaupi.  Það yrði sko einstakt í aldaraðir.

krossgata, 19.11.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 227
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 1744
  • Frá upphafi: 1453619

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 1449
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband