Sannur jólaandi og spennandi spurningar ...

Gurrí og klukkuhelvítiðAlltaf svolítið kvalafullt að breyta sér í A-manneskju á mánudögum en von um kaffi hvatti til þeirrar hetjudáðar að vippa sér fram úr. Svo þegar ég var komin á stjá mundi ég eftir því að ég þurfti sjálf að búa mér til latte ... eins og venjulega en þá var of seint að hætta við framúrrúminu-dæmið.

Eftir að armbandsúrið fór á rauntíma er allt miklu auðveldara. Vekjaraklukkan er sjö mínútum of fljót og fyllti mig vonbrigðum eitt augnablik í morgun og ég hélt að ég hefði of lítinn tíma ... þangað til ég mundi eftir því að ég hef haft klukkur heimilisins of fljótar í mörg ár. Djísus!!! Ásta var svo sæt að leyfa mér að sitja í í bæinn þannig að ég var komin eldsnemma. Kýrnar lágu bara og jórtruðu hér í vinnunni og andinn í fjósinu var einstaklega góður, eiginlega bara jólalegur. Best að gefa, skella mjaltavélunum á fyrstu skvísurnar og fara svo að moka flórinn. Ekki veitir af.

VölvanFer í dag og tek fyrsta viðtal við völvu Vikunnar. Ef þið hafið einhverjar spurningar sem brenna á ykkur (stjórnmál, veðurfar, kosningar í USA, hneyksli hjá kóngafólki, eldgos, efnahagsástandið osfrv.) þá væri mjög gott að fá þær í kommentakerfið fyrir hádegi! Ráðherrar og alþingisfólk, ekki hika við að spyrja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

EIn stutt spurning. Er heimurinn að líða undir lok ?.

Svo lengi sem ég man hafa hangið yfir okkur ógnir. Kjarnorkustríð var fyrsta hörmungin sem ég man eftir (er sennilega á líkum aldri og síðueigandi) umpólun, var önnur, nú í seinni tíð fuglaflensa og hlýnun jarðar (sem gæti leitt til umpólunar) og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég minnist þess að þegar ég var lítil ákvað ég að eignast ekki börn. Það væri alveg skelfilegt að verða þess valdandi að fleiri einstaklingar myndu lenda í þessum hörmungum. Það áform fór svo bara út um þúfur í brjálæðislegu bjartsýniskasti 

Þóra Guðmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er líka í svona "klukkuleik" öðrum á heimilinu til mikilla vandræða. Þeir muna svo illa hvaða klukka er "rétt" en ég er alltaf að græða.

Þóra Guðmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hheheheheh, frábært Þóra. Spyr um heimsendi. Gott hjá þér að hlaða niður barni/börnum í bjartsýniskasti (fékk hláturskast þegar ég las þetta) ... heimsendaspár hafa alltaf verið til. Man eftir bókinni Hvellurinn 1999 sem spáði umpólun og hvaðeina ... þvílíkt bull. Nema það hafi verið árið 1999 eftir öðru tímatali.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 08:50

4 Smámynd: Einar Indriðason

Spurning til Völvunnar... (bara okkar á milli, með þig sem milligöngumann) .... Hverjar verða tölurnar í lottó?

:-)

Einar Indriðason, 3.12.2007 kl. 08:51

5 identicon

Gurrí! ert þú ekki yfir þig móguð yfir þessu litla Jólatré sem Nossarirnir gáfum Reykjavík? þetta er smá peð sem stendur niður á Auturvelli, skyldu þeir hafa farið í fýlu yfir því að hafa ekki náð firsta sæti um bestu lönd í heimi. 'Eg sem fæddur nossari er yfir mig hneyklaður yfir þessu tré.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:05

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mun redda lottótölunum, Einar, múahahhahaha!

Hefnd Norsaranna aha ... mér fannst tréð reyndar virka voða stórt, svona séð í sjónvarpinu.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 09:31

7 identicon

Ég skal koma með nokkrar góðar fyrir þig Gurrí...

Klassískt, hvernig reiðir ríkisstjórninni af á næsta ári. Eins með borgarstjórnina.

Hvernig hefur krónan það á næsta ári.

Er ísland að sigla í kreppu.

Húsnæðismarkaðurinn. Verður eitthvað gert í honum.

Handboltalandsliðið. já og kannski, tekst eitthvað að redda fótboltalandsliðinu okkar.

Svo er náttúrulega ekki hægt að sleppa Britney...

Forsetinn okkar, fer hann fram aftur... ef svo er verða mótframboð eða ef ekki hvað segir völvan þá um forsetakosningarnar.

Hvernig takast kjarasamningarnir...

Umferðarslys...

Veðrið er náttúrulega klassískt... Veturinn, sumarið og svoleiðis....

Svo náttúrulega nokkar gæluspurningar, stjórnamálaástandið í Austur-Evrópu og kannski þá sérstaklega Ungverjalandi ;)

Ég ætla svo að hugsa hvort að mér detti eitthvað fleira sniðugt í hug...

Svo verð ég náttúrulega að hrósa þér fyrir hvað þú stóðst þig frábærlega í Útsvarinu....

Kv, Jóhanna...

P.s. verð að vera sammála Einari varðandi Lottótölurnar, get ég fengið víkingalottótölurnar milli jóla og nýjárs... ;) :D

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:48

8 Smámynd: krossgata

Góðan dag og skál í alvöru kaffi.

Til völvunnar:  Verður farsælla að skipta yfir í bláa sófa á árinu frekar en aðra liti?  Mun Ísland halda titli sínum sem best í heimi - miðað við höfðatölu auðvitað. 

krossgata, 3.12.2007 kl. 11:03

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég skal koma þessu öllu til hennar. Brottför eftir nokkrar mínútur. Takk kærlega. Hjálpaði mikið (sérstaklega þetta með lottótölurnar, heheheheh)

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:49

10 identicon

Ég vil fá að vita hvort það sé ekki að koma tími á það að banna alla starfsemi fyrir hádegi? Það er búið að vera minn æðsti draumur í mörg ár. Þá þarf ég nefnilega aldrei að vakna á morgnana í staðinn fyrir aðra hverja viku.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:24

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég seigi það sama og jóna Ingibjörg.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2007 kl. 17:51

12 identicon

er hjallastefnan virkilega svona góð? er þetta ekki bara snobb þeirra sem telja sig geta borgað offjár fyrir börn sín? það held ég, og afhverju viljum við endilega vita hvað næsta ár  ber í skauti sér til handa okkur öllum, best að taka dag fyrir dag, búið að blinda okkur alltof mikið undanfarið.

siggi

ps. ekki gleyma að setja uppskriftina af heilsuréttinum

siggi (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 291
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1808
  • Frá upphafi: 1453683

Annað

  • Innlit í dag: 243
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 234
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024
  • Cartman

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband