Dýrðarinnar aðfangadagskvöld ...

Jólaborðið 2007Mikið var þetta yndislegt aðfangadagskvöld.  Ekki verra að fá þrumur og eldingu, hefði bara mátt vera svo miklu, miklu meira ... var því miður í leisígörl þegar eldingin kom en ekki úti í glugga.

SmjörsprautunargræjanOkkur Ingu reiknaðist til að kalkúnninn yrði tilbúinn kl. 19.20 og það passaði alveg. Þess vegna gátum við sest niður og spjallað saman á meðan kalkúnninn mallaði. Inga var nefnilega búin að undirbúa næstum allt annað. Maturinn heppnaðist ofboðslega vel. Ég varð svolítið hrædd þegar ég sá skrýtið áhald sem Inga hélt á og líktist helst stólpíputæki, eins og ég ímynda mér að það líti út. Nei, þetta reyndist vera voða flott amerískt smjörsprautunargræja, smjörið í forminu var sogið upp í hana og svo sprautað yfir kalkúninn, aftur og aftur og aftur. Inga bjó til ananasfrómas í morgun og það var eftirrétturinn. Næstu þrjá daga munum við erfðaprins borða kalkún og meðlæti.

Jólagjafirnar og Jónas í baksýnJólagjafirnar voru bara snilld. Kvenlegur, rósóttur hamar, rósóttur tommustokkur og rósótt hallamál vakti mikla lukku, alvörugræjur. Svo fékk ég óskabókina Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo LITLAN heila – og karlar rosa pirrandi.
Fleira flott; m.a. hvít rúmföt, hitapoka, nammi, skálar, bækur, DVD (Tell no one, spennandi franska mynd), handklæði, náttkjól ... og hvorki meira né minna en örbylgjuofn!

Rúnar og Gísli Ingusynir að kveðjaVið spiluðum spil sem heitir Life, eitthvað slíkt, og var með vísan í Simpsons-fjölskylduna og aðra íbúa Springfield. Það var svo flókið að hver umferð tók næstum hálftíma, þá er ég að tala um hringinn hjá okkur fimm. Svo gekk þetta hraðar eftir því sem við lærðum betur á það. Ég sigraði ... stóð uppi með rúmlega 1,5 milljón dollara þótt ég hafi kosið að ganga ekki menntaveginn (í spilinu). Lengi vel var ég Hómer en c.a. um miðbikið mátti ég skipta um starfsgrein, dró mér miða og varð kennslukonan (Miss Krappabel). Erfðaprinsinn, sem menntaði sig, (Comic Book Guy) lenti í öðru sætinu. 

Nú eru gestirnir farnir og uppþvottavélin malar værðarlega. Mig langar mest að halda í bólið með Henning Mankell, kiljan (Eldveggur) sem kom út eftir hann fyrir jólin er algjör dýrð, ég er langt komin með hana og lofaði að lána húsfélagsformanninum hana út á sjó eftir áramótin. Hann er hrifinn af bókum Mankells eins og ég. Wallander minn er mjög ólíkur Wallander í kvikmyndunum sem hafa verið gerðar eftir bókunum, minn er þónokkuð sætari þótt hann sé enginn sykurgrís og mun skemmtilegri.

Þið sem ekki eruð farin að sofa, reynið að leggja á minnið drauma ykkar í nótt, það er víst svo mikið að marka það sem mann dreymir á jólanótt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gleðileg jól, Gurrí mín :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Mínar bestu jólaóskir yfir í hinn enda götunnar.  Megi jólin halda áfram að vera jafn dásamleg hjá þér og þínum

SigrúnSveitó, 25.12.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Sif Traustadóttir

Gleðileg jól og bið að heilsa kisunum.  Vona samt að þær muni ekki eftir mér .  Það eru nokkur heimili hér í bænum þar sem dýrin hlaupa veinandi burt þegar ég kem í heimsókn, ferlegt alveg, eins og mér þykir vænt um þau

Sif Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 15:25

4 identicon

Gleðileg jól

 viðburðarík hjá þér enn sem komið er, svipað hérna en ekki eins mikið að gera

ævar örn ... uppáhald hjá mér líka, vonandi fer að koma út önnur bók, maður er farin að sakna allra persónanna í þeim bókum.

ég fékk 3 bækur í jólagjöf, öskuna og bíbí og svo kjúklingauppskriftir.

... verst ég man ekkert hvað mig dreymdi í nótt

Hulda (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Elsku Gurrí mín Gleðileg Jól til þín og erfðaprinsins

Margrét Guðjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gleðileg jól, kæra Gurrí.

Ekki vissi ég að það væri meira að marka drauma á jólanótt en aðra. Mig dreymdi að ég færi með lest til Finnlands frá Íslandi. Gaman að sjá hvernig það getur ræst! Kannski þurrkast Atlantshafið upp vegna gróðurhúsa áhrifa? ;)

Svala Jónsdóttir, 25.12.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hef nú meiri trú á að Árni Johnsen verði einræðisherra og göng verði grafin ekki bara til Eyja heldur um öll sund og höf!

Anars já bara bestu jólakveðjur, en eins og þetta er nú allt "Næs & Slísí" hjá þér, finnst mér bara ekki eitt passa, náttkjóllin! Einhvern vegin "óGurrílegt" fyrirbæri og ég sé þig ómögulega hvorki fara í eða úr náttkjólum!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: www.zordis.com

Er búin að leita að svona eftirlíkingarstólpíputæki á mörg ár!  Glæsilegt og mikið þarfaþing sem mig langar að gefa tengdó en svona eretta! 

Hrikalega hefur þetta verið notalegt og kósý!  knús og kossar í tilefni notalegheitanna .....

www.zordis.com, 25.12.2007 kl. 20:51

9 identicon

Gleðilega hátíð kæra Gurrí!

Sigga (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 20:58

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GOtt að heyra hvað allt er yndislegt.  Njóttu frísins áfram. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 21:41

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm á jólaborðinu.  Eldaði einn hlunk hér heima, bjó til sætukartöflumús, walorfsalat, epla og rauðrófusalat og selfutti allt vestur í bæ þar sem við héldum jólaboð fyrir öll börnin okkar.

Ég held ég borði ekkert næstu mánuði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 23:42

12 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðileg jól Gurrí mín. Kveðja

Eyþór Árnason, 26.12.2007 kl. 01:47

13 identicon

Lýsinging á stólpípunni var frábær.ÞAÐ ER NEFNILEGA EKKI ALLT SEM OKKUR SÝNIST

.Gleðilega Hátíð.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 190
  • Frá upphafi: 1445655

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband