Hviður á Kjalarnesi ... þessum líka lognpolli

Pálmatrén á Kjalarnesinu í morgunFærðin var virkilega fín í morgun þótt nokkur vindur væri á Kjalarnesi ... afar óvenjulegt að blakti þar strá og þetta olli okkur bæði, skelfingu, ótta og hræðslu. Ásta var frekar snemma á ferðinni í morgun, svona 4 mínútum fyrr en vanalega, því að hún bjóst við leiðindafærð. Svo reyndist enginn vetur á leiðinni, ja, ekki fyrr en við komum upp í Hálsaskóg (Hálsahverfi, Árbæ) og við lentum meira að segja í drögum að skafrenningi þegar við ókum niður götuna þarna hjá vínbúðinni Heiðrúnu glúgg, glúgg. Vindhviða feykti snjókornum yfir bílinn en við hlógum bara af  eintómum kúlheitum. Lífsreyndar, óttalausar konur.

Ég þamba alltaf Aloa Vera-safann á fastandi maga (þennan í hvíta og rauða brúsanum) og líður voða vel af honum. Held að ég sé ekki ímyndunarveik ... en mér finnst orðið auðveldara að vakna á morgnana. Miðað við það sem Jens Guð segir, að þetta sé stútfullt af vítamínum, þá er það ekki svo fráleitt.

Sakna strætóVið ókum fram úr Tomma í Kollafirðinum og ég horfði að vanda með fyrirlitningu á vagninn, þessa strætólúsera sem taka almenningsfarartæki ... hnusss, það er munur en við Ásta, múahahahahha! Nei, djók, ég horfði ástar- og saknaðaraugum á Tommabíl. Nú fer Ásta brátt í vetrarfrí og þá rifja ég upp spennandi ferðir með vagninum, labbið upp Súkkulaðibrekkuna og önnur ævintýri. Það er gaman hjá okkur Ástu á morgnana en aðeins minna um villt ævintýri.

Ásta setti dynjandi "danstónlist" á, svona tónlist sem unglingarnir hlusta á. Hún leyfði mér að hlusta í nokkrar sekúndur og sagði svo að sér fyndist þetta frekar leiðinleg tónlist. Ég tók undir og samþykkti að þetta væri viðbjóður. Ég hef hingað til sagt slíkt um kántrí en ég er búin að breyta og svona danstónlist er komin í fyrsta sæti í viðbjóði. Sonur Ástu er í æfingaakstri og tekur alveg yfir bílinn þegar ökutímarnir fara fram, m.a. með svona tónlistarofbeldi ... en Ásta kvartar ekki.  Ókei, einu sinni fannst mér rapp leiðinlegt og það var ekki fyrr en Coolio rauf rappmúrinn hjá mér með Gangsta´s Paradise sem ég áttaði mig á því hversu dásamlegt tónlist það væri. Tóndæmi: http://youtube.com/watch?v=N6voHeEa3ig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, stundum þarf ekki nema einn góðan mann til að opna augu manns fyrir gildi hlutanna.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hvort ertu að tala um Coolio eða Tomma?

Guðríður Haraldsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég var reyndar að tala um Goolio en Tommi getur áreiðanlega fengið hvaða konu sem er til að glenna upp augun.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég líka með Aloa   vera safann alltaf á hverjum morgni núna þetta er mjög hollt. Kveðja Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sagði þér að veðrið yrði í lagi, alltaf treysta á gamla veðurvitann, held áfram að fylgjast með þér til heilla yndið mitt. Farðu vel með þig í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú átt sumsé eftir að heyra eitthvert almennilegt danslag, fyrst þú hefur ekki uppgötvað dýrðina þar 

Brjánn Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Brjánn, ég treysti á það. Er hrifin af rokki og rappi en viðurkenni að það er ekki allt saman jafngott ... sama á eflaust við um danstónlist.

Vissi að allt myndi reddast skv. spánni þinni, frú Ásdís almáttugur!

Ert þú ekki að selja svona safa, Katla? Eða misminnir mig ... alla vega þetta er dýrðardæmi sem ég ætla að halda áfram með.Mikil vellíðan.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.1.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: Gunna-Polly

hvar fékkstu þennan alo vera djús?

Gunna-Polly, 14.1.2008 kl. 15:50

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf endilega að komast að því hvar aloa vera djúsinn fæst.  Hef tröllatrú á honum.  Please tell.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:05

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég bendi bara á hana Jónínu ljósmóður, sem vinnur við þetta. Hún er með 862 2023. Þótt hún búi á Akranesi vinnur hún líka í Reykjavík.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.1.2008 kl. 16:19

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi Gurrí mín.. þú hefur bara verið að hlusta á vitlaust lag!! Öll hin eru flott :)

Heiða B. Heiðars, 14.1.2008 kl. 16:51

12 identicon

Getur það verið satt,að þú fröken Gurrí sért farinn að þekkja hverja þúfu og hól á leiðinni Kjalarnes,mosfellsbær,skaginn,ogsvfr,.,.,.,ha,hum,ha,erta satt..?..

Jensen (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:11

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég votta það að Aloe Vera safinn inniheldur 75 vítamín,  steinefni og hvata.  Og ég er ekki að selja hann heldur fyrirtæki mér alls óskylt sem heitir Forever Living Product. 

  Gaman að Coolio skuli hafa opnað þér heim rapps.  Þetta lag er reyndar eftir Stevie Wonder en endurunnið all skemmtilega af Coolio með blessun Wonders.  Enda hann sjálfur ekki óvanur að endurvinna lög annarra.  Ég man í augnablikinu ekki hvað vinsæla lagið hans heitir (og nenni ekki að "gúgla" það fremur en annað sem ég nenni aldrei að "gúgla") þar sem hann endurvinnur "Jammin´" lag Bobs Marleys og gerði að vinsælum slagara tileinkuðum Marteini Luther King.  Baráttulagi fyrir því að fæðingardagur Kings yrði ópinber frídagur í Bandaríkjunum.  Sem kom því í höfn. 

Jens Guð, 14.1.2008 kl. 23:11

14 identicon

Sæl Gurrí og takk fyrir síðast, þá var náttúrulega ekkert eðlilega gaman hjá okkur!  Ég skil ekki í þér að fíla ekki Country, Johnny Cash á nú nokkur country-lög og þau eru öll snilld...eins og allt annað sem hann hefur gefið út ;)

Máni Atlason (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:26

15 Smámynd: Kolgrima

Einu sinni trúði ég því ekki að fólki fyndist country, Elvis og Sinatra í alvörunni skemmtilegt. Hvað þá Tom Jones. En ég hef staðið mig að því að raula með þessari tónlist eftir því sem árin færarst yfir! Held að það sé aldurinn nema þetta sanni að maður fari að trúa því sem nógu oft er hamrað á.

Mér finnst rappið algjörlega óþolandi hávaði nema þetta sem Himnastiginn velur ofan í mig. Það er reyndar ágætt.

Já, og takk fyrir síðast

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 00:24

16 Smámynd: Jens Guð

  Það vill oft gleymast að rapp er ekki bundið við hipp-hopp takt.  Give Peace a Chance með John Lennoni og Það var eins og og gerst hafi í gær með Guðmundi Jónssyni er rapp.  Rapp er bara talsöngur og nær langt út fyrir hipp-hopp takt.

Jens Guð, 15.1.2008 kl. 02:41

17 identicon

Ja, ég nota aldrei Aloa Vera innvortis. Ástæðan er plássleysi þar; neyti svo mikils af Lauttutha Vera (sem selt er dýrum dómum í Heiðrúnu glúgg, glúgg) múúahahaha [rop]

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 328
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 2041
  • Frá upphafi: 1453202

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 1668
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband