Þrautgóð á raunastund, hviður, farsar og hvaðeina ...

völvanFyndið hvað tölvukerfi geta bilað akkúrat þegar mikið liggur við. Mér var samt ekkert skemmt í dag. Tókst næstum því að ljúka mánudagsverkefninu mikla þegar smávægileg bilun varð á versta tíma. Varð að skella mér upp í leigubíl undir kl. 18.30 án þess að klára til að ná Tomma mínum í Mosó, væntanlega að fara síðustu ferð dagsins upp á Skaga fyrir óveðrið mikla. Leigubílstjórinn: „Hvernig líst þér á borgarstjórnina?“ Ég hváði og tautaði eitthvað um að sökum ópólitísku væri ég eiginlega ekki á móti neinum. „Hann Ólafur er orðinn borgarstjóri!“, bætti hann sposkur við og sagði mér svo allt um það hvernig spá völvu Vikunnar rættist seinnipartinn í dag ... innan við mánuði eftir að völvublaðið kom út.

Fullt tunglSætaferðastemmning í strætóÞað var heilmikil sætaferðastemmning í strætó á heimleiðinni. Tommi talaði um Þorratunglið sem verður fullt á morgun (góður dagur til að fórna ...), aðrir ræddu nýjustu tíðindin og bloggvinkona mín, ung og dásamleg Skagamær, vildi að gerður yrði sjónvarpsþátturinn Ráðhúsið, glæpsamlega fyndinn farsi í nokkrum þáttum. Annars er ég sammála Tomma með að það er meira sjokk fyrir okkur Skagamenn að svona mörgum HB-Granda starfsmönnum hafi verið sagt upp.

---      --------      -------       --------       ------ 

 

Hviður á SkagaTommi hleypti okkur út við staurinn góða á Garðabrautinni sem lá á hliðinni einhverra hluta vegna. Það tók mig hátt í fimm mínútur að komast þennan stutta spöl heim og þurfti ég að finna „skafla“ til að ganga í og þeir dýpstu voru um 3 cm djúpir ... ef ég hefði gengið troðnar slóðir hefði ég fokið út Höfðabrautina og það hefði verið ófögur sjón. Ég mat veðrið í morgun sem tveggja trefla veður og fjólubláa sjalið fauk af mér við Höfðabrautarhornið. Það var mikil gleði þegar ég endurheimti það nokkrum kílómetrum vestar, ókei, nokkrum skrefum. Vindurinn hafði rúllað því smekklega upp. Ég komst sem sagt við illan leik í himnaríki og leið eins og sögupersónu í Þrautgóðum á raunastund. Samt sendi ég án nokkurrar miskunnar erfðaprinsinn út í mjólkurbúð (Skaganesti) rétt áðan. Hviður eru bara 25 m/sek á Kjalarnesi núna en þær voru ábyggilega hátt í 105 við himnaríki áðan. Æ lovvv ittt!

Að lokum langar mig til að sýna ykkur stórfenglegt UEFA-myndband um það magnaða íþróttalíf sem viðgengst hér á Skaganum. Þegar nákvæmlega 4 mínútur eru liðnar af myndbandinu sést himnaríki í nokkrar sekúndur fyrir miðri mynd. Skrímslasvalirnar miklu voru ekki komnar á húsið þegar myndin var gerð.
http://www.uefa.com/trainingground/index.html#34005/16384/646791

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að nokkrir eru í hættu að lenda í mannfórnum hjá verkalýðsforningjanum honum bróður mínum á þessu nýja tungli.

Ömurlegar fréttir af Skaganum .... ég heyri allveg þrumuræðurnar í Tomma mínum yfir þessu hingað austur.

Magga (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:04

2 identicon

Mér minnir að einhver hér á blogginu hafi ætlað að éta fötin sín ef það rættist sem Völva vikunnar sagði með þetta brambrölt í borginni rættist

Bjarndís (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já magnað er það skyldi rætast hjá henni, nú er bara að sjá rest.. Hvað sagði hún annars með Ólaf Ragnar ?

Ég keypti ekki þessa viku og líður nú eins og óupplýstum aula...

Ég vona að prinsinn hafi sloppið til himnaríkis aftur, örugglega hugsandi köld eru kvennaráð. Hérna voru það karlaráð, Steinar gerði tilraun til að senda Bjössa út með hundana í gönguferð. Ég hefði getað sótt þá á morgun á suðurnesin held ég.

Ragnheiður , 21.1.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Af tæpri aldarfjórðúngs reynslu af uppsetníngu & viðhaldi á tölvukerfaum, get ég deilt með þér í leyni að flestallar bilanir á slíku eiga sér orsökaruppruna á milli stólsetu & lyklaborðs notenda.

Ég er enn að melta þetta með pólitíkina í Tjöruborg sem að er alveg núna í takt við íslenskt veðurfar, rysjótt mjög & ófyrirsjáanlegt.

Steingrímur Helgason, 21.1.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, nei, Steingrímur minn, netið datt út akkúrat þegar ég þurfti á því að halda en flestir voru nú farnir heim svo að þetta sakaði engan annan ... kíkti á vinnupóstinn við heimkomu og allt var komið í lag, arggg! Hélstu virkilega að ég hefði gleymt að ýta á ENTER, skömmin yðar?

Sá Bjössa og voffana fyrir mér fjúkandi yfir á Suðurnesin og flissaði ógurlega. Erfðaprinsinn slapp, undarlegt með hann, það var hálfgert logn þegar hann fór út miðað við fárviðrið sem ég upplifði ... kannski lognið á undan storminum.

Spennt að vita hver étur nú fatnað sinn ... Bjarndís, múahahahahha

Já, Magga mág, hann Tommi var í stuði í dag ... eins og venjulega.  

Guðríður Haraldsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:12

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Feitletrað kvitt frá Kópavogskjördæmi eystra

Kjartan Pálmarsson, 22.1.2008 kl. 00:35

9 identicon

Kvitterí kvitt kvitt til þín

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:34

10 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Maður roðnar bara við lýsingarnar á sér

Já sjáiði þetta ekki fyrir ykkur úr "Ráðhúsinu"...

Gísli Marteinn: "Ólafur er ekki enn mættur til vinnu og hefur ekkert hringt, við verðum að vona að hann sé bara of seinn enn ekki veikur Vilhjálmur"

Vilhjálmur: "Vertu bara rólegur Gísli minni hann lætur sjá sig vittu til"

Gísli Marteinn: "Vilhjálmur hvernig geturu verið svona rólegur, þú veist að ef að hann mætir ekki þá fellir Margrét meirihlutann!!"

Í næstu skrifstofu...

Margrét: (í símanum) "já Dagur ef að hann mætir ekki í dag þá veistu að þetta gengur eftir og þú verður borgarstjóri aftur"  

Vera Knútsdóttir, 22.1.2008 kl. 11:00

11 Smámynd: krossgata

Út í mjólkurbúð (Skaganesti)?  Er Skaganesti flutt í gömlu mjólkurstöðina kannski?

Bíð spennt að fá að vita hvaða borgarstjórn verður hvaða dag vikunnar næstu árin og hver verður borgarstjóri fyrir hádegi og hver eftir hádegi. 

krossgata, 22.1.2008 kl. 11:26

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég horfði á allt fjandans myndbandið.. um fótbolta... ég sko

Jóna Á. Gísladóttir, 22.1.2008 kl. 12:48

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

allt lætur maður hafa sig í, gerði eins og Jóna, horfði til loka. FÓTBOLTI!

Já þvílíkur áhrifavaldur sem þú ert Himnaríkisfrú

Ekkert blogg, vonandi faukstu ekki út í buskann stelpa

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.1.2008 kl. 15:10

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Bara að kíkja við og sjá hvað þú ert að bardúsa  Það eru svipaðir skaflar hér fyrir utan hjá mér

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.1.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband