Ævintýri í Eyjum 1974

VestmannaeyjarAldeilis sem Eyjamenn lenda í vetrinum núna á meðan við Skagamenn sitjum hálfberir úti og grillum, eða myndum gera ef það væri aðeins hlýrra.
Ég á fínar minningar frá Eyjum. Var ekki nema 15 ára þegar ég fór þangað í febrúarmánuði, ári eftir gos, ráðin sem sérlegur ormahreinsari í Ísfélagi Vestmannaeyja. Hafði flosnað upp úr námi í Vörðuskóla og átti íslenskukennarinn minn ekki síst sök á því. Viðkvæm daman þoldi ekki háðsglósur hans á borð við: „Guðríður, helltu úr þinni andlegu ruslatunnu og segðu okkur hvað andlag er!“ Eftir að hafa haft ástkæran Rögnvald sem kennara í Barnaskóla Akraness og þar á eftir Jón Marteins í Austurbæjarskóla, strangan en frábæran, var þetta ekkert nema áfall. Það spilaði að sjálfsögðu inn í að einhverra hluta vegna var ég aðskilin frá gömlu bekkjarfélögunum mínum úr 1. og 2. bekk Austurbæjarskóla, m.a. Áslaugu, Nönnu, Valdísi Gunnars (jamm, einu, sönnu) og fleirum og skellt í landsprófsbekk með krökkum úr Hlíðaskóla, held ég. Gæti ekki nefnt eitt einasta þeirra á nafn í dag. Ekki hreifst móðir mín af þessu, að dóttirin hætti í skóla og færi á vertíð, en lét undan að lokum þegar ég sagði henni að ég ætlaði í landspróf aftur næsta vetur. Það stóð ég líka við.

ÍsfélagiðHálft ár í Eyjum var stórskemmtilegur og lærdómsríkur tími. Ég var rekin úr vinnunni (bara einu sinni) fyrir sakir herbergisfélaga mína, var fárveik og mætti samt hvergi bangin í vinnuna þegar mér var batnað. Haldið var klikkað partí í litla herberginu sem hýsti okkur þrjár og ég man ekki eftir neinu vegna veikinda, þó rámar mig í að fjöldi fólks hafi setið á rúminu mínu og djúsað og reykt. Mér datt ekki í hug að láta reka mig fyrir þetta og ekki urðu frekari eftirmál.

Eins gott að ég hafði verið í herbergi með þessum stelpum og kynnst þeim, annars hefði getað farið illa fyrir mér. Ég var of ung til að komast inn á böll en tókst alltaf að koma mér inn með einhverjum ráðum. Athugull dyravörður gerði mér erfitt fyrir eitt kvöldið og ég þurfti að beita miklum fortölum. Önnur af herbergisfélögunum átti í sambandi við þennan dyravörð án þess að ég vissi og inni á kvennaklósetti tók hún mig hálstaki og spurði hvort ég hefði verið að reyna við hann. Þessi stúlka var mikil vexti og tók reglulega þátt í óopinberum kraftakeppnum í frystihúsum í Eyjum ... og sigraði marga hrausta menn. Hún var kölluð Trölla en enginn hefði dirfst að segja það við hana. Hún trúði mér þegar ég sagði henni að ég hefði engan áhuga á manninum. Sjúkkittt!!! Mér þótti leitt þegar ég frétti löngu seinna að hún hefði verið myrt af eiginmanni sínum. 

Svona litu Eyjar út 1974Þegar haldin var árshátíð Ísfélagsins þurfti að panta vínið frá Reykjavík, enda ekkert “ríki” á staðnum. Þótt ég væri bara 15 ára var að sjálfsögðu pöntuð vodkaflaska fyrir mig. Yfirleitt var unnið frá átta á morgnana til tíu á kvöldin alla daga vikunnar, það þótti gott ef við hættum ögn fyrr á laugardagskvöldum og alltaf var farið á ball. Helgarvinnan minnkaði þegar nær dró sumri. Ég hef sagt frá því áður en um tíma vann sjálf Shady Owens úr Trúbrot með mér og mér hlotnaðist sá mikli heiður að fá að fara út í sjoppu fyrir hana.

Jamms, ég á frábærar minningar frá Eyjum. 


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég á góðar minningar úr Eyjum en ég fór þangað einmitt á framhaldsskólaárum!  Hrikalega skemmtilegar minningar!

Knús til þín sem ert með grillhanskann .....

www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 20:00

2 identicon

Frábærar minningar úr Eyjum greinilega. Ég varð aldrei svo fræg að fara á vertíð en vann á sumrin í Sjófang úti í Örfirisey, sem var bara gaman. Ertu viss um að maðurinn hafi ekki bara drepið Tröllu í sjálfsvörn?

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.3.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Mummi Guð

Aldrei hefur neinn frægur sent mig út í sjoppu fyrir sig. Nema kannski Gvendur Þribbi, en hann var bara frægur í Keflavík og meðan ég fór að kaupa kók fyrir hann var hann handtekinn fyrir það hversu drukkinn hann var.

Mummi Guð, 2.3.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Brynja skordal

Það hefur aldeilis verið stuð á þessum tíma hjá þér Aldrei komið til eyja svo ekki á ég minningar þaðan

Brynja skordal, 2.3.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

 Ætlaði einmitt að grilla í dag en hefði þurft málmleitartæki til að finna grillið

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Gæti skrifað nokkrar síður um ævintýri mín í Ísfélaginu, og af böllum í bíóhöllinni.

En er að spekúlera í að sleppa því, ég er svo neðarlega á vinsældalista þessarar síðu.

Þröstur Unnar, 2.3.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er búin að skrifa bréf til mbl.is og spyrja hvers vegna ég get ekki færtákveðna aðila t.d. í topp 10 hjá mér. Ekkert svar hefur borist en það er ekki séns að færa til þessa u.þ.b. 50-70 neðstu á listanum. Í vesenisbjánakjánatilraunum mínum nýlega eyddi ég óvart fjölda bloggvina, m.a. Dúu dásamlegu og hr. Þresti. Þegar Þröstur kom aftur inn lenti hann í neðsta sætinu og ekki séns að hækka hann upp í fyrri virðingarstöðu. Hélt samt að sætið í hjartanu skipti meira máli en sætið á einhverri fokkings bloggsíðu ...

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:53

9 identicon

hey snilld, ég er fædd 1987 og Jón Marteins var að kenna mér fyrir nokkrum árum>:)

vikka (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Ragnheiður

Sætið í hjartanu er flottara..knús Gurrí mín yndislegust

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Gurrí mín. Taktu þetta ekki alvarlega og haltu svefni yfir kvartinu í mér.

Gott að eiga stað í hjarta þínu.

Vó,,hvað ég er skemmtilegur.

En Magnús Geir mundi örugglega líta á þetta sem bónorð......

Þröstur Unnar, 3.3.2008 kl. 08:58

12 Smámynd: Sif Traustadóttir

Hey, Jón Marteins kenndi mér líka í Austurbæjarskóla.  Við eigum þá fleira sameiginlegt en kattaáhugann .  Hef enn ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að koma til Vestmannaeyja, en vann að sjálfsögðu í fiski sem unglingur, það er öllum nauðsynlegt.  Man sérstaklega eftir grásleppuverkun úti á plani við Frystihúsið í Grundarfirði, færibandaveiki við rækjuvinnslu (það var pabbi minn sem hannaði rækjuvinnsluvélarnar og þar á meðal græna færibandið sem ég lognaðist út af á...) og fjöruveislu með varðeldi. 

Sif Traustadóttir, 4.3.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 354
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 2669
  • Frá upphafi: 1451864

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 2043
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband