Dyggð undir dökkum hárum

Malmö í SvíþjóðStór hluti samstarfsfólksins flýgur til Svíþjóðar í fyrramálið, á árshátíð. Þetta var frekar klikkaður dagur í dag, bæði annasamur og villtur (vegna leynivinaleiksins) og í stað þess að hanga í vinnunni fram á kvöld tók ég ólesnar síðuprófarkir með mér í strætó og leitaði að villum, röngum skiptingum á milli lína og slíku á heimleiðinni. Birtan úti gerir þetta mögulegt og mjúk keyrsla ókunna strætóbílstjórans sem ég kalla í huganum Gumma II.

Það var ansi gaman að sjá fögnuðinn og kossana þegar fólk komst að því hverjir átti hvaða leynivin/i. Ég fékk sætan koss frá hinni yndislegu Kolbrúnu Pálínu, blaðamanni á DV, og ekki síðri frá Helgu minni, prófarkalesara og ástkærri bloggvinkonu. Veit núna að ég hefði ekki þurft að rembast jafnmikið að hafa gjafirnar til þeirra svona ólíkar, þær sitja ekki nálægt hvor annarri og hefðu ekkert fattað.  

IntensityÍ morgun var svooooo hvasst á leiðinni í bæinn, hviður í kringum 32 m/sek á Kjalarnesi og til að lifa af þennan hrylling hellti ég mér ofan í lestur hryllingsbókar eftir Dean Koontz, það var mun skárra að gleyma sér yfir morðóðum djöflum en upplifa strætó hristast og skjálfa. Heimir fór létt með að koma okkur heilum á húfi í Mosó!

Annað: Það lítur út fyrir gott sjónvarpskvöld ...

                        Kl. 20.15 Gettu betur á RÚV.
                        Kl. 21.00 Life á SkjáEinum.
                        Kl. 22.15 ReGenesis á Stöð 2.
                        Kl. 23.15 Anna Pihl á RÚV.

P.s. Var andlaus í sambandi við fyrirsögn, man eftir þessari sem bókatitli í eldgamla daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Aha, þarna lærði ég trix, er sko alltaf í vandræðum með fyrirsögn, takk

Svanhildur Karlsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Leynivinaleikurinn var æði. Gaman að sjá hvað allir voru kátir og sumir hissa í dag.

Í morgun afhenti ég mínum leynivini gjöfina í eign persónu en þóttist bara vera sendill, eins og venjan var hjá okkur.

Best af öllu var auðvitað að einhverjir hafa lært ný nöfn og margir sem ekki höfðu farið inn á ritstjórnina hinum megin við mötuneytið gerðu það í fyrsta skipti í vikunni. Þú færð svo skemmtilegar Malmö-sögur eftir helgina... Au revoir (kann þetta ekki á sænsku) 

erlahlyns.blogspot.com, 6.3.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gurrí, Guð mér leist ekki á blikuna í gær þegar einhverjir 2 bílstjórar hjá Teit voru allt í einu mættir til að kaupa eitthver rosalegt tóg, datt helst í hug að nú ætti að binda EINHVER(JA) niður


Guðrún Jóhannesdóttir, 6.3.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, Guðrún, það var víst afturhurðin, ég var bæði stillt og bundin!

Flottur kofi, Anna! Það hefði verið gaman að berja hann augum ... en West Ham verður það, heillin.

Erla, ég var einmitt að hugsa um að labba yfir í vinnuna til þín og afhenda Kolbrúnu Pálínu síðustu gjöfina sjálf, þykjast vera sendill ... það var bara svo mikið að gera .... geri það næst!

Svanhildur, hér eru fleiri fyrirsagnir:

Ráðskonan á Grund, Hvunndagshetjan, Snjallar stúlkur, Ævintýrastrætisvagninn, Hetjurnar frá Navarone, Óskilabarn 312, Heimskra manna ráð, 39 þrep, Maður frá Suður-Ameríku, Hr. alheimur .... osfrv.

Guðríður Haraldsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Tiger

  Knús á þig ljúfust þó ekki sé ég neinn leynivinur... skelfing hvað það verður alltaf mikið mannskæðaveður í Kollafirðinum og Kjalarnesi..

Tiger, 7.3.2008 kl. 02:31

6 Smámynd: Brynja skordal

Hélt að fyrirsögnin væri um leynivinin Hafðu góðan dag

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 1705
  • Frá upphafi: 1453215

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1386
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband