Minnisstætt augnablik og meiri músík

IvoVinkona mín hringdi í mig fyrr í dag og skammaði mig fyrir að gefa engar upplýsingar um píanóleikarann á myndbandinu sem fylgdi síðustu færslu. Hún sá hann spila á Listahátíð í Reykjavík fyrir mörgum árum og eitt augnablik þegar hann leit upp úr nótunum og út í sal horfði hann í augun á henni. Hún vonar að þegar hann deyr og líf hans rifjast upp fyrir honum verði þetta augnablik honum jafnminnisstætt og henni.

PlötuumslagKróatíski píanóleikarinn Ivo Pogorelić er fæddur 1958 og er þar með kominn í krúttmolaklúbbinn með okkur Madonnu, Michael Jackson og Birni Thoroddsen. Björn er langelstur okkar, fæddur í maí, held ég, Ivo í október en við hin í ágúst.
Hann byrjaði að læra á píanó sjö ára, eins og ég, nema hann átti píanó, og varð fljótlega heimsfrægur píanóleikari!

Hér kemur svo seinni hluti myndbandins:
http://www.youtube.com/watch?v=wrKEm7xcA1U&feature=related


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er glæsimenni.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Laufey B Waage

Yndislegur. Takk fyrir.

Laufey B Waage, 10.3.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 2225
  • Frá upphafi: 1450764

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1719
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Rauð útidyrahurð
  • Mosi og skugginn
  • Eldum rétt í kvöld

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband