einkamál.is ...

Einkamál.isÉg hef áður sagt frá því þegar ég fékk þá áskorun um árið að skrá mig á einkamál.is en ég sleppti þó ákveðnum kafla úr. Forsagan er sú að ég hafði sagt eitthvað neikvætt um „svona fólk á einkamál.is“ sem fékk ákveðna manneskju sem ég þekki til að skamma mig fyrir fordóma. Hún skoraði á mig að prófa þetta og sagðist hafa kynnst skemmtilegum mönnum þarna sem væru góðir vinir hennar. Fordómar mínir minnkuðu helling við þetta þar sem þetta er heilbrigð og yndisleg manneskja og fyrst hún þorði ... Þessi kona hjálpaði mér við að skrá mig inn og ég valdi að sjálfsögðu svæðið vinátta/spjall til að losna við áreitni kynóðra perra. Svo beið ég spennt eftir skemmtilegu, heilbrigðu mönnunum sem langaði að spjalla við frábæru konuna í Vesturbænum. Karlmenn eru nefnilega mjög skemmtilegir, sbr. ástkæran Breiðholtshatarann.

einkamalÉg var bæði hrædd og spennt daginn eftir þegar ég sá að mér höfðu borist tugir bréfa. Hátt í 90% þeirra voru þó af perralegum toga, t.d. tíu Kanar af Vellinum sem vildu fá mig í hópskemmtun með sér, góð greiðsla í boði og svona ... ungir strákar um tvítugt sem vildu prófa „eldri“ konu, kvæntir karlar í leit að tilbreytingu og fleira í þessum dúr. Ég sjokkeraðist en „vandaða og góða“ konan sem hafði manað mig upp í þetta sagði að ég væri allt of viðkvæm, ég ætti bara að fleygja subbulegu bréfunum og gleyma þeim. Hún er reyndar töffari sem ég er ekki.

MannarigningÞarna leyndust samt nokkrir (örfáir) sem gaman var að skrifast á við. Einn bar nokkuð af, hann var miklu yngri en ég og virtist bara vilja vináttu/spjall. Honum fannst gaman að kynnast nýju fólki á öllum aldri og ég gat ekki fundið neitt perralegt við bréfin hans. Ég sagði honum í einu bréfinu frá stærsta vandamáli lífs míns þá stundina ... að það þyrfti nauðsynlega að skipta um loftljósið í ganginum á Hringbrautinni, gamla ljósið var brotið og hafði undanfarin 16 ár eða svo sjokkerað alla hávaxna menn sem heimsóttu mig, m.a. erfðaprinsinn, telexprinsinn og fleiri stóra gaura. Nú, þessi elskulegi maður bauðst til að skipta um ljós fyrir mig sem ég þáði og bauð honum í kaffi. Hann fór létt með að skipta um ljós og var hinn skemmtilegasti. Ég bað hann endilega um að kíkja í heimsókn daginn eftir en þá hélt ég upp á enn eitt stórafmælið mitt, 40 og eitthvað. Hann mætti, þessi elska, og þekkti að sjálfsögðu einn afmælisgestinn sem spurði óhjákvæmilega: „Hvernig þekkist þið?“ Ég man ekki hverju ég laug ... en mér fannst þetta afar óþægilegt. Mjög stuttu síðar afskráði ég mig endanlega af einkamál.is. Mér fannst ákveðið frelsi fólgið í því að gefa ekki hverjum sem var færi á því að hella úr sinni andlegu ruslatunnu yfir mig, svona eins og gamli íslenskukennarinn minn í Vörðuskóla hefði orðað það.

Síðan liðu einhver ár. Ég var flutt á Skagann, vinnan mín í Lynghálsinn og lífið var gott. Ég endurheimti æsku mína, sakleysi og trú á mannkynið og gleymdi smátt og smátt þessum vikum mínum á einkamál.is. Lífið hefur þó alltaf lag á því að klína manni upp úr því sem maður vill gleyma, ekki satt?

ArggggEinn daginn fyrir nokkrum mánuðum var ég á ferðinni um hálfátta, rétt ókomin í vinnuna. Það var rigning og ég hlakkaði mikið til að fá mér gott kaffi og setjast svo við skrifborðið. Bíll staðnæmdist hjá mér í portinu og ökumaðurinn stakk höfðinu út og heilsaði. Ég er einstaklega ómannglögg og spurði kurteislega hvaðan við þekktumst. Hann hrópaði glaðlega svo glumdi um Lynghálsinn: „VIÐ KYNNTUMST Á EINKAMÁL.IS!“.

Þetta reyndist vera ungi, indæli maðurinn sem skipti um ljós fyrir mig. Ég leit flóttalega í kringum mig og held að mér hafi tekist að stynja upp: „Nei, hæ, en gaman að sjá þig,!“ Það var líka gaman að hitta hann, enda góður strákur, það var bara svo hræðilegt að þurfa þarna að horfast í augu við hvað ég er forpokuð, snobbuð og fordómafull. Allar gjörðir virðast hafa ákveðin dómínóáhrif og ég bíð bara spennt eftir því að eitthvað álíka gerist þegar t.d. mamma eða erfðaprinsinn eru með í för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

úpps...

Ég held að ég sé haldin svipuðum fordómum. Það birtast stundum afritaðar auglýsingar á spjallvef sem ég les og ég fæ hroll upp og niður hrygginn.

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 18:16

2 identicon

 

ég er líka svona forpokuð eða hvað sem það nú er.Dásamlega neyðarlegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Snilldarfærsla að vanda. Ég mundi aldrei þora að skrá mig þarna á einkamál.is, væri viss um að ég fengi ekkert svar og þar með væri það fulljóst sjálfum mér og öðrum hvursu aldraður ég er orðinn.

Þröstur Unnar, 9.3.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Tiger

 Ha     

Tiger, 9.3.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tvenn mótmæli!

Hvernig gat hún kynnst mörgum mönnum sem urðu svo vinur hennar?

Þú ert vðíst töffari!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú, einkamálaperrynja ?

Nú má krosstréið verða að parketi.

Steingrímur Helgason, 9.3.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: www.zordis.com

Það leynast vinir víða! 

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Á einkamál.is er auðvitað alls konar fólk. Ég hef ráðlagt fólki að fara varlega og hafa mátulega mikið að tortryggni upp á við en það er engin ástæða til að vera haldin einhverjum fordómum í garð svona síðu.

Margt gott fólk langar að kynnast öðrum en hefur engan áhuga á að fara á djammið til þess eða veit e.t.v. ekki hvar og hvernig það getur hitt aðra og myndað kynni.  Því langar frekar að hefja kynni með öruggum hætti, þ.e. sitja heima hjá sér og spjalla í rólegheitum.  Svo er bara að taka engin skref fyrr en fólk hefur fengið nöfn og myndir af hvort öðru.

Margar fyndnar sögur eru sannarlega til af þessum vettvangi, reynsla sem kryddar tilveruna.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 20:29

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er óþolandi minnisgóð og það var árið 1990 sem ég var á ferð í vesturbæ Rek. að leita að einhverju húsi og kallaði í hjón sem gengu hjá, vitið þið hvar:...........   nei heyrðu heitirðu ekki Snorri ?? ha, jú,  já manstu ekki þú dansaðir við mig á balli í Skjólbrekku í ágúst 1976, aumingja maðurinn sagðu nú bara, þú ert hættuleg (ég vissi að hann var giftur) þetta var á Kröfluárunum þegar komu heilu rútufarmarnir af gaurum á helgarböllin, þetta voru góðir tímar.  Ég fann húsið með þeirra hjálp og fór, veit ekki hvort einhver lenti í þriðjugráðu yfirheyrslu. Þú ert gullmolil. ÉG mundi fara í jeppaferð með Þresti og kynnast einhverju útivistar kyntrölli.   You Are Hot 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 20:39

10 Smámynd: Tiger

  fyrirgefðu fyrri athugasemdina mína. Ég gat ekki klárað hana, var byrjaður en batteríin kláruðust af lyklaborðinu mínu (alltof mikið af pikki hjá mér all over).

Ætlaði bara að segja að það er bara sniðugt að skoða Einkamál. Fulltaf mjög skemmtilegu fólki þar og ég hef spjallað lengi við frábæra einstaklinga sem og hitt - sem hafa sannarlega reynst vera fínasta fólk en ekki pervertar. Segi samt, ég fékk slatta af perrasvörum frá konum - en gruna reyndar að margar þessar "konur" hafi í raun verið karlar bara... usss.

Tiger, 9.3.2008 kl. 21:04

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir skemmtileg komment. Líka þú, Tígri, og meira að segja Steingrímur!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 21:30

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla að vanda 

Ég er forpokuð, snobbuð og fordómafull gagnvart einkamal.is og viðurkenni það fúslega. Held að þarna sé aðallega gift fólk í leit að tilbreytingu....

Marta B Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 22:54

13 Smámynd: Brynja skordal

Góð færsla og jú ísland er svo lítið land að það eru frekar miklar líkur á því að hitta fólk á hinum ýmsu stöðum sem maður hefur talað við á lífsleiðinni en já við kynntumst á Einkamál.is skil þig En samt sem áður hefur maður heyrt að fólki sem er mjög hamingjusamt í dag eftir kynni þarna en auðvitað eru perrar og fl þarna eins og annarstaðar ekki eru skemmtistaðirnir betri sumir allavegana ég sá minn heittelskaða á röltinu á Laugaveginum fyrir nokkuð mörgum árum

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 22:59

14 Smámynd: Rebbý

hahaha   alltaf gaman að heyra af fólki sem gefst upp á einkamálum
verð þó að viðurkenna að ég á 2 mjög góða félaga sem ég kynntist þar og veit ekki hvort ég væri til í að skipta þeim út fyrir að hafa ekki þurft að lesa  í gegnum þessa þúsundir sorapósta eða misst af mislukkuðu stefnumótunum mínum.

Rebbý, 9.3.2008 kl. 23:16

15 identicon

Hvers vegna ætti að vera smartara að kynnast blindfullum mönnum út á bar heldur en á einkamál og þeir jafn vel sumir edrú þar, en fæstir á barnum.  Það eru auðvitað allskonar fólk allsstaðar, slefandi perrar jafnvel út í byko og svo saklausir sveitadrengir á einkamál.  Alltaf gaman að lesa hjá þér, sveitunga mín!

Þórunn María (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:30

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Satt segir þú, Þórunn María, en ég fer heldur ekki á bari ... Hef ekki taugar í einkamálið svo ég verð bara að nota grænmetiskælinn við Einarsbúð til að taka sæta menn á löpp, verst að erfðaprinsinn fer vanalega út í búð eða ég fæ sent heim ... og þeir koma alltaf tveir saman til öryggis.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:37

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

að venju færðu mann a.m.k. til að brosa og jamm skella upp úr hátt og snjallt í kvöld

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.3.2008 kl. 23:49

18 identicon

Reginmistökin voru að láta fórnarlambið skipta um peru...

...ef þú hefðir lokkað hann innar í myrkið þá hefðirðu kannski sungð Tondeleo í annað skiptið á 40 árum.

Ekki láta glætu edisons myrkva líf þitt næst!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:52

19 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil ekki þennan ótta við fólk á netsíðum, hvort sem þær heita Einkamál.is eða annað, finnst það klikkun.

Hvað með það, að hættulega fólkið á netinu, er dags daglega að bera út póstinn þinn, laga bílinn þinn, vinna við hliðina á þér, kenna börnunum þínum, afgreiða þig í bankanum, og hafa við þig samskipti.

Fólk er skelfingu lostið yfir auglýstum perrum á internetinu, en hvaðan heldur fólk að þeir komi eða fari, þegar þeir slökkva á tölvunum.

Það er ekki eins hættulegt að hafa netsamskipti og fara út að skemmta sér um helgi í Reykjavík, þvert á móti sé ég ekki betur samkvæmt tölfræði að það sé miklu öruggara.

En eins og við öll samskipti, þarf smá skinsemi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.3.2008 kl. 00:27

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála Þórunni Maríu.  .. Það er öll flóra mannlífsins inn á einkamal.is,  en auðvitað skemma perrar og giftir fyrir þeim sem eru í alvöru að leita sér að partner.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.3.2008 kl. 07:10

21 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvaða, hvaða, þetta er ekki verri en annar staður til að kynnast á.  Ekki er skárra fólk á djamminu og því miður er erfitt að hitta mann á bókasafni eða út í búð eins og í bíómyndum. Ef þú kynnist fólki á netinu geturu allavega metið og skoðað það í fjarlægð og séð hvernig það er í raun og veru.  Útlit á nefnilega til með að blekkja.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:02

22 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir skemmtilega - og einlæga færslu.

Laufey B Waage, 10.3.2008 kl. 09:09

23 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hahaha.... þetta er skemmtileg færsla. Vinkona mín á sinn mann beint af netinu. Copy paste og þar var hann kominn. flottur og fínn

Svala Erlendsdóttir, 10.3.2008 kl. 09:36

24 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég fann minn mann á netinu

Svanhildur Karlsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:03

25 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Netið er auðvitað alls ekki verri staður en hver annar til að kynnast. Ég hef t.d. kynnst skemmtilegu fólki í gegnum bloggið.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 1971
  • Frá upphafi: 1452171

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1585
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband