Drjúg eru morgunverkin ...

PáskamorgunverðurVaknaði við klukkurnar, símann og arg í erfðaprinsinum kl. 6.30 í morgun. Aha, Formúla! Fór í ískalda sturtu, gerði morgunæfingar og skellti mér örstutt niður á Langasand þar sem ég hljóp nokkra kílómetra. Það var reyndar háflóð en sannir morgunhanar láta nú ekki smá sjó á sig fá.

Náði að bjarga lítilli stúlku með eldspýtur á heimleiðinni, hjálpa ungum, elskulegum manni að koma sjónvarpi út um glugga og að finna síðasta orðið sem nágranna minn vantaði til að fullráða sunnudagskrossgátu Moggans. Kom mátulega heim í ræsingu Formúlu 1. Fyrst útbjó ég auðvitað staðgóðan morgunverð; hafragraut, spælegg og beikon, bláberjapönnukökur með sírópi, snittur, hrærð egg og pylsur, múslí, kornflakes, kókópuffs, heitt súkkulaði, vöfflur og ávaxtasalat svo fátt eitt sé talið. Ég var alveg lystarlaus, eins og alltaf þegar ég er nývöknuð, og maulaði bara páskaegg með latte-inu sem ég útbjó mér. Formúlan er athyglisverð, tíðindaminni en í síðustu viku, segi ekki meira, fer nú ekki að eyðileggja spenninginn fyrir fólki sem borgar stórfé fyrir að sjá kappaksturinn í ruglaðri endursýningu í hádeginu. Vonast þó eftir rigningu í brautinni en ... það eru bara átta hringir eftir.

Annars bara góðan dag, elskurnar, og gleðilega páska!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir hjálpina við að frelsa sjónvarpið en gerðu mér greiða og taktu umfjöllunina um það út út færslunni. Fólk er svo fljótt að dæma!

Breiðholtsbúi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skil ekki Breiðholtsbúi, held að fólk hafi enga ástæðu til að dæma mig af fallegum og óeigingjörnum góðverkum mínum í morgun ...

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Á hvaða stað er þessi morgunverður góður?

Gleðilegan páskadag og til hamingju með strandhlaupið.

Þröstur Unnar, 23.3.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilega páska eða á ég að segja eins og barnið sagði, gleðilegt páskaegg!

Mummi Guð, 23.3.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gleðilega páska

Svanhildur Karlsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Gleðilega páska! Ég var einmitt að kenna Austurríkismönnunum á hið íslenska páskaegg! Eftir þetta árið þá verða íslensk páskaegg flutt í tonna tali hingað til súkkulaði sjúkra Austurríkismanna

Vera Knútsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:33

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig er það, rigning á brautinni?  Er það lífshættulegt?

Hvað er verið að troða jarðaberjum á þennan flotta morgunverð?

Ég spyr og spyr og veit svo lítið.

En ég get ekki endalaust sagt; er í kasti hérna, en það er nákvæmlega staðreyndin, eigi að síður.  Þú drepur mig kona.

Knúúúúús

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 10:41

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gleðilega páska, elsku Gurrí :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:42

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Rigning í brautinni reynir enn meira á getu ökumannanna, mín kæra Jenný, þeir renna jafnvel til á spennandi máta, rekast kannski saman og svona ... en þetta var frekar mikið svakalega tíðindalaust í morgun. Erfðaprinsinn hefði orðið ánægður með úrslitin hefði hann getað vakað!

Líst vel á útflutning páskaeggja til Austurríkis, eitthvað verðum við að gera ... 

Morgunverðurinn fíni fór í krummana, Þröstur, þér er nær að heita ekki Hrafn.

Gleðileg páskaegg, Mummi og aðrir.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:51

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kann ekki við að segja úrslitin, hættið að lesa hérna þið sem ekki viljið vita úrslitin ... en þú ert heit, búkolla, alveg sjóðandi, bullandi heit!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:05

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æææ...  hér er haldið með Hamilton og Manchester United! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:24

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðir páskar hjá þér Gurrý! Namm namm! Gleðilega Páska - hvar er málshátturinn?

Hljópstu í stígvélum?

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:06

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilega páska Gurrí min

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:54

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú held ég að þú getir sofið það sem eftir er dagsins, drjúg eru morgunverkin  Easter Bonnet  Innilega gleðilega páska til þín og prinsins

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:01

16 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gleðilega páskahátíð, morgunhani

Svala Erlendsdóttir, 23.3.2008 kl. 16:16

17 Smámynd: Júdas

Vissi ekki hvar þetta ætlaði að enda áður en ég áttaði mig á því að þú værir sennilega að ýkja þetta örlítið..............eða voru snittur í morgunmatnum líka?

Júdas, 23.3.2008 kl. 20:28

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Elstu bloggvinir mínir föttuðu þetta þegar ég sagði músli, það er nefnilega með rúsínum, hnetum og slíkum hryllingi ... nei, hér í morgun var vaknað rúmlega hálfsjö, hellt upp á latte og páskaegg maulað með yfir Formúlunni ... sem reyndist síðan vera hundleiðinleg. Dagurinn meira og minna ónýtur af syfju.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:44

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér datt ekki til hugar að hrekkja þig á helgum degi með að þylja allt upp í færslunni sem að mig grunti vera ósannara en annað, fyrr en þú játaðir sjálf.

Gleðilega páska.

Steingrímur Helgason, 23.3.2008 kl. 21:14

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hátíðarkveðja Guðríður Haraldsdóttir!

Blessi þig allir góðir vættir og verndi og gefi þér frið!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 22:04

21 identicon

ég hélt þú myndir minnast á málsháttinn þinn

Hulda (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 1714
  • Frá upphafi: 1453589

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 1426
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband