Getraun - Hvað eiga þau sameiginlegt?

Ásdís Rán, Krossinn í Kópavogi, Sálin hans Jóns míns, Halldóra Geirharðsdóttir og almyrkvi á sól 2026. Þau eiga eitt ákveðið sameiginlegt. Hvað skyldi það vera og gettu nú!

Ásdís Rán

 

Krossinn í KópavogiHalldóra Geirharðsdóttir

 

 

 

 

 

 

Almyrkvi á sólu 2026Plata með Sálinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er þetta prakkaraspurning?

Geislunin kanski!  Veit ekki ...  já og takk fyrir ábendinguna, ég skoðaði hljóðlaust í bænum Vera hefði betur látið það vera því ég heyrði engar spurningar

En frábært að fá þessa slóð!

www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er ekki prakkaraspurning, í alvöru!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:12

3 identicon

What? úff ekki gera mér þetta, nú get ég ekki sofnað....

Emm... þetta er allt á blogginu þínu akkúrat núna!  

Ellen (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Vantar ekki Guðríði Haraldsdóttur í þessa upptalningu? Eða öllu heldur; hvað eiga þau sameiginlegt þér? Ég veit það reyndar ...

Nanna Rögnvaldardóttir, 31.3.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Smart spurning!  Sendi svar seinna.........sasasasasasasasa

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ja, hvert þó í logandi...  Þó að ég taki bara Krossinn og Halldóru... sé bara EKKERT sameiginlegt. Þarf að íhuga þetta í minnst mánuð. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Nanna fyrir að svara þessu ekki strax ... veit að sumir vita!

Nei, Ellen, ekki svo einfalt. Lilja G ... endilega!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Whattttttttttttttttttttttttt??? Ég skil ekki neitt, ég sé ekkert samhengi, hvað?? Á að láta mann verða andvaka? (Bálreiðurkall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Má bulla?

Ásdís og Halldóra eru auðvitað geimverur (eins og allir jarðarbúar eru auðvitað). Í Krossinum í Kopavogi dýrka menn himnaríki sem er einhvers staðar í geimnum. Sálin hans Jóns er væntanlega þar, þ.e. í geimnum og þar er sólin líka. Er þetta ekki rétt hjá mér Guð-ríður í Himnaríki?    Geiminn eiga þau sameiginlegt :-)    

 Er ég kannski bara að bulla?



Ágúst H Bjarnason, 31.3.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Brynja skordal

Klór í haus nú verða allir andvaka

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahah, gott gisk, Ágúst, en fjarri sanni. Svarið er ekki alveg svona hátíðlegt, svo er það líka í fúlustu alvöru, engar geimverur ...

Guðríður Haraldsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:04

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta hefur eitthvað með Himnaríki að gera...  hmmm...  sjáum til...

Ásdís Rán - efsta sæti - næst himnaríki
Krossinn - trúaðir sem telja sig fara til himnaríkis
Sálinni hans Jóns míns - var fleygt inn í himnaríki í skjóðu
Almyrkvinn - gerist í himnaríki

En Halldóra Geirharðs...     ég tengi hana ekki við neitt himnaríki...

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Brynja skordal

Kannski er/var Halldóra að leika eitthvað hlutverk sem tengist Himnaríki

Brynja skordal, 1.4.2008 kl. 00:16

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eiga allir afmæli 1. apríl?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 00:33

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, þið eruð svo andleg. Svarið er miklu hversdagslegra. Engar himnaríkispælingar í því ... það mætti meira að segja bæta mér á þennan lista, ég á nákvæmlega þetta sama sameiginlegt með þessum konum og hlutum ... eins og Nanna sagði! Þetta er heldur ekki aprílgabb, ég myndi aldrei plata virðulega bloggvini mína.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:34

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fattaði!    Lykilorðið er 12. ágúst!  Eru vellaun? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:03

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já! Rétt, Lára Hanna.

Ásdís Rán og Halldóra eiga afmæli 12. ágúst (eins og Thor Vilhjálmsson, Baldvin Jónsson, Mark Knofler, Rakel Árna, Halla vinkona og fleira heiðursfólk, Krossinn var stofnaður þennan dag, ein plata Sálarinnar heitir 12. ágúst og það verður almyrkvi á sól 12. ágúst 2026.

Lauflétt, sagði ykkur það. Já, það verða einhver verðlaun, Lára Hanna! Hugsí, hugs! 

Guðríður Haraldsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:26

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sjúkket! Nú get ég loksins farið að sofa...   

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:50

19 Smámynd: Egill

þau eru öll hluti af spurningu eftir Guðríði Haraldsdóttur

það er mynd af þeim öllum á síðunni þinni 

ég er ömurlega leiðinlegur :(

flott gáta hjá þér samt !  

Egill, 1.4.2008 kl. 08:31

20 identicon

Ásdís Raun og Almyrkvi eiga allavega sameiginlegt að vera ekki bright.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:46

21 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Vá, ekki hafði ég hugmyndaflug í svona gisk! Hélt að þú værir bara sjúklega company-minded og værir að plögga næstu Viku. "Sagt frá þessu öllu í næstu Viku!" hefði nú samt verið doltið lamað svar

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.4.2008 kl. 10:14

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frusssssssssss ég vissi svarið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 10:30

23 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

sonur minn á afmæli 12 ágúst góð gáta sem ég fattaði engan veginn

Davíð Þorvaldur Magnússon, 1.4.2008 kl. 11:01

24 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fyndið að Krossinn eigi sama afmælisdag og ég. Fór á samkomu þangað með nágrönnum mínum fyrir ansi mörgum árum (líklega 25) og varð svo hrædd að ég hef ekki þorað að fara til Kópavogs síðan. Hehhehe! 

Guðríður Haraldsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:48

25 identicon

Ég fór einu sinni í villibráðarveizlu í Krossinum, í boði Einars Ólafssonar vinar míns - sem einnig var kokkur. Þar drakk ég svo mikið af malti, því Krosssmenn voru fremur ósparir á það, að ég hafði áhyggjur af því á heimleiðinni að Löggan myndi kannski stoppa mig og láta mig blása.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:48

26 identicon

Mamma á líka afmæli 12. ágúst. Þarf að segja henni þetta

Sigga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:36

27 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:30

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þá er svarið komið

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 15:11

29 Smámynd: Kreppumaður

Þau eiga það sameiginlegt að vera bara þjóðsögur eins og álfar og eskimóra?

Kreppumaður, 1.4.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 1445656

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband