Söfnuður hinna tíu þúsund engla

Svona mennLangar að vekja athygli á því að ég hef stofnað Söfnuð hinna tíu þúsund engla. Hann er til húsa hér í himnaríki. Skilyrði fyrir inngöngu er safnaðarmeðlimir gefi mér eigur sínar, tíund launanna og tilbiðji mig að auki. Þetta er söfnuður sem samanstendur af huggulegum karlmönnum sem ég hef óheftan aðgang að. Æskilegt er að a.m.k. einn sé laghentur, eigi verkfærasett og borvél og kunni að setja upp rúllugardínur. Allir vita hvað erfitt er að ná í iðnaðarmann ... sem kemur aftur.

Í himnaríki er pláss fyrir heilmörg eintök af einhleypum mönnum, lengi má stafla í kojur. Ég geri engar kröfur um greind, undirgefni nægir. Ég áskil mér líka allan rétt til að ráðstafa mönnunum til ógiftra vinkvenna, mömmu eða annarra skyldkvenna á öllum aldri. 

Hlýðnipróf verða haldin á Langasandi á morgun kl. 14-16. Mætið í sundskýlu, það verður flóð. 


mbl.is 52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Þetta er snilldar hugmynd! Rosalega praktískur söfnuður, mun praktískari en aðrir söfnuðir á markaðnum

Vera Knútsdóttir, 5.4.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef þig vantar mann, Vera mín, þá færðu einn hjá mér. Ekki spurning. Ljóshærðan eða dökkhærðan?

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Verðuru með svona gripasýningu þar sem að maður getur bara komið og valið?

Vera Knútsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég reyni að velja skynsamlega ofan í þig eins og sönnum safnaðarformanni ber! Þú hefur þó tillögurétt og málfrelsi!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:24

5 identicon

Góð hugmynd Guðríður, hef heyrt af atvinnulausum útlendingum sem búið er að setja á undirgefninámskeið hjá veitingahúsum og byggingaverktökum, alveg tilbúnir í kojurnar!!! ábyggilega fitt líka af allri launalausu vinnunni. Sumsé vanir, laghentir, launalausir  karlmenn.........

Halla (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Minn heittelskaði getur allt en ég læt hann ekki, mundi þó alveg lána þér hann í smá viðhald   hafðu það gott og gangi þér vel í áheyrnarprófinu.   Jungle Guy 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Einar Indriðason

Hvaða aðrir hlutir verða hafðir til viðmiðunar, annað heldur en góð "skora" ?

Einar Indriðason, 5.4.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég veit þá hvert fyrsta stopp mitt verður þegar ég kem aftur heim á klakann! í himnaríki að sækja karlinn!

Vera Knútsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:29

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 18:50

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og góðar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.4.2008 kl. 19:16

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég myndi náttúrlega glaður mæta, en það hittist illa á.  Ég er kvefaður, það er hálka á heiðinni & fundur hjá skeljabrotasöfnurum fjarðarinns á sama tíma.

En mínar bestu óskir um gott gengi & stýrivexti.

Steingrímur Helgason, 5.4.2008 kl. 20:39

12 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég sæki hér með um inngöngu í söfnuðinn!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú yrðir þá að vera í safnaðarstjórninni, Ingibjörg.

Skrambans, Steingrímur, það hefði verið flott að fá þig sem einn af tíu þúsund englabossunum mínum!  

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 22:36

14 Smámynd: Ragnheiður

Hvernig gengur að safna ? Ég á helling af köllum, minn kall, synina og tengdasynina, bræður strákanna minna (heilt fótboltalið)

Á ég að senda stóðið ? það er ágætt innlegg í söfnunina

Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 22:58

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, það skal ég þiggja, fáir hafa sótt um, eiginlega engir gæjar satt að segja ...

Guðríður Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hanna sagði mér hvað eiginmaður stelpunnar á leigumiðluninni hennar gerði þegar hann var með iðnaðaramann að vinna heima hjá sér og þurfti að skreppa frá. Hann læsti hann inni á meðan.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.4.2008 kl. 23:57

17 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Vá maður verður að taka rúnt á Langasand með kíkinn á morgun :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:56

18 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Áttu eins og þrjá handa mér, vel þjálfaða að sjálfsögðu

Ylfa Lind Gylfadóttir, 6.4.2008 kl. 01:05

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig vantar svona altmuligman, laghentan sem kann ýmislegt fyrir sér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2008 kl. 02:59

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vantar einmitt iðnaðarengil....ertu með þá á lager???  Annars áróður....lækkum matarverð kíktu á bloggið mitt...uppreisn

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 04:06

21 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það verður áreiðanlega félegur söfnuður sem þú situr uppi með á endanum Gurrí mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:09

22 identicon

Guðríður safnar gumum þeim

sem Guðríði kunna að hlýða

safnar í ríki himnanna heim

og hefur þá til þess..... að sinna öllum helstu húsverkum sem falla til á stóru heimili 

Már Högnason (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:45

23 identicon

Þriðja línan á að byrja á "smalar"

Svona er að vera gikkbráður. 

Már Högnason (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:46

24 Smámynd: Þröstur Unnar

Það var enginn á Langasandi nema ég, og mér var kalt.

Þröstur Unnar, 6.4.2008 kl. 16:54

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eiga vambsíðir enga möguleika á að komast inn í dýrðina?

Theódór Norðkvist, 6.4.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 345
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2660
  • Frá upphafi: 1451855

Annað

  • Innlit í dag: 257
  • Innlit sl. viku: 2034
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband