Yfirsof, áreiti, björgun og vinnualk ...

Skyldi vera gerlegt að vakna kl. 7.30 á mánudagsmorgni, öll fötin í þurrkaranum í austurenda himnaríkis og tannburstinn í vesturendanum, og ná samt strætó sem leggur af stað kl. 7.41 frá Skrúðgarðinum og kemur 2 mín. síðar á Garðabrautinni rétt hjá himnaríki? Já, það er gerlegt.

Guðný í Ártúni í morgunMail0001Þar sem ég beið í Ártúni eftir leið 18 og svaraði spurningum ungrar, ókunnrar skólastúlku sem kom og stóð þétt upp við mig og spurði mig um hvaðeina sem henni datt í hug og kvartaði yfir kennurum og kærasta, kom elsku Guðný á umbrotsdeildinni brunandi inn á stoppistöðina og kippti mér með. Mér leið eins og Jane þegar Tarsan bjargaði mér naumlega (kaffilausri) frá spjalli við ókunna manneskju. Tek það fram að ég er ekki morgunfúl en mér fannst óþægilegt að fá ekki frið til að hugsa um kaffi. Stelpan var ósköp ljúf en vantaði stopparann í hana. Ég hefði alveg verið til í að spjalla við hana seinnipart dags ... ekki kaffilaus, onei. Það voru tveir aðrir staddir þarna en þeir fengu frið. Hafa kannski haft vit á því að svara á útlensku: "Nje, prodskí póróna sitzen babúska pjotr sjú tem ..." 

Það er eins og standi á enninu á mér: "Komið! Ég er til í hvað sem er" því að reynt hefur verið ítrekað að frelsa mig inn í sértrúarsöfnuði (KFUK 9 ára, Guðsbörn 15 ára, Krossinn 25 ára), selja mér tryggingar (Sun Life) 41 árs, Stöð 2 sport 49 ára ... o.s.frv.

Jamms, fer og tek viðtal eftir hádegi niðri í bæ og fer síðan væntanlega beint heim á Skaga til að skrifa það. Seinnipartinn kemur síðan nágrannakona mín í heimsókn í himnaríki og segir mér djúsí lífsreynslusögu í Vikuna. Lífið er vinna 24 tíma sólarhringsins-sjö daga vikunnar, eða eins og Kaninn orðar það á styttri máta: 24/7. Vinnualkinn ég elskar þetta!

Eigið frábæran dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haha, sé þig í anda í samtalinu við stúlkubarn.  Ég er ekki morgunfúl, en fyrsta klukkutíma dagsins eða svo, nenni ég ekki að kryfja neitt til mergjar, taka ákvarðinir né heldur spjalla um landsins gagn og nauðsynjar.  Þú átt alla mína samúð.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Færslurnar þínar eru svo hressandi, það er eins og komi ferskur blær inn í íbúðina þegar ég les skrifin þín, þú ert sko EKKI morgunfúl yndið mitt, en ég skil þetta með kaffið og talandann, verð að fá mitt kaffi.  Eigðu ljúfastan dag yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Djö... skil ég þig. Mitt heimilisfólk hefur lært af biturri reynslu að yrða ekki á mig fyrsta klukkutímann eftir að ég vakna.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:14

4 identicon

Ja, ef að ég á að miðla ráði, þá dettur mér helst í hug að mæla með því að þú gangir með Burkha svo ennið sé ekki svona auðlesið. Eða bara að þú takir með þér kaffi á brúsa.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú fjörgua Skagablaðakona, alveg ertu óborganlegt alheimskrútt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 7.4.2008 kl. 23:00

8 identicon

Alveg einstaklega dýrðleg grein hjá þér,hvergi er minnst á  BOLDIР til hamingju.

jensen (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Oh, hvað ég skil þig.  En ég hefði alveg verið til í að vera þarna og fylgjast með samskiptaferlinu á milli ykkar.  Ertu viss um að þetta hafi ekki verið falin myndavél.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hurrðu, þú varst dottin af bloggvinalistanum mínum... gerðist svo djörf að biðla til þín aftur því ég saknaði þín

...er að vinna í hinu ljúfust...

Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:52

11 Smámynd: Tiger

  Eins og alltaf - frábær færsla hjá þér Gurrí. Hér er smá kökubiti með kaffinu á morgun. Eigðu góða nótt og yndælan dag á morgun ljúfan!

Tiger, 8.4.2008 kl. 02:55

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góðan daginn Gurrí mín, þú ert stórkostleg fyrir og eftir kaffi. Það get ég vitnað um eftir allar okkar ferðir í Kaffitár í Bankastræti.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:51

13 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú átt sko allan minn skilning í sambandi við fyrir og eftir kaffi.

Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:56

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins gott að við búum ekki saman Gurrí mín því ég byrja að tala og gala um leið og ég vakna og er bara í fínu formi...og myndi eflaust gera útaf við þig og kettina áður en þú kæmist í vesturendann til að bursta tennurnar..hehe.

Börnin eru alltaf að mjálma um Langasand og Himnaríki...en ég segi að við förum ekki fet fyrr en þú sért búin að koma til okkar.

Knús mín kæra og gleðilegt kaffi!!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 14:43

15 identicon

Er ekki fólk bara að reyna að koma sér í lífsreynslusögurnar í Vikunni...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 1445648

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 367
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband