Aðallega bókablogg ...

Úlli kokkur skutlaði mér í Mosó um hálffimmleytiðog þar beið Heimir spenntur eftir því að fá að keyra okkur á Skagann. Í vagninum voru án efa nokkrar hetjur morgunsins sem létu sig hafa það að fara í vinnuna í Reykjavík þrátt fyrir að hafa lent í árekstrinum. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig sagðist hafa fengið glerbrotadrífu yfir sig . Hann greiddi sér til öryggis þegar hann kom í vinnuna til að ná restinni. Skrýtið að fréttastofa Stöðvar 2 telji þetta ekki fréttnæmt ... ég er að horfa á kvöldfréttirnar.

Áður en ég deyÉg byrjaði á nýrri bók í strætó, Áður en ég dey, heitir hún. Ég er bara komin á bls. 56 en samt táraðist ég tvisvar. Þetta er ekki góð strætóbók. Það gengi nú ekki ef Tommi, Heimir, Gummi eða Kiddi þyrftu sífellt að vera að stoppa strætó til að hugga mig. Bókin fjallar um 16 ára stelpu sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi og á aðeins nokkra mánuði ólifaða. Stelpan er frekar kúl á þessu en ég þjáist svo með pabba hennar sem er á afneitunarstiginu. Það eiga án efa eftir að renna ansi mörg tár áður en kemur að bls. 332.

Ég kláraði Strákurinn í röndóttu náttfötunum í strætó í fyrradag, hún var líka mjög áhrifamikil en öðruvísi. Hún er ekki enn farin út úr hausnum á mér ...  ógleymanleg í einfaldleika sínum. Hún segir frá Bruno, níu ára þýskum dreng í síðari heimstyrjöldinni, sem gerir sér ekki grein fyrir helförinni þótt pabbi hans sé greinilega háttsettur Gestapo eða SS-maður. Hann flytur með fjölskyldu sinni til „Ásviptis“ og kynnist jafnaldra sínum sem er alltaf svo svangur, gengur í röndóttum náttfötum og býr hinum megin við gaddavírsgirðingu. Þau kynni hafa vægast sagt afdrifaríkar afleiðingar ...

Nokkrir Norrisar að lokum:

Norris DodgeBall- Chuck Norris kastar ekki upp ef hann drekkur of mikið. Chuck Norris kastar niður.
- Það er líffræðilega ómögulegt að Chuck Norris eigi dauðlegan föður. Vinsælasta kenningin er sú að hann hafi farið aftur í tímann og gerst eigin faðir.
- Chuck Norris getur dæmt bók af kápunni.
- Biblían hét upphaflega Chuck Norris og vinir.
- Chuck Norris hefur 12 tungl. Eitt þeirra er Jörðin.
- Chuck Norris malar kaffið sitt með tönnunum og sýður vatnið með eigin bræði.

- Chuck Norris notar lifandi skröltorma sem smokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þægilegt að fá Chuck í heimsókn, maður þarf ekkert að hafa fyrir kaffinu handa honum

Rebbý, 9.4.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Djö... vorum við heppin að þú varst ekki í sætini þínu í strætó, gamla mín. Skoðaði flakið, og sá að þá værir þú sko í ekta Himnaríki núna.

Akkurru ertu að flippa út á Chuck Norris, einhver nostalgía?

Þröstur Unnar, 9.4.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Öfunda þig afþví að geta lesið í bíl. Ef ég gæti það væri ég flutt upp á Skaga fyrir löngu síðan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:35

4 identicon

Þarf að fá þessar bækur kannski lánaðar hjá þér. Fer að kíkja í heimsókn í Himnaríki og fá nokkrar góðar í strætólesturinn. Ómissandi að geta lesið á leiðinni sérstaklega í 15 þá er maður sko enga stund að fara i gegnum Mosó. Bíð ennþá eftir að fá bókina hjá þér um sænsku lögguna Kurt Wallender

sigþóra (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:57

5 identicon

Er staddur á Þórshöfn   og enn finn ég ekki þetta Himnaríki,,,er á leiðinni  bíðiði bara sko.Chuck,gleymir ekki.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Satt segir þú Rebbý, Ég er þakklát fyrir aukabílinn, Þröstur, nú situr aldrei neinn í leiðsögumannssætinu. Ég sit oft fyrir aftan það en held að fólkið þar hafi sloppið sæmilega frá því, hef ekki heyrt annað. Chuck Norris kom inn í líf mitt fyrir tilviljun, mér var bent á að fara á google og leita að honum ("find chuck norris" og ýta svo á Freista gæfunnar) þá kom að hann fyndist ekki, hann myndi finna mig ... í kjölfarið sendi samstarfskona mín mér nokkra frasa og ég er búin að hlæja mikið yfir þeim og fleirum sem ég fann á Netinu. Já, Lilja Guðrún, það er sko gott að geta lesið í strætó. Og frú Sigþóra hetja, enítæm, býð þér í kaffi um helgina og lána þér eitthvað skemmtilegt. Líst vel á linka Nágranna, sé þá reyndar alltaf í örvæntingarfullri tilhlökkun eftir fréttum, en man engin nöfn þaðan nema Harold, Susan, Karl og Sky ... erfitt að blogga um persónurnar. Ég lagði nefnilega virkilega á mig við að læra boldarana .. og hef þó klikkað nokkrum sinnum.

CHUCK, ávallt velkominn í himnaríki. Þá yrði nú fjör!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Brynja skordal

Chucky var það ekki ljóta dúkkan sem drap alla Hahah nje seigi svona Guðmundur En hafðu góða nótt Gurrí mín

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Chuck er Chuck Norris, sá sem ég hef verið að segja frægðarsögur af undanfarið.

Chuck Norris malar kaffið sitt með tönnunum og sýður vatnið með eigin bræði. Sá Chuck. Hann kommentar hérna af og til, í miklum hefndarhug ... múahahha

Guðríður Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:43

9 identicon

Ja, hann Einar á Akranesi hefur þá ekki rekist á athugasemdirnar, sem ég hef verið að puðra út hér og þar um bloggið, og geta verið alveg ótrúlega fyndnar, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:35

10 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Skila því, fæ að hafa hana um helgina og það verður bara frábært. Er svo ljúf og góð þessi elska. Ætlum að lesa margar bækur og leika úti.

Kv. Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1719
  • Frá upphafi: 1453229

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband