Spádómarnir rætast hver af öðrum ...

V�lvaÞegar ég tók viðtal við völvu Vikunnar snemma í desember á síðasta ári sagði hún kokhraust að Manchester United yrðu Englandsmeistarar í fótbolta. Hún sagði líka að Valur og ÍA myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn nú í sumar, það á bara eftir að koma í ljós ... Hún sagði rétt til um lætin í borgarstjórn, eða að hún myndi falla.

Völvan fór ekki ofan af því að Obama yrði tilnefndur sem forsetaefni demókrata og að hann endaði sem forseti Bandaríkjanna, margt bendir til þess núna að hann sigri Hillary (snökt). Ég er ekki með blaðið við hendina og man ekki eftir meira í bili, nema því að hún heldur því fram að íslenska ríkisstjórnin falli. Hún var líka með það á hreinu það sem hefur verið að gerast í efnahagsmálum okkar, þótti ansi svartsýn en hvað hefur ekki komið á daginn? Ég lít reyndar á alla svona spádóma sem samkvæmisleik, eitthvað til að hafa gaman af ... og mikið rosalega hef ég gaman af hve margt hefur ræst hjá henni.


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eru tekin saman svona yfirlit í lok árs til að athuga hversu sannspá hún var?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, alltaf og birt með völvuspánni. Vissulega rætist ekki allt en samt voða gaman þegar hún segir svona hluti eins og þetta með Manchester United ... það er aldrei hægt að treysta neinu í fótbolta, en þetta var rétt hjá henni. Ég fór með spurningalista til hennar og hún svaraði flestu og kom svo með eitthvað frá eigin brjósti líka.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kitty 4Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Hversu mikið hefur hún rangt fyrir sér?

Steingrímur Jón Valgarðsson, 11.5.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Í fljótu bragði man ég eftir því að hún sagði að Kastró myndi deyja, hún sagði það fyrir blaðið í fyrra, karlinn ekki dáinn enn, líka var skuggi yfir Gorbasjev sem gat þýtt dauða hans. Ég held að hreinlega að það rætist meira sem hún segir en hitt. Það var t.d. flott að geta sagt að Kristinn H. Gunnarsson myndi ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og kæmist inn á þing í gegnum þá, svona löngu áður en það gerðist. Hún sagði reyndar að Spaugstofan hætti á þessu ári en þeir kvöddu víst með því að segja: Hittumst í haust!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þessi bloggauglýsíng fyrir 'Vikuna' var í boði Moggans & Nóva.

Hvað er þetta Sameinaða Mannhestadæmi, enskt te ?

Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ótrúlega margt að rætast það er satt. Verst þykir mér ef stjórnin fellur. Valur tekur ÍA ekki spurning.   Party! 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:34

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta Mansheterundrr.... er bara eitthvað.... Skaginn hampar íslandsmeisaratitli þetta árið...Það þótti aldrei boða gott að vinna fyrsta leik hér áður fyrr, þannig að jafntefli við blika, sem líklega falla, er besta mál.

Haraldur Bjarnason, 11.5.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gaman að þessu

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehhe, góður, ég skal geyma þennan spádóm, Benedikt.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 00:56

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt að þú værir völvan

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 01:39

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, mamma hélt það líka í fyrra af því að ég myndskreytti forsíðuna, eða augun á mér, í völvublaðinu 2007 ... og svo held ég utan um stjörnuspána hjá Vikunni. Onei, það er ég sannarlega ekki, hef hvorki hæfileika, vilja né getu til að gera slíkt. Mér finnst aftur á móti ógurlega gaman að heimsækja hana árlega með segulbandsspólur og fullt af spurningum. Svo er ég allt árið á eftir að sjá eftir að hafa ekki spurt hins og þessa ... Ef ég væri völvan myndi ég heldur aldrei setja inn svona grobbfærslu, ég kann mig nú þótt ég sé Þingeyingur (Flatey á Skjálfanda) í föðurætt!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 01:53

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 12:24

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er oft ótrúlegt hversu mikið kemur fram.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:27

15 Smámynd: Tiger

  ... jamm sko - alltaf gaman að fylgjast með svona spádómum þó ég myndi seint fara að lifa eftir þeim. En það hefur sennilega fylgt mannkyninu frá upphafi að trúa á spádóma og jafnvel lifa margir eftir þeim og trúir í blindni á þá. En, ég hef gaman af þessu og auðvitað er æðislegt fyrir spáspekinga þegar spár þeirra rætast... eigðu ljúfan dag Gurrí mín.

Tiger, 12.5.2008 kl. 16:02

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta með ríkisstjórnina dugar mér til að halda með henni, bíð bara spennt ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 1719
  • Frá upphafi: 1453229

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband