Framtíðarflugróbótsmynd, Evróvisjón og áfram Noregur!

StealthÁkvað að horfa á eina hasarmynd fyrir svefninn. Fyrir valinu varð spennuframtíðarmynd á Stöð 2 um flugmannsróbót og ævintýri hans, Háloftaógnir heitir hún. Ætlaði að finna nafn hennar á ensku en um leið og klukkan slær 12 á miðnætti getur maður ekki skoðað laugardagsdagskrána á stod2.is þótt margir klukkutímar séu eftir af henni. Bara sunnudaginn. Stór galli að geta ekki kíkt aftur í tímann. Erfðaprinsinn bjargaði því!
Áhuginn á myndinni minnkaði jafnt og þétt en ég hélt áfram að hlusta með öðru. Þarna komst ég endanlega að því að orðið Lady er blótsyrði en mig hefur lengi grunað það. Fjórir orrustuflugmenn; róbót, kona, svartur maður og hvítur maður. Róbótinn var fastur við flugvél sína en ekki fólkið. Einu sinni á hlaupum út í vélarnar stoppaði konan við dyrnar að flugmóðurskipsþilfarinu, hleypti mönnunum á undan sér og sagði hæðnislega við þá: „Ladies first!“ Og þeir urðu voða spældir, samt svona í gríni. Hver vill láta líkja sér við konu?

Kyssilegt flugkvendiEkki held ég að konan hafi fattað að hún gerði þarna lítið úr helmingi mannkyns ... en hún fékk alla vega borgað fyrir það og svo samdi hún þessa setningu ekki sjálf, heldur einhver sem heldur að reynsluheimur kvenna sé eins og í LU-kexauglýsingunni, svona voða vitlausar, krúsílegar konur sem vita ekkert meira spennandi í lífinu en kexgetraun eða að horfa á rómantíska þætti, myndir og svona (þetta var líka lúmsk árás á Stöð 2 og SkjáEinn). Konur eru náttúrlega best geymdar í tilfinningasulli, þær heimta ekki jafnrétti og betri laun á meðan. En alla vega ... flugmannsróbótinn bjó yfir gervigreind og ákvað að gera árásir á ýmis skotmörk í stað þess að hlýða yfirmönnum, drap meira að segja flugmann númer 3, þennan svarta, í sjálfsvörn að vísu, það átti að eyða honum fyrir óhlýðnina. Flugmaður 2 þurfti að nauðlenda í Kóreu en flugmanni 1 tókst að tala róbótinn til svo hann varð voða góður og hjálpaði honum að bjarga flugmanni 2, konunni sem flugmaður 1 elskaði. Vondi yfirmaðurinn á flugmóðurskipinu reyndi að láta skapara róbótsins eyða öllum gögnum og líka að hefta för flugmanns 1.

Tók ekki alveg eftir því hvað gerðist næst en flugmaður 1 dreif sig í blálokin í að biðja um hönd flugmanns 2. Áður hafði hann farið á trúnó við flugmann 3 sem sagði honum að ef hann léti í ljós ást sína á henni myndi hann eyðileggja framadrauma hennar í flughernum því að tveir flugmenn mættu ekki vera saman þótt flugmaður 2 væri afar kyssilegur. Þetta var sem sagt hálfgerð femínistabeljumynd með undirliggjandi karlrembu. Hefði frekar verið til í Arnie eða Bruce ...

Alla leiðVeit ekki hvað erfðaprinsinum fannst um myndina en hann hafði alla vega aldrei séð hana áður. Eina sem stóð upp úr dagskrá kvöldins var Alla leið með Páli Óskari og dómurunum frábæru. Mikið er gaman að því hvað mikil stemmning er fyrir Evróvisjón. Ég hlakka hrikalega til á laugardaginn.

Nú rifjaðist fyrir mér að það er u.þ.b. ár síðan nágranni minn í risíbúðinni hinum megin kíkti í óvænta heimsókn sem olli því að Evróvisjónmaturinn minn brann aðeins og ég missti af byrjun söngvakeppninnar. Beiskjan er alveg horfin en ég ætla samt til öryggis að taka síma og dyrabjöllu úr sambandi á laugardaginn, vera með hlaðborð af mat handa okkur erfðaprinsi og köttum og njóta Evróvisjón í ræmur.

Aframmm NorgeÆtla að halda með norska laginu, næst á eftir því íslenska, af því að ég skrifaði þannig um Norðmenn í færslu nýlega að Norðmaður nokkur, búsettur á Íslandi, hélt að mér væri alvara. Norðmenn eru bara svo góðir að enginn trúir illu upp á þá og þess vegna liggja þeir vel við höggi.

Sögurnar sem strætósamferðakona mín sagði mér voru samt dagsannar ... en þær segja auðvitað ekkert um heila þjóð ... sem var misheppnaði djókurinn minn. 

Áfram Noregur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gafst upp á téðri mynd þegar hún var nýbyrjuð og fór að lesa blogg  Og skrifa blogg líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef fylgst með Boldinu frá byrjun á stöð2 og missi helst ekki af þætti, og svo horfi ég alltaf á Granna og núna nýverið suðuramerískar sápur sem taka enda og núna það nýjasta Ljóta Lety eða la fea más bella.  Ég elska að læra tungumál og kann ég núna ýmsa frasa á spænsku

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 02:02

3 identicon

Norska lagið á eftir að vinna, þori að veðja upp á það.

:) 

skagaskarfur (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

He,he, ég flagga líka norska fánanum, að vísu af örlítið öðrum ástæðum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 15:29

5 identicon

Með ólíkindum minnimáttarkennd, metnaðarleysi og ALLT,

Konurnar allar flottar, grannar og penar,

einsog konur eiga að vera,

PLÍS EKKI MINNIMÁTTARKENND,

farið í megrun. líkamsrækt eða að HUGSA UM sjálfa YKKUR.HÆTTA AÐ BLOGGA YKKUR Í SVEFN!!!

K. Ragna Jónsd (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:42

6 identicon

Hrikalega ódýrt að liggja og slepja framan við tölvuna..... " ef ég væri svona" "bara ef"  grönn, fín, pen og mikilsháttar! KEMST ég í lax eða Silung! kannski bara í beituna sjalfa...  mér er alveg sama svo lengi sem ég er  MEÐ....

Hvað er að' ykkur? allar færslur fjalla um ef, eitthvað, ef sitthvða?  HVURSLAGS Vonnabí eruð þið?

Byrja heima og á sjálfum sér!  Líka Gyrrý og Jenný Bald og ALLAR blog hetjurnar.....

K. Ragna Jónsd (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir að vara mig við þessari mynd.

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Lesa betur, K. Ragna mín. Ekki bera fólk sökum um eitthvað sem þú veist ekkert um. Þetta er óttalega barnalegt hjá þér og líka dónalegt. Þú þarft líka að læra muninn á alvöru og kaldhæðni/gríni.

Ef þú ert að tala um LU-kex-auglýsinguna þá var ekki verið að sakast við konurnar, heldur þá sem gera auglýsinguna sem mér finnst gera lítið úr konum, eins og þær séu voða vitlausar ... og það þoli ég ekki. Mér finnst staðalímyndum haldið of mikið úti, eins og t.d. að konur geti ekki lært stærðfræði, bakkað í stæði og slíkt, sama gert við karlmann, þeir eru heimskir bjórþambarar sem lifa fyrir fótbolta og slíkt. Fólk er ólíkt og það á ekki að reyna að festa það inni í römmum sem það kann illa við sig í. Ef þú getur lesið öfund út í fallegar leikkonur sem leika í auglýsingunni þá áttu alla mína samúð. LU kex er mjög gott, konurnar mjög fallegar en auglýsingin finnst mér léleg.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:09

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mín var ánægjan, Helga.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:10

10 identicon

Hvað gengur svona fólki til, eins og henni K. Ragna Jónsdottir,

fara gegnum bloggsíður ókunnugra og gagnrýna og vera með skítkast. 

svona fólk ætti bara ekki að fá nettengingu.
 

Kær kveðja -

Skagakona (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

¨Þú ert og verður alltaf sönn LAFÐI, fröken Gurrí.

Jája´, ósviknir gullhamrar hér, ekkert froðuplast!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 21:16

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skagakona og Magnús, takk elskurnar!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 168
  • Sl. sólarhring: 386
  • Sl. viku: 2307
  • Frá upphafi: 1452043

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1893
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband