Tölvuvesen ... og lífsreynslusögur óskast!!!

TölvuraunirNú þjáist blessuð tölvan mín af minnisleysi. Reglulega kemur upp aðvörun um að minni hennar sé too low. Ég lenti í þessu í fyrra, minnir mig, og þá gaf Guðmundur bloggvinur mér gott ráð til að þjappa saman á tölvunni en ég get ómögulega fundið ráðleggingarnar hans þrátt fyrir leit. Hef eflaust skrifað milljón færslur síðan. Veit einhver hvað best er að gera? Ég man að þetta var mjög einfalt og fljótlegt, svona miðað við tölvu-fávita eins og mig. Tölvan uppfærir einhver forrit í hvert skipti sem ég slekk á henni, ég er þó búin að læra það ...

Mikið vona ég að okkur Skagamönnum fari að ganga betur í Landsbankadeildinni. Við erfðaprins ókum fram hjá þeim á æfingu í gær þar sem þeir skokkuðu á túninu við risaíþróttahúsið og hann flautaði ... vona að strákarnir hafi áttað sig á því að þetta var stuðningsflaut. Við elskum strákana okkar bæði í blíðu og stríðu. Held ég mæti bara í eigin persónu á næsta leik, það er hálfgert svindl að standa í einkastúkunni minni (svölunum) þaðan sem gargið í mér heyrist ekki alla leið. Nágrannar mínir horfa alltaf undarlega á mig í nokkra daga eftir heimaleiki.

L�fsreynslub�kinElsku bloggvinir. Lumið þið á skemmtilegri lífsreynslusögu í Vikuna? Hún (þær) má vera dramatísk, fyndin, krúttleg, sorgleg, spennandi eða hvað sem ykkur dettur í hug, stutt eða löng. Auðvelt er að breyta aðstæðum svo ekki þekkist hver á í hlut á meðan sagan skilar sér. Í þakklætisskyni fyrir sögu/sögur fær viðkomandi lífsreynslusögubókina 2007 og líka 2008 en nú er einmitt verið að undirbúa nýja bók. Í fyrra voru gefnar út 50 gamlar lífsreynslusögur sem seldust grimmt þótt bókin hafi aðeins verið til sölu í bókabúðum. Af þeim hafði Steingerður almáttugur (ritstjóri Hann Hún tímarits) skrifað 18 stykki á meðan hún var blaðamaður á Vikunni. Að þessu sinni langar mig að hafa nýjar sögur í bókinni, helst helminginn. Er búin að skrifa tvær. Sendið mér endilega línu, ég get hringt og tekið niður söguna í gegnum símann. Að sjálfsögðu er algjör nafnleynd. Ég er með netfangið gurri@birtingur.is og koma svo!!! Allir eiga sér sögur.

Einu sinni hitti ég nokkrar vinkonur mínar og bað þær í byrjun kvölds að segja mér nú einhverja sögu, ég þyrfti að skrifa lífsreynslusögu daginn eftir. Þær urðu algjörlega tómar og mundu ekki eftir neinu. Þegar við fórum á flug í spjallinu fékk ég heilar tvær sögur út úr kvöldinu, önnur tengdist einelti og hin hættu á ferðalagi. Vinkonur mínar og ættingjar hafa verið mikil uppspretta sagna og svo berast okkur stöku sinnum nafnlausar sögur frá lesendum, allt of sjaldan þó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Ekki það að ég viti mikið um tölvur, kalla sjálfa mig tölvukjána, en er ekki hægt að kaupa meira minni og bæta því við, uppfæra það so to speak? Bara hugmynd. Held að ég hafi heyrt um eitthvað álíka. Innlitskvitt

Valgerður Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko, ef ætti að segja mína sögu þá yrði hún þykkari en hin eina sanna bók x3.

Aldurinn orsakar oft minnisleysi.

Þröstur Unnar, 27.5.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi man ekki eftir neinu

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Eitt agnarbrot af sögu þinni nægir, Þröstur, það er ekkert verið að biðja um heilu ævisögurnar, hehehehehe.

Sjúr, Jenný ...

Hef hugleitt að stækka minnið ... en finnst það líka vesen, Valgerður. Það verður samt gert við tækifæri.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Þegar ég var að vinna hjá Fróða marglét ég blaðamenn Vikunnar vita að ég gæti sagt lífsreynslusögur af sjálfri mér sem dugað gætu í hálfan árgang að minnsta kosti en það vakti aldeilis engin viðbrögð. Nú er það of seint ...

Nanna Rögnvaldardóttir, 27.5.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Óttalegir kjánar vorum við (hinir blaðamennirnir), Nanna. Nú fer ég að bera í þig gjafir og múta þér á allan hátt! Sjáum svo til.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:49

7 identicon

ef þú ert með windows xp þá ferðu í start>all programs>accessories>system tools>disk clean up (ef þú vilt hreinsa úr dót sem þú þarft ekki) (eða disk defragmenter sem endurraðar dóti á disknum)

eða ferð í my computer > hægri smellir einu sinni á harða diskinn og ferð í properties, þar áttu að sjá mynd af harða disknum og fyrir neðan hana stendur "compress drive to save diskspace" en þá er öllum skránum þjappað saman einhvern veginn og þá verða þær ekki eins og áður... myndi byrja á því að hreinsa út fyrst.

Hulda (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:54

8 identicon

...fékkstu póstinn frá mér ?

Hulda (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:55

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Held ég geti ekkert hjálpað þér Gurrí mín. Hvorki með tölvumálin né lífsreynslusögur.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

ja hérna hafa ekki allir einhverja sögu að segja ? það er einmitt svo spennandi við hverja manneskju hún hefur sína sögu - oft sit ég í kringlunni eða þar sem mikið af fólki er komið samn og ýminda mér sögu fólks sem gengur fram hjá mér  !! Ekkert smá gaman

Sigríður Guðnadóttir, 27.5.2008 kl. 15:25

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, Hulda, ég sendi þér meil á morgun! Takk fyrir ráðin, held að þetta seinna hafi verið það sem Guðmundur kenndi mér. En hverju hendi ég, minnka ég flóðið af ljósmyndum eða hvað geri ég? Ég dánlóda aldrei neinu og myndir sem ég sæki til að nota í bloggið ... ég hendi þeim alltaf strax af desktop og í ruslið.

Takk, Jóna mín, samt.

Rétt, Sigga, hlakka til að fá bréf frá þér ... hehehehe. Bara eitthvað atvik, eitthvað sniðugt kannski, ekki ævisöguna! Það er sannarlega gaman að pæla í fólki, sammála því. 

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 15:58

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek það fram að enginn þarf að skrifa söguna sjálfur, ég sé um það! Þarf bara atburðina, tekur 5-10 mínútur í síma.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 15:59

13 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ÉG veit að hún Sigga lumar á nokkrum.... Gurrý þjarmaðu aðeins að henni.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:26

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úje, Hanna, það geri ég ... svo átt þú örugglega eitthvað sniðugt í pokahorninu. Ef þér dettur eitthvað í hug þá sendir þú mér línu með símanúmerinu þínu og ég hringi. Það væri heldur ekki leiðinlegt að heyra í þér.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 17:03

15 Smámynd: Tiger

   Ef þú fagra himnaríkismær - værir ekki á Skaganum - þá myndi ég lepja í þig djúsý og kraftmiklar sögur af Skaganum í denn ... en þar sem ég er Skagamaður og þú Skagamær - þá verð ég að sitja á þeim flestum - held ég. Knús í daginn þinn Gurrí mín og hafðu það ljúft.

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:28

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Getum við ekki látið þær gerast í Keflavík ... eða á Hvammstanga? Jafnvel Egilsstöðum eða Tálknafirði?

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:00

17 Smámynd: Gunna-Polly

ert í exploer Tools -internet options delete temporary files

Gunna-Polly, 27.5.2008 kl. 19:12

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert nú búin að fá eina sögu frá mér sem endaði að vísu sem grein. Man ekkert merkilegt eins og er.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:15

19 identicon

Til að auka virtual memory í tölvunni þá hægri smellir þú á my computer, velur properties og advanced flipann. 

Þar velur þú settings undir performance, og svo advanced aftur og  virtual memory.  Smellir á Change og hakar við system managed size ef það er ekki nú þegar valið.  Ef það er valið þá gætir þú prófað að hækka aðeins tölurnar í Initial size og maximum size.

Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:19

20 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

já maður lumar sko á ýmsu ... veit samt ekki hvort það sé prentvænt

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:52

21 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég gæti sagt þér nokkrar

Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.5.2008 kl. 20:54

22 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, takk, takk. Tölvan verður löguð fyrir svefninn.

Anna Ragna, mér líst vel á það og líka þínar Hanna Rúna, ég er svo mikil tepra og gæti klætt þær í virðulegri búning, hehehehhehe!

Ég sé þig kannski í vinnunni á morgun, Helga, mér detta strax tvær sögur frá þér í hug! Flottar sögur.  

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:03

23 Smámynd: www.zordis.com

Snilld að fá sögur fólksins.

Sannar sögur er alltaf gaman að lesa!  Knús á þig kona.

www.zordis.com, 27.5.2008 kl. 21:48

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sjálfsþurftarbúskapurinn um tölvunotkun & 'góð' ráð í þá veru verður mér mázke einhvern tíman bókarefni.  Eiginlega frekar um velmeinandi ráðgefundurna, frekar en viðtaköndina saklausu.

Í tölfræðilegum samanburði mætti líkja þessu við '757' frá þeim sem að eru verulega Fugleiðir á leið til Minnisota & yfir Grænlandi kæmi í ljós að flugmennirnir hefðu ekki nennt með, & því væru 80% af almennu farrými búnir að troða sér frammí & vissu allt betur en sá þeir stæðu á.

Um lífsreynslu er það best að segja að gott minni gleymir öllu sem öngvu máli skiptir, nema náttúrlega Jónaz rykzuguróbott sé í boði.

Steingrímur Helgason, 27.5.2008 kl. 22:53

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ekkert í pokahorninu hjá mérer lítið um að vera hjá méren annars knús knús og þúsund kossar yfir til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:34

26 identicon

Gurrý mín, ég ætlaði að nýta mér upplýsingarnar til þín, frá Kammerat  Erlingi.. .

..... en halló Erlingur - ég er trúlega svo mikil ljóska að ég bara klúðra þessum skilaboðum frá þér .... ég næ "disk clean up" og síðan ekki söguna meir.... þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir!!   ...  Kanntu nokkuð "ljóskumál" ??

Ég lifi í voninni    Kærar kveðjur til ykkar beggja.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:12

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góðar og þarfar ráðleggingar sem þú hefur fengið hérna drottning góð, nema hvað að enn betra væri (og það mintist ég líka á við þig fyrir löngu held ég) að þú útvegaðir þér til viðbótar góðu hreinsiforriti, sem líka getur verið vírus og njósnavörn.

Spyware Terminator til dæmis, sem ég held að hægt sé að finna á netinu eða ADD Aware til dæmis.

Sumt netrusl og "Cookies" er stundum erfiðara að losna við en annað.

Lífsreynslusögur á ég svona fjögur hundruð, en þú veist að þær eru ekki falar svo glatt!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 00:22

28 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir sendinguna mín kæra vinkona..knús yfir flóann elskuleg

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 00:47

29 Smámynd: Ragnheiður

                       ó  þetta átti að vera tveggja manna knús !

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 00:48

30 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Erlingur, ég prófaði þetta, slökkti svo á tölvunni og hlakka til að vita hvort hún verði ekki léttari þegar ég kem heim í kvöld. Mun síðan gera þetta einu sinni í mánuði.

Magnús minn, bara eina eða tvær ... bið ekki um meira! Hehehehhe

Jamms

Guðríður Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 09:45

31 identicon

Kannski er til allt of mikils mælst að búast við því að það sé sannleikskorn í lífsreynslusögum Vikunnar - en þegar ég rakst á sögu sem var spunnin upp úr þeim annars ágæta Madness texta "Shame and scandal in the family" (sem Bogomil hefur svo snarað á íslensku af stakri snilld) þá var mér eiginlega nóg boðið.  Mikil má hugmyndafátæktin vera.

S (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:23

32 identicon

það sem hún býður upp á að handa og maður ætti að gera er trash, temporary files (dót af heimasíðum) og einhverja nokkra hluti í viðbót, minnir að hún haki sjálfkrafa við að pressa saman gömlum skrám ... ef maður vill það ekki þá er bara að fjarlægja hakið, annars hakar hún við það sem er hægt að fjarlægja

Hulda (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:32

33 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, S ... þetta er samt bara fyndið (og hugmyndasnautt, jamm). Ég veit reyndar dæmi þess fyrir mörgum árum, þegar þurfti að redda tveimur sögum í viku, að blaðakona þýddi sanna sögu úr dönsku 20 ára gömlu blaði og önnur breytti viðtali í bresku blaði í lífsreynslusögu. Íslendingar eru svo víðlesnir að það þýðir ekki að gera þetta, enda var kvartað og ritstjórinn bannaði þetta. Þótt fólk fái ekki peninga fyrir að senda okkur sögur, heldur bara Vikuna sem sagan birtist í, getur mögulega verið að okkur hafi verið send þessi Bogomil-saga, upplogin.

Takk, Hulda, ég afhakaði eitthvað ... en geri það þá ekki næst.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:39

34 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Sagan sem sögð er í Shame and scandal in the family (og þá væntanlega í Vikunni, hef ekki lesið þá útgáfu) er reyndar miklu eldri en Madness, elsta útgáfa af textanum á prenti er líklega frá 1939 og hugsanlega er þetta margra alda gömul flökkusögn.

Nanna Rögnvaldardóttir, 28.5.2008 kl. 13:19

35 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hæ varðandi minnisleysið þá eru nokkur ráð sem geta hjálpað;

1. taktu allt sem þú getur af deskop-inu þínu.

2. start- Accessories - system tools - disk clean up.  Þar hakaru við downloaded program files, Temporary internet files og Recyle bin og svo okey.  Þá tekur hún óþarfa file sem hafa hlaðist upp.

3. náðu þér í spybot hér og láttu forritaið scana tölvuna og taka út óþarfa drasl.

Ég á líka eina mjög, fyndna, vandræðilega og svolítið sæta deit sögu en hún er svolítið löng fyrir svona athugasemd. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 388
  • Sl. viku: 2283
  • Frá upphafi: 1452019

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 1872
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband