Tvöfaldir menn og dass af Dexter í nýju B-lífi

readingwomanNú er ég opinberlega orðin B-manneskja og ætla að fara seint að sofa, vakna seint, fá mér latte á kvöldin, lesa eins og brjálæðingur, horfa á EM í fótbolta, heimsækja sumarbúðirnar hennar Hildu (Ævintýraland), horfa á sjóinn og vonast eftir flottum öldum, taka til, kannski mála, horfa á sjónvarpið, sitja á svölunum, blogga, lesa blogg, kommenta, dekra tryllingslega við kettina og kenna erfðaprinsinum fleiri mataruppskriftir. Þetta er samt bara rétt byrjunin.

Ég steingleymdi hreinlega að vera ofsaglöð og syngja í strætó á leiðinni heim rétt fyrir kl. 19 en þá hófst sumarfríið mitt. Ný bók um Dexter, geðþekka fjöldamorðingjann sem drepur bara vont fólk, var að koma út og ég sökkti mér niður í hana.

Tvær löggurNýi Skagamannsstrætóbílstjórinn var undir stýri og ók eins og engill, verst þó að hann kveikti ekki strætóljósin í Hvalfjarðargöngunum, Heimir hefði gert það enda vill hann halda okkur farþegunum uppteknum við lestur svo að við gerum ekkert af okkur á meðan. Sniðugur strákur. Strætóbílstjórarnir voru tveir í kvöld þótt bara einn hefði keyrt, annar sat við hlið nýja bílstjórans, líklega til öryggis, mögulega ný stefna þegar ég er um borð. Þetta er nákvæmlega eins og þegar ég fæ sendingar úr Einarsbúð þá koma þeir alltaf tveir saman með vörurnar. Vottar Jehóva koma líka alltaf tveir saman og sama má segja um lögguna. Þótt ég sé brjáluð í karlmenn, eins og ég hef alltaf sagt, þá hef ég aldrei í lífinu daðrað við strætóbílstjóra undir stýri, það er eitthvað svo ábyrgðarlaust og setur aðra farþega og vegfarendur í hættu!

GummiHitti Gumma Ben fyrir utan Útvarpshúsið í dag. Hann fölnaði nú bara þegar ég spurði um jarðskjálftann en Gummi býr í Hveragerði. Hann reyndi ekkert að leika töffara og sagði að þetta hefði verið algjör hryllingur. Nógur var nú hristingurinn í himnaríki, ansi mörgum kílómetrum í burtu. Ungur, alveg hreint frábær starfsmaður bókarbúðarinnar í Iðu, var þarna líka og sagði að svo furðulega hefði viljað til að heima hjá bróður hans í Hveragerði hefði allt brotnað en litlar sem engar skemmdir orðið á heimili móður hans sem býr annars staðar í Hveragerði.

Jæja, Dexter bíður. Vona að kvöldið ykkar verði dásamlegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

yndislegt plan hjá þér. Ég byrja í fríi 16. júní. jeiiii

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2008 kl. 22:30

2 identicon

Hafðu það gott í fríinu Gurrí mín, ég þarf að bíða til 11 júlí  

Þá ætla ég að hafa það rosa gott og liggja í leti og lesa og dekra við mig

Þetta er frábært sumarfríis plan hjá þér NJÓTTU ÞESS

sigþóra (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Má til með að segja þér frá mínum kvennamorðklúbbi fyrst þú ert komin í sumarfrí. James Patterson´s að sjálfsögðu. Kíktu inn á: bigfishgames.com Þar er hann. Get lofað því að þér leiðist ekki þann daginn, verst hvað maður var fljótur að klára hann.

Bylgja Hafþórsdóttir, 6.6.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofsalega er stutt síðan að þú varst í sumarfríi síðast.  Eins og í gær bara.  Vá hvað tíminn líður.  Til hamingju með béið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 1445640

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 360
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband