Kröfur til karla á hverju aldursskeiði ...

Boldið rúllar í endursýningu í sjónvarpinu og ég sá loks fangann, konuna sem dæmd var til langrar fangelsisvistar fyrir að keyra full og valda dauða. Hún leit hroðalega illa út, hárið allt ruglað og svona en varirnar voru þó bólgnar og sexí. Frábært að hafa lýtalækna í fangelsum í Bandaríkjunum, vantar bara almennilega hárgreiðslustofu. Þarf flýta mér að slökkva á sjónvarpinu áður en Nick fer að syngja.

Ég ætla að njóta þess að vera í síðasta fríinu mínu áður en ég verð ábyrg og fullorðin núna í ágúst. Ætti kannski að reyna að ná mér í mann á meðan ég hef einhverjar kröfur.

Fann gamlan lista sem skýrir þetta betur. Hann segir til um þær væntingar og vonir sem við stelpurnar höfum til strákanna á mismunandi aldursskeiðum. Kröfurnar minnka eðlilega með árunum. En hér kemur þetta, fyrst kemur upprunalegi listinn og síðan endurskoðaðir listar á tíu ára fresti:

BrúðkaupUpprunalegur listi, 20 ára

Mjög myndarlegur.

Spennandi.

Alltaf klæddur samkvæmt nýjustu tísku.

Þekktur eða á þekkta foreldra.

Á flottan bíl.

Rómantískur.

Fer létt með að segja góða brandara.

Bráðgáfaður.

Er í arðbæru námi eða stefnir á það.

Býður stundum út að borða.

 

Endurskoðaður listi, 30 ára

Myndarlegur.

Heillandi.

Vel stæður

Umhyggjusamur hlustandi.

Fyndinn.

Í góðu líkamlegu formi.

Smekklega klæddur.

Kann gott að meta.

Hugulsamur og kemur á óvart.

Hugmyndaríkur og rómantískur elskhugi.

 

Endurskoðaður listi, 40 ára

Myndarlegur, helst með hár á höfðinu.

Opnar bíldyr.

Á nóg af peningum til að bjóða upp á góðan kvöldverð.

Hlustar meira en hann talar.

Hlær að bröndurunum þínum

Getur auðveldlega haldið á innkaupapokum.

Á að minnsta kosti eitt bindi.

Kann að meta góðan, heimatilbúinn mat.

Man afmælisdaga og brúðkaupsafmæli.

Er rómantískur minnst einu sinni í viku.

 

Endurskoðaður listi, 50 ára

Ekki of ljótur en má vera sköllóttur.

Ekur ekki af stað fyrr en þú ert komin upp í bílinn.

Er í föstu starfi og splæsir stundum í pylsu.

Kinkar kolli þegar þú talar.

Getur yfirleitt sagt brandara án þess að gleyma aðalatriði hans.

Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta fært til húsgögn.

Gengur í skyrtum sem hylja ístruna.

Veit að það á ekki að kaupa kampavínsflösku með skrúfuðum tappa.

Man eftir að setja klósettsetuna niður.

Rakar sig yfirleitt um helgar.

 

Endurskoðaður listi, 60 ára

Snyrtir nasahárin og hárin í eyrunum á sér.

Ropar hvorki né klórar sér á almannafæri.

Fær ekki of oft lánaða peninga hjá þér.

Sofnar ekki á meðan þú rausar yfir honum.

Segir ekki sama brandarann of oft.

Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulegi til að komast upp úr sófanum um helgar.

Er yfirleitt í íþróttasokkum og hreinum nærfötum.

Kann að meta góðan örbylgjumat yfir sjónvarpinu.

Man yfirleitt alltaf nafnið þitt.

Rakar sig stundum um helgar.

 

Endurskoðaður listi, 70 ára

Hræðir ekki lítil börn.

Man hvar baðherbergið er.

Þarfnast ekki mikilla peninga til framfærslu.

Hrýtur lágt í vöku en hátt þegar hann sefur.

Man hvers vegna hann er að hlæja.

Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta staðið upp hjálparlaust.

Er venjulega í fötum.

BrúðkaupVill helst mat sem ekki þarf að tyggja.

Man hvar hann skildi tennurnar eftir.

Man að það er helgi.

 

Endurskoðaður listi, 80 ára

Andar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frámunalega frábært. Svona verður maður nú skynsamur, nægjulsamur, umburðarlyndur og þroskaður með aldrinum!   

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Tína

Snilld  Minn heittelskaði uppfyllir að mestu endurskoðuðu kröfurnar sem fylgja mínum aldri. Þannig að ég ætla bara að halda fast í hann áfram. Enda gersemi.

Góða helgi

Tína, 7.6.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar listi    segi eins og Tína, kallarnir okkar eru gersemi og við sleppum þeim ekkert.  Eigðu ljúft sumarfrí dúllan mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 15:56

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 17:03

6 identicon

Milli 40 og 50 sem hér gildir, uppfylli ég kröfurnar og reyndar vel niður fyrir þær í yngri flokka!

En Þröstur Kælisknúsari væri þó líklega betri kostur!?

Gráttu svo nokkrum tárum vegna Svissaranna, áttu nú ekki skilið að tapa áðan!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Aprílrós

Já það er um að gera gera kröfur og það er kannski þess vegna að mér gengur svona illa að ná í mann ;)

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 8.6.2008 kl. 01:18

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegur listi,

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2008 kl. 02:32

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hehe

Svala Erlendsdóttir, 8.6.2008 kl. 11:18

10 Smámynd: Laufey B Waage


Alltaf þarf ég að vera öðruvísi. Kröfur mínar hafa aukist með aldrinum, en ekki minnkað. 15 ára vildi ég fá einn sexí og sjarmerandi (fékkann). 30 ára vildi ég einn sem bjargaði mér upp úr þáverandi þundlyndispytti (fékkann). 45 ár vildi ég engan, en þegar hann bauðst, gaf ég mér tíma til að fullvissa mig um að  hann væri þvílíkt hlaðinn ofurkostum sem toppuðu það að vera hamingjusamlega fráskilin (fékkann).

Laufey B Waage, 8.6.2008 kl. 12:18

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er byrjaður að setja niður í töskuna.

Man ekki í svipinn hvar ég lét hana síðast.

Getur einhver lánað mér plastpoka?

Árni Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 12:46

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehehhehe

Guðríður Haraldsdóttir, 8.6.2008 kl. 12:58

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Aumingja Stjáni minn. Ég geri enn sömu kröfur til hans og ég gerði þegar ég kynntist honum og ég var 27 ára og hann 20 ára.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:41

14 identicon

All I need is the air that I breath!

Guðmundu G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 2212
  • Frá upphafi: 1451948

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1813
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband