Með leigumorðingja á hælunum og dularfullt kattarhvarf

LeigumorðinginnNóttin var fáránlega annasöm. Gerður hafði verið út leigumorðingi til að drepa okkur erfðaprins og vorum við á flótta undan honum í alla nótt. Við þurftum á allri okkar kænsku og ráðsnilld að halda því þetta var ansi klár morðingi, asískur að uppruna. Við flúðum og földum okkur um allt Akranes og var t.d. María í Skrúðgarðinum okkur afar hjálpleg, líka Nína í samnefndri tískubúð (þar sem Dorrit kaupir stundum fatnað). Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem þessi leigumorðingi eltist við okkur en við höfðum alltaf haft betur. Ekki veit ég hver gerði hann út, kannski einhver bloggóvina minna ....

BókinVaknaði upp af martröðinni kl. 6 í morgun og þorði ekki að sofna aftur ... sem náttúrlega mistókst.

Þetta hlaut að vera fyrir einhverju ... og jú, þriðji ísbjörninn ... (hehhehe, djók), Bjartur var týndur!!! Gestakötturinn í himnaríki var horfinn sporlaust. Hann sem var að leika sér áhyggjulaus í nótt þegar ég las græðgislega Tré Janissaranna, æsispennandi bók sem gerist í Istanbúl árið 1836. Við erfðaprins leituðum um allt, kölluðum, mjálmuðum og hvaðeina, sérstaklega í þvottahúsinu þar sem Bjartur hefur helgað sér svæði (ekki þó með því að spræna þar). Þegar erfðaprinsinn var búinn að leita af sér allan grun umhverfis himnaríki og kominn alla leið í Hjarðarholtið þar sem heimili Bjarts er og kallaði þar fyrir utan datt mér í hug að leita bak við þurrkarann í himnaríki. Þar lá Bjartur í makindum og sagði bara mjá þegar hann sá mig. Þvílíkur léttir.

Leitin að BjartiErfðaprinsinn var búinn að gera leitaráætlun og átti að beita öllum tiltækum ráðum, það er jú þyrlupallur við hliðina á himnaríki. Ég sá mág minn fyrir mér með brostið hjarta og mitt var byrjað að bresta yfir öllum þessum hryllingi. Það er mikil ábyrgð að passa kött.

Svo tók skynsemin völdin. Bjartur hafði ekkert leitað upp í opna glugga, virtist frekar lofthræddur hérna uppi á 4. hæð og líka ólíklegt að hann hefði Bjartur í pössun í fyrrasloppið við beinbrot ef hann hefði hoppað út um glugga.

Þetta dýrlega dekurdýr hefur bara ekki nennt að svara „frænku“ þegar hún kallaði örvæntingarfullt á hann. Nú étur hann kattamat í gríð og erg og erfðaprinsinn er að klappa honum í ræmur. Hann var búinn að aflýsa Einarsbúðarferð því að Bjartur gekk fyrir öllu. Allt er gott sem endar vel, nema ég vaknaði áður en við erfðaprins réðum niðurlögum leigumorðingjans. Held ég þrái samt ekkert þennan draum einu sinni enn. Kannski ég lesi bara krúttlega kjéddlíngabók í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þið tvö.  OMG!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gurrý hvað finnst þér um fallandi gengi krónunnar?

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ætli martröðin hafi ekki óbeint verið vegna þess ... Edda mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Klappið þið svo bara kattarafmáninni og fóðrið hana eftir að hún lék svona á ykkur?

Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Því er ekki að neita, að lífið í Himnaríki gerist sífellt æsilegra .... ... tæpast er svona gaman í hinu Himnaríkinu, hvað heldur þú?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.6.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Haltu áfram að lesa glæpasögur en ekki láta þær svipta þig svefngleði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að himnaríkið mitt sé skemmtilegra, Guðný, hlýtur að vera. Heheheh

Já, við vorum svo þakklát fyrir að finna hann, Helga, ekki hægt annað! 

Jamm, ætla samt í eitthvað væmið fyrir svefninn núna, svona til öryggis!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:51

8 identicon

Martröðin sem þú fékkst hlýtur að koma frá Chuck Norris,,eee nei hann er ekki asískur,skrifa þetta bara á Chuck.

Númi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:05

9 identicon

Elsku Gurrí mín.

Nafnspjald fyrir Gurrí með einföldu í-i bíður eftir þér á skrifstofunni. Á því ertu titluð sumarbúðafrænka. Ekki slæmt það.

Hlakka til að sjá þig eftir eina og hálfa viku :)

Kossar,
umsjónarmaðurinn Inga Lára

Inga Lára (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:32

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað ég hlakka til að koma í sumarbúðirnar og fá svona alvörunafnspjald. Takk fyrir þetta, elsku Inga Lára.

Númi, ætli Chuck Norris beri ekki hreinlega alla ábyrgð á þessu. Hann er svo máttugur!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.6.2008 kl. 16:18

11 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hahaha snilld

Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 10:22

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Love U girl, kemur mér alltaf til að brosa. Ég á svona geðveikar nætur stundum, hef þá tækni að sofna aftur og klára góða drauma ef ég vakna á vitlausum stað.  Kveðja á ykkur öll tví og fer fætt.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1701
  • Frá upphafi: 1453211

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1383
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband