Keðjubréf, bæjarferð, Rambo og blúnduhegðun

RuslpósturÞá er ég búin að fá 16 tölvupósta um að kaupa ekki bensín á sumum bensínstöðvum. Ég á ekki bíl! Ég fæ mjög reglulega senda raðpósta, brandara, áskoranir, keðjubréf og fleira. Stundum hef ég sent til baka: „Þetta var 23 bréfið um lífsbaráttu kvenna í Afghanistan, nú hlýt ég að fara að ná þessu!“ Jamm, ég held að ég sé að breytast í nöldurskjóðu. Þetta er ekki illa meint og hvernig á fólk sem ég á í litlum samskiptum við að vita að ég er nauðug á svona 200 póstlistum? M.a. hjá fólki sem ég þekki EKKERT! Ætla að vera jákvæð og hætta að líta á þetta sem ofbeldi. Alltaf gott að láta safna sér. Maður er a.m.k. ekki einmana á meðan maður eyðir t.d. tilkynningum um heppni sína í nígeríska lottóinu, já, það líka.

Í sumarbúðunumVið erfðaprins fórum í stutta bæjarferð í dag og ég kíkti aðeins við í vinnuna til að sækja mér blöð. Kvartaði við Vikugellurnar um misbrúnku handleggja og þær hlógu illgirnislega að óláni mínu. Nú fer sumarleyfinu að ljúka ... og líklega góða veðrinu líka. Samkvæmt veðursíðunni minni www.yr.no fer að rigna upp úr helgi. Hægt er að setja velflesta, kannski alla staði Íslands inn og á íslensku, og fá greinargóða veðurspá og langtímaspá. Á ensku eða norsku. Um daginn kíkti ég á „Kleppjárnsreyki“, þar sem sumarbúðirnar eru, (www.sumarbudir.blog.is) á síðunni og Bjartur og Sigþórspáð var rigningu ... en eintóm sól hefur skinið þar í bráðum þrjár vikur. Stöku skúrir og búið! Mun sannarlega sólbaðast hér á Skaganum á morgun ... og ætla að muna að hylja hægri handlegginn.

 

Við flýttum okkur heim fyrir leikinn ... sem var síðan ekkert rosalega spennandi. Vona að úrslitaleikurinn á sunnudaginn verði betri! Við flýttum okkur líka heim því að við héldum að Bjartur gestaköttur yrði sóttur í kvöld en Sigþór „pabbi hans“ hringdi snemma í kvöld og sagði að það yrði seinnipartinn á morgun (föstudag, já, ég er að blogga um miðja nótt)

RamboHér var horft á Rambo á vídjó í kvöld, rosaleg mynd. Mér fannst hún þrælgóð en þurfti nokkrum sinnum að loka augunum yfir ofbeldisfyllstu atriðunum. Einhver smá blúnda í mér.

Sense and sensibilitySá fyrr í vikunni Sense and Sensibility (BBC-þættina) og fannst það ekkert leiðinlegt. Einhver gömul væmni virðist vera að taka sig upp án nokkurrar ástæðu. Veit ekki hvar þetta endar. Þið hnippið kannski í mig kæru bloggvinir þegar ég fer að skrifa um fótbolta og Formúlu af viðbjóði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Já, veistu - það er alveg hreint ótrúlegt hvernig sumir finna póst-adressuna hjá manni og þá er voðinn vís. Stundum finnst manni eins og einhver sem er illa við mann - sé að dreifa adressunni um allan vefinn - svona til að gera manni lífið leitt. Keðjubréf og "þú hefur unnið" bréf eru skelfilega pirrandi stundum. En, yfirleitt eyði ég þessum sendingum án þess að opna þær..

Veðráttan er búin að vera dásamleg, svo ótrúlega yndisleg bara - en nú er allt orðið svo þurrt að ég væri alveg til í hressilega dembu - allavega sirka 14 dropa eða svo .. og svo sól aftur.

Knús á ykkur í himnaríki og hafði það ljúft og yndislegt um helgina ..

Tiger, 27.6.2008 kl. 03:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég játa mig seka á bensínpósti, en bara einu stykki. Hann átti að berast til erfðaprinsins addna.

Sumarfríið búið?  Upp í topp?  Jesús hvað tíminn líður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 08:04

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Svindl að þú sért búin með sumarfríið.......en segðu mér var bara búin til þessi eina mynd með Rambó, voru þær ekki einar fimm eða sex myndirnar sem búnar voru til????????? Vera svolítið nákvæmari

Sverrir Einarsson, 27.6.2008 kl. 09:41

4 identicon

Mér finnst alltaf svoldið skondið að fólk láti svona fjöldapósta bögga sig svona .... ég uppgvötaði nefnilega takka í email forritinu sem kallast "Delete" - virkar svona þrælvel að emaillin bara hverfur úr pósthólfinu!  Mæli með honum í stað þess að eyða tíma í að pirra sig á fjöldapóstum

Ásta (skarðamamma) (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Ólöf Anna

ja hérna þú ert að verða að prinsessu.

já ruslpósta-sía

Ólöf Anna , 27.6.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi hótunar ruslpóstur getur alveg drepið mann, ég er búin að afþakka hjá flestum svo þetta hefur minnkað, núna deleta ég vinstri/hægri ef mér sýnist þetta vera þannig.  Þetta með bensín dæmið er þó örlíti öðruvísi.  Vont að fríið þitt sé að verða búið, en svona er lífið.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það sem aðallega pirrar mig, Ásta, er að ég hef beðið sumt fólk um að hætta að senda mér svona "sniðuglegheit" (keðjubréf, brandara) og taka mig út af þessum listum sínum en það gerir það ekki! Það er ekki margt sem pirrar mig í lífinu en óvirðing er eitt af því.

Bensínpósturinn pirraði mig ekkert, ég glotti bara þegar ég fékk 16. bréfið en hann minnti mig á hitt ofbeldið!

Úps, Sverrir, þetta var nýjasta Rambo-myndin! Nýkomin út á DVD.

Búin með þrjár vikur af fríinu, á nú einhverja daga eftir! Mínus 17. júní og helgar.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 2211
  • Frá upphafi: 1450750

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1706
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Rauð útidyrahurð
  • Mosi og skugginn
  • Eldum rétt í kvöld

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband