Inn á með göngugrindina ...

Latibær„Vá, bara barnaefni á præmtæm á laugardögum,“ sagði ég steinhissa við erfðaprinsinn, enda færist aldurinn hratt yfir mig þessa dagana. Ég áttaði mig á því að hann (aldurinn) hlýtur að vera rosalega smitandi því að sonurinn var enn fúlli en ég yfir því að Latibær verði sýndur eftir kvöldfréttir næstu átján laugardagskvöld frá og með 16. ágúst, afmælisdegi Madonnu. „Ætli við fáum ekki Með afa á sunnudagskvöldum?“ hnussaði í honum. Samt erum við bæði með frekar barnslegan smekk á sjónvarpsefni, elskum ævintýramyndir, Simpsons og slíkt, en „þessi“ fúlheit gætu verið vegna heilsustefnu þáttanna ... hreyfing, útivera, hollur matur og slíkt ... á nammidegi!

Heilsubælið„Ja, ekki sýna þeir íslenska þáttinn Heilsubælið í Gervahverfi sem ég lék svo eftirminnilega í,“ hélt ég áfram, þakklát syninum fyrir að taka undir nöldrið. „Varstu ekki bara stadisti þar og lékst öxl í náttslopp?“ spurði hann. „Ja, ég var a.m.k. mjög eðlileg og flott öxl,“ svaraði ég snúðugt.

 

PikkkknikkkkkHér í himnaríki vorum við nýböðuð og pússuð í sparifötunum á leið út úr dyrunum þegar ég mundi skyndilega eftir því að matarboðinu kl. 18 hafði verið aflýst. Það hafði verið ákveðið af fyrrverandi tilvonandi gestgjöfum að fara frekar í fallegan lund um miðjan dag og borða smurt brauð með Úlfi og Ísaki, tvíburunum guðdómlegu, og leyfa þeim að hlaupa á Langasandinum ... í stað þess að vera flugnalaus inni í þægilegheitunum og borða grillmat. Okkur var vissulega boðið að koma í útivistina, hollustuna, flugurnar og hreyfinguna og það allt en kommon, ekki á sunnudegi. Við létum ekki hugfallast, heldur smurðum okkur gamlar flatkökur og ætlum bara að detta ofan í bókmenntir, ekkert minna en Dean Koontz, hann með nýju bókina, Góða strákinn, og ég með gamla og góða, From the Corner of his Eye sem er tryllingslega spennandi. Jú, auðvitað horfa á Monk sem er að hefjast.

Mikið er ég ánægð með umferðarmenninguna núna. Þegar ég fór í Borgarfjörðinn í gær óku allir á 90 km/klst, ekkert stress, enginn framúrakstur alla leiðina, bara frábært. Vona að þetta haldi áfram svona alla helgina. Þetta er ábyggilega öllum áróðrinum að þakka ... með dassi af ógeðslega háu bensínverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir óskir þínar um að umferðin gangi vel, mér líður alltaf betur þegar allt er yfirstaðið.  Njóttu Koontz   Monkey 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

HA?? Eftir kvöldfréttir á laugardögum? Latibær? Muhahaha...tær snilld. Hvað næst? Mér er stórskemmt...hehehhe...ég dey!

Brynja Hjaltadóttir, 4.8.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Aprílrós

Já ekkert verra en hvað annað á laugardagskvöldum að hafa Latabæ.

Já umferðin fór friðsamlega fram heyrðist mér í fréttum.

Kveðja Guðrún Ing 

Aprílrós, 4.8.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vááááá varst þú öxlin???? Villtu gefa mér átógraf?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Að öllu gamni slepptu, þá finnst mér öxlin áhugaverðari sjónvarpsefni eftir fréttir á laugardagskvöldum. - Ekki það, mér fannst gaman að leika í Latabæ,  en ekki á laugardagskvöldum kommon!!!!! - Maður getur þó hlegið og skemmt sér af því að horfa á "öxlina í Heilsubælinu", aftur og aftur, en nei þú ert að grínast,  það á þó ekki að fara að ....nei....

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 03:21

6 identicon

Þú ert með mjög svo eðlilega og skemmtilega öxl, svo ertu með ógleymanlegan olnboga.

....restin er reyndar drasl

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Hahaha, ég væri til í að sjá Heilsubælið aftur, löngu komin tími á það.

Sigríður Þórarinsdóttir, 4.8.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var einmitt að glápa á Heilzubælið aftur í vor.  Merkilega góðir þættir þezzir, húmorinn rúmtvítugi heldur ennþá, en ég man ekki eftir öxlinni, þannig að ...

Þú & þínar 'strákabækur' ...

Steingrímur Helgason, 4.8.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: www.zordis.com

Spræk og sæt ekki spurning, nýböðuð og púðruð!

www.zordis.com, 5.8.2008 kl. 00:28

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Man eftir öxlinni....þú varst frábær...hehe.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.8.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 184
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 1876
  • Frá upphafi: 1453386

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband