Ógreidda sætið, Connelly og Wallander ... örbold

Ógreiddur maðurÞað voru heilmargar og stórmerkilegar strætósögur sem áttu að fara á bloggið í gær en föstudagsannir í vinnunni og svo syfja á föstudagskvöldum breytir bestu áætlunum um að blogga. Það sem stendur upp úr er að nýr ógreiddur maður er kominn til sögunnar í leið 18 og mun huggulegri (og eldri) en sá fyrri. Ég get víst ekki lengur talað um ógreidda menn, heldur er ég viss um að sætið sem þeir hafa valið sér hafi eitthvað með þetta að gera. Þessi nýi var í nákvæmlega sama sætinu og sá fyrri valdi sér alltaf og þá er þetta bara orðið spurning um sætið, finnst mér.

Við vorum tvö í leið 27 frá Akranesi í gærmorgun með sömu bókina. Hinn, maður sem hélt áfram að lesa standandi á stoppistöðinni í Mosó, var með nýja bók eftir Michael Connelly, Svartnætti. Eftir að ég las Skáldið eftir hann er ég Blóðskuldhúkkt á bókunum hans. Ef þið munið eftir bíómynd þar sem Clint Eastwood lék lögreglumann sem hafði fengið hjartaáfall í eltingaleik við glæpamann. Kona var myrt og svo heppilega vildi til að hún var í sama, sjaldgæfa blóðflokki og löggan og hann fékk hjarta hennar. Aðrir líffæraþegar voru síðan myrtir síðar og löggan okkar, ekki beint kominn til starfa aftur, leysti þó málið. Í myndinni var kunningi löggunnar látinn vera sá seki en alls ekki í bókinni, sem heitir Blóðskuld. Já, þessi nýja bók fjallar um sömu lögguna og kunninginn er enn kunningi, hvernig ætla kvikmyndagerðarmennirnir að láta Eastwood redda þessu? Löggan er auk þess MIKLU yngri en sjötíu plús.

Wallander hinn sænskiVið erfðaprins steinsofnuðum síðan bæði yfir Wallander í gærkvöldi, ég í leisígörl, hann í leisíboj, sem við geymum fyrir vinkonu mína. Algjör synd, myndin lofaði svo góðu.

Núna kl. 13 á að byrja að innrétta íbúðir fyrir flóttafólkið þannig að ég get ekki horft á boldskammt vikunnar. Ég hef þó séð sitt af hverju: Jackie fór í stóra aðgerð á sjúkrahúsinu og óvinur Stefaníu, Donna, systir Brooke, sem varð vitni að slagsmálum Jackiear og Steffí, hótar að segja lögreglunni að Steffí hafi hrint Jackie. Nick er alveg brjálaður yfir þessu og rifjar upp góðar stundir með móður sinni við undirleik lyftutónlistar, mjög átakanlegt. Lofa svo að fylgjast voða vel með í komandi viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er alltaf gaman að lesa skrifin þín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að klára Svartnætti og ætla að blogga um þá frábæru bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ert þú í innréttingum í frístundum stelpa?? Heart Beat  Heart Beat Techy 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

já það er margt að gerast í boldinu, ég fylgist sko grannt með því. Bara spennó. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.8.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Aprílrós

Gurrí ! geturðu komið til mín og skipulegt hjá mér ? er alveg ónýt í slíku.

Aprílrós, 16.8.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

TechyKnúsi knús kveðjur til þín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.8.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband