Frænkueinelti á Útvarpi Sögu og smá bold

SímaatHalldór frændi hringdi í mig áðan úr númeri sem ég þekkti ekki. Hann var óvenjukurteis og virðulegur í tali, sagðist reyndar fyrst hringja frá kynsjúkdómadeildinni og spurði hvort ég væri ekki örugglega sitjandi, hann væri nefnilega með niðurstöðurnar. Ég flissaði subbulega en datt samt ekki enn í hug að hann væri að hringja í beinni útsendingu. Það kom í ljós þegar hann bauð mér óskalag og vildi að ég veldi eitthvað gamalt, lummó og dásamlegt. Fyrsta dásemdin sem mér datt í hug var Kveiktu ljós með Blönduðum kvartett frá Siglufirði, ég hef lengi haldið upp á það, eða síðan ég var lítil og hlustaði á það í Óskalögum sjúklinga. Þetta gæti Halldór svo sem hafa vitað síðan hann var um tíma tæknimaður hjá mér á Aðalstöðinni í gamla daga. Og viti menn, það lag beið undir nálinu hjá kvikindinu. Þetta gekk svo smurt að það var eins og við hefðum æft það. Síðan fékk ég annað símtal sekúndum seinna: „Gurrí, hvað dettur þér í hug þegar ég segi Dalvík?“ „620,“ svaraði ég um hæl, enda límist margt svona notadrjúgt eða ekki við heilann á mér. Frænkueinelti, ekkert annað, en samt svolítið skondið!

JackieJackie er vöknuð úr kómanu og er full ... hefndarþorsta. Hún stingur upp á því við Nick að hann reyni að ná tískufyrirtækinu af Forresterunum sem skaðabætur fyrir gjörðir Stefaníu. Stefanía er í vondum málum fyrst Jackie kýs að ljúga, skrýtið samt að hún skuli muna slysið svona greinilega, hún sem getur varla sagt heila setningu. Þetta er bara fjárkúgun. Jackie heldur að þetta komi Brooke endanlega til Nicks aftur. Nick sér fyrir sér að Jackie, mamma hans, stjórni Forrester. Hvar er pabbi Nicks núna, Massimo, gamli ástmaður Stefaníu og blóðfaðir Ridge? Hann myndi koma vitinu fyrir Nick og bjarga Stefaníu úr þessari klípu.

Svo er aumingja Phoebe, dóttir Taylors og Ridge, í hroðalegum vandræðum. Garðyrkjumaðurinn sem öll vörn Taylors byggist á, þessi sem varð vitni að slysinu þegar Taylor ók á Dörlu, notar aðstæðurnar til að reyna við aumingja stelpuna sem lætur ýmislegt yfir sig ganga til að styggja ekki kvikindið og þiggur matarboð hans. Hvernig fer þetta eiginlega?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Dóri er snillingur.  En það er öruggara að vera stöðugt á varðbergi gagnvart hrekkjum hans.

Jens Guð, 23.8.2008 kl. 14:35

2 identicon

Ekki veit ég hver þessi Dóri er en ég hef hann grunaðan um að vera í alla staðin indæll og alls enginn grallari. Viss um að hann er ekki bara fallegur heldur líka óvenju hlýlegur.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Áfram Ísland Bouncing Hearts  Bouncy 2 Bouncing Hearts 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Áfram Ísland.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:18

5 identicon

Bara minna þig á fundinn næsta föstudag.  Þú hefur ekki mætt vel á fundi undanfarin ár! Vonandi mannstu eftir félaginu! Leitin Að Ríkri Fyrirvinnu.

kv. félagi nr. 2

Félagi nr. 2 í LARF (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:00

6 identicon

áfram ísland!!

alva (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

mig langar svo að læra að flissa subbulega... er það með frussi ???

Guðrún Vala Elísdóttir, 24.8.2008 kl. 01:23

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Guðrún Vala, það er með frussi ef þú ert plebbi, hitt krefst fágunar ... hehehhe

Sammála, Alva, við fengum silfrið.

Félagi nr. 2 í LARF: Skal taka mig á, nú kýlum við á þetta, er með frábæra bók við leitina: Íslenskir auðmenn, heitir hún. Múahahhahaha

Þetta var aldeilis flottur árangur hjá okkur ... að fá silfrið!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.8.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég hef það nú fyrir satt að Halldór þessi sitji um að gera grín að saklausum frænkum og öðru hrekklausu fólki og um leið hann hefur lokið sér af hlæi hann eins og hýena að eigin sniðuglegheitum. Gæti það passað?

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 12:31

10 identicon

Markús, hver ert þú og hvað þykist þú vita?

Mínar fínustu, Haldór Frændi.

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:15

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er bestur og veit allt. Er Halldór ekki skrifað með tveimur?

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 15:21

12 identicon

Ég var með seinfæran íslenskukennara í menntaskóla sem hét Hjörtur og hann náði að skrifa nafnið mitt með aðeins helming þeirra L-a sem aðrir þurftu til verksins.

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:27

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Halldór. Kannski ekki seinfær, en verulega sparsamur maður, Hjörtur.

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 15:29

14 identicon

Ég held hann hafi verið seinfær. Hann ók um á Trabant. Einn daginn lyftu íþróttaálfar skólans bílnum upp og báru hann inná stóran grasblett fyrir utan bókasafnið. Allt í kringum blettinn voru stórir gulmálaðir steinar. Hjörtur settist uppí trabbann og leitaði að opi til að aka útum. Það bar ekki árangur en hann reyndi í um hálftíma meðan ég sat við bókasafnsgluggann og las Willy Breinholts í gömlum Vikum. Og þannig náði ég að tengja okkar einkaspjall Vikunni og þar með Gurrí, 2 mínútum áður en hún blokkaði okkur. En já, Hjörtur ók hring eftir hring og hefur væntalega vonast til að einhverjir steinanna myndu færa sig.

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:34

15 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er hann þarna ennþá?

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 15:36

16 identicon

Nei, á endanum smalaði samkennari Hjartar saman fleirum af sömu tegund sem aðstoðuðu við bílaburðinn.

Enn þann dag þegar ég minnist þessa atviks glymur sirkuslag í hausnum á mér.

.....þá loksins ég losnaði við raddirnar.

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:38

17 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég lenti einu sinni í þessu...

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 15:46

18 identicon

Já, því trúi ég, hver hefur ekki lent í því að horfa útum bókasafnsglugga lesandi Willy B og sjá þar seinfæran íslenskukennara sem ekki getur skrifað nafnið manns skammlaust aka Trabant 30 hringi leitandi að útleið. Skárra væri það nú!

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:56

19 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég meinti nú hinu, að aka 30 hringi í leit að útleið. Samt hef ég aldrei verið íslenzkukennari.... 

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 16:09

20 identicon

Hvernig byrjaði þetta rövl/skrifl okkar hér? Var það bara þessi L-iglöp mín?

Hvað ætli Gurr segi þegar hún sér að við erum að yfirtaka kommúnukerfið hjá henni? Það verða einhver déskotans læti í henni.

Hún er átakanlega erfið í skapinu en bara mili 1. og 31. sem betur fer.

Dórinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:12

21 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eins gott að hafa sig hægan þá, eigum við samt að þora að fá Gurr til að minna á  þáttinn okkar á Sögu, næsta laugardag milli kl. 13 og 16?  Eða sleppa því alveg?

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 16:20

22 identicon

Markús, mér dytti aldrei til hugar að misnota frænku mína á þennan máta. Ætla ekki að fara að benda á þátt okkar á Sögu, 99.4 á laugardögum milliu 13 og 16. þar sem við keppum í lagavali, spilum óþekkta orginalinn og margt margt fleira.

Dorinn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:48

23 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei Haldór, við erum nú betur uppaldir en það. Við förum heldur ekki að misnota hina yndislegu frænku þína til að láta vita af því að við séum að leita að mögulegum kandídötum í æsispennandi spurningaleik í þættinum á laugardögum, sem við að sjálfsögðu nefnum ekki hér.

Markús frá Djúpalæk, 25.8.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1724
  • Frá upphafi: 1453234

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1405
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband