Óveðrið Ágúst Ólafur?

Lekur gluggiÉg get ekki að því gert en ég fyllist alltaf miklum spenningi þegar von er á vitlausu veðri. Eini gallinn er sá að opnanlegu fögin í gluggum himnaríkis eru ekki vatnsheld frekar en nýju fínu svaladyrnar. Samt spennandi. Kvöldverkin verða því þau að troða eldhúsrúllubréfum til að þétta þau opnanlegu og setja handklæði í gluggana fyrir neðan. Búist er við snörpum hviðum á Kjalarnesi, enda austanátt í kortunum og því verður kannski bara klikkað fjör í bílnum með Ástu upp úr kl. 6.30 í fyrramálið. Mikið er gott að búa á Íslandi þar sem allra veðra er von. Hugsa þó með samúð til blaðberanna sem þurfa að berjast með dagblöðin til okkar fréttafíklanna eldsnemma í fyrramálið. Væri ekki sniðugt að nefna óveður vetrarins (þetta veður telst varla með þar sem enn er sumar) eftir alþingismönnunum okkar? Það koma varla fleiri lægðir en 63 á einum vetri, eða hvað ... Ja, ef við byrjuðum t.d. núna, svona til öryggis, þá gæti óveðrið sem hefst í nótt gengið undir nafninu Vatnsveðrið Arnbjörg Sveinsdóttir, það næsta Fellibylurinn Atli Gíslason, (ef t.d. leifar Gustavs berast hingað) þá Óveðrið Ágúst Ólafur Ágústsson o.s.frv. Annars væri auðvitað snjallara að nefna þetta veður sem skellur á í nótt Ágúst Ólaf af því að það er enn ágústmánuður.  

Ýsa var það, heillinSoðin ýsa var í hádegismat í mötuneytinu í dag, bara skrambi góð með „karpullum“ og bræddu smjéri. Ekki skemmdi fyrir að Davíð, ástkær frændi minn og systursonur, var borðherrann minn.

Davíð hóf nýlega nám í Kvikmyndaskólanum sem er staðsettur á hæðinni fyrir ofan mig í Hálsaskógi og líst ótrúlega vel á námið.Við hámuðum í okkur fiskinn og salat og skiptumst á fréttum um frábæru fjölskylduna okkar. Bara jólin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

jibbý skibbý...*hóst* afsakið....mínir gluggar eru nebblega orðnir vatnsheldir

Handklæðakveðjur hinumegin úr flóanum

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Marilyn

Skondið - ég á líka famelíu þarna á efri hæðinni sem lét svo lítið að snæða með mér hádegisverð þótt ég hafi reyndar sleppt mötuneytismatnum eins og venjulega ;)

Marilyn, 28.8.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Aprílrós

Mínir gluggar eiga það til að vera ekki vatnsheldir ef það er mikið sem dynur á, og er það gólfið bara þakið handklæðum.;)

Aprílrós, 28.8.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 2362
  • Frá upphafi: 1451557

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1818
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Baldursbrár
  • Vigdís
  • 82 í framboði

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband