Farin í hundana ...

LabradorEftir vinnu á föstudaginn heimsótti ég hjón, góða vini sem ég hef ekki séð allt of lengi, enda búa þau á Kjalarnesi, hver fer eiginlega þangað í heimsóknir? (djók) Kynntist þeim 2001 þegar ég tók viðtal við þau og fannst þau gjörsamlega frábær. Hef haldið sambandi síðan og þegar ég sendi þeim afmælisboð í SMS-i (eftir boðskortaklúður enn eitt árið) fyrr í mánuðnum fékk ég að vita að þau hefðu verið að eignast 11 „barnabörn“, eða labradorhvolpa og ekki séns að þau kæmust frá. Berglind var búin að hafa sig til, orðin glerfín fyrir Eric Clapton-tónleikana 8. ágúst sl. þegar tíkin þeirra breytti áformunum og aðfaranótt 9. ágúst höfðu þau í nógu að snúast við að taka á móti. Fyrstu dagana á eftir þurfti síðan að skiptast á að vaka yfir litlu krúttunum og passa að allur fjöldinn fengi nóg að drekka og að mamman legðist ekki ofan á þá. Þetta eru fimm svartir hvolpar og sex ljósir, hreinræktaðir auðvitað. Þeir eru komnir með sjónina, aðeins byrjaðir að leika sér og þvílíkir gullmolar. Svartur labradorFjórir eða fimm hafa þegar eignast ný heimili en fara þó ekki að heiman fyrr en í október.

Eins og BilliBilli, smáhundurinn á heimilinu, er eins og fúll gamall frændi þessa dagana. Enginn sýnir honum athygli, allir fara beint til hvolpanna og dást að þeim. Áður var hann krúttið á heimilinu. Lítill, svartur og loðinn krúttmoli, man ekki af hvaða tegund hann er, hann líkist hundinum á myndinni til hægri. Hann lá í körfunni sinni og það urraði í honum við enn eina gestakomuna til hvolpanna. Ég ákvað skömmu seinna að sýna þessum gamla frænda að hann væri enn mesta krúttið og öðlaðist miklar vinsældir fyrir vikið. Þetta er svona eins og að gleyma ekki eldri systkinum þótt þetta nýfædda sé mest spennandi. Í næstu heimsókn ætla ég að taka myndavél með og skella myndum af hvolpunum, og auðvitað Billa, á bloggið. Hafsteinn bauðst til að senda mér myndir en kann ekki að minnka þær og ég veit ekki hvort tölvan mín, póstforritið, þoli að fá risamyndir.

Nú verður tíkin sett á pilluna eða tekin úr sambandi. Þetta hefur verið mikið álag fyrir hana ... átta spenar og 11 síhungraðir munnar. Þessir ljósu fengu að drekka á meðan ég stoppaði við og þeir svörtu lágu á meðan í einni kássu í lítilli körfu og steinsváfu.Líka klikkkuð vinna fyrir fjölskylduna.

Ég átti einu sinni Labrador-tíkina Nóru og syrgði hana sárt og lengi þegar hún varð fyrir bíl og dó. Hef ekki haft aðstæður til að vera með hund síðan og læt kettina nægja. Þeir eru líka fínir! Það er samt ekki erfitt að fara í hundana eftir svona heimsókn ... ummmmm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ohhh...hundar eru algjört ææææði....væri til í fleiri...en húsnæðið leyfir bara einn smáhund....

Er hrædd um að lilta ljónynjan myndi bregðast við "eins og gamall frændi" ef það myndu sturtast inn fleiri hundar hérna....

Alltaf gaman að kíkja hér inn...

Bergljót Hreinsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Langar í hund en get það ekki fyrr en ég flyt í Ráðherrabústaðinn.  Eða eitthvað sollis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég er barasta bara skíthrædd við hunda.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Eins og þú veist mín kæra þá varð bloggið þitt til þess ég eignaðist hund númer tvö.  Er alsæl, það er ótrúlegt hvað þessar skepnur gefa manni mikið og bloggið mitt í dag fjallar líka um hunda

Guðrún Vala Elísdóttir, 31.8.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Heart Glitter Graphic - 5Innlitskvitt og knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er komin í hundana og líkar það bara vel.  Kvitt og knús 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamms, hundar eru æði. Hvort sem þeir eru hreinræktaðir eða blandaðir. Misjafnir auðvitað ... er hrifin af labrador af því að þeir eru með svo ljúfa skapgerð og gelta ekki nema að innbrotsþjófum, held ég, nema þeir sleiki þá til bana ...

Held að lítill Labbi kosti 150 þúsund. Er þó ekki viss, spurði ekki að því.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kvitt kvitt

voff! 

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.8.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: www.zordis.com

Labradorinn er yndislegur!

Hrikalega hlýtur Billi að vera rígmonntin þrátt fyrir minni athygli.

www.zordis.com, 31.8.2008 kl. 23:13

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Úff 11 hvolpar...það verður nóg að gera á þeim bæ.....mér fannst nóg að vera með samanlagt 7 kisur, tvær stálpaðar og 5 kettlinga.. á sínum tíma. En öll dýr eru æðisleg hvort sem það eru hundar eða kettir.

Hafðu það sem best og góða nótt, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:13

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Það held ég að Steinka systir hefði orðið sjúk ef þú hefðir farið með hana þangað !  Hefði sennilega kippt með sér nokkrum stykkjum!  Sú kona er rækilega farin í hundana

Svava S. Steinars, 1.9.2008 kl. 00:04

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fór í hundana 4. júlí sl. - aftur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 01:26

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Elska þessi dýr

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 09:06

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er ekki enn farin í hundana og fer eflaust aldrei aftur. Er svo rækilega dottin í kettina. Til hamingju með stórafmælið, elsku Gurrí, var grútspæld að missa af því en veit að það hefur verið æðislegt.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:49

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var í hundunum, en hef ekki lagt í það aftur...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 19:25

16 identicon

Awwww....þetta ER svo sætt:-) Hlakka til þegar Ylfa Úlfarsdóttir mætir í vinnuna með litlu loðbörnin sín.

Knús á þig...

Gerdur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:17

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sætar myndir!

Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:33

18 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Voff voff, ég elska hunda, væri alveg til í að eiga eins og einn Pomerian þeir eru bara sætir.

Sigríður Þórarinsdóttir, 2.9.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 259
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1776
  • Frá upphafi: 1453651

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 1466
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband