Hollusta og hressleiki í himnaríki

HollustudótiðFyrir u.þ.b. hálfum mánuði hóf ég nýtt líf, eða þannig, og byrja hvern morgun (nema þann þegar ég svaf yfir mig í rafmagnsleysinu) á því að fá mér hollustumorgunverð. Var bent á nokkuð sem heitir Beyond Greens og fæst í Heilsuhúsinu. Ég set matskeið af þessu í eplasafa og drekk með bestu lyst. Skelli reyndar fyrst í mig skeið af lýsi, eða Udo´s 3-6-9 olíublöndu og kyngi henni með hjálp fyrsta sopans af Beyond Greens-dæminu. Þetta, ásamt vítamíninu sem á m.a. að efla kynhvötina (grrrr), hefur sannarlega haft góð áhrif á ekki lengri tíma. Nú vakna ég ekki á morgnana, heldur glaðvakna og er svo miklu hressari. Bjúgurinn, sem hefur angrað mig síðan ég var rúmlega þrítug og fékk óverdós af fúkkalyfjum, er að hverfa en mér hefur verið meinilla við að taka bjúgtöflur síðan ég las á fylgiseðlinum að þær gætu verið slæmar fyrir hjartað. Man eftir lækni sem starði vantrúaður á mig stokkbólgna af bjúg og sagði mér að niðurstöður viðamikillar blóðprufu hefðu sýnt að ég væri við frábæra heilsu.

Kubbur bókaormurÉg hef reynt að finna mér eitthvað hollt og gott í morgunmat í gegnum tíðina en ekki verið alveg sátt við neitt til þessa. Nú held ég að ég hafi loksins dottið ofan á eitthvað sem mér finnst gott og hefur líka góð áhrif. Í þessu eru m.a. fitusýrur, trefjar, næringarefni og meltingarensím. Auðvitað væri best að fá þetta allt úr úr fæðunni en ég þekki sjálfa mig, viðurkenni að ég hef allt of oft látið grænmeti og ávexti skemmast í ísskápnum. Gæti reyndar trúað að þessi morgunmatur sé helmingi dýrari en sá sem ég get fengið í mötuneytinu á 88 krónur (grænmeti/álegg án brauðs) en þessi gerir mér svo miklu betra. Ég finn líka fyrir minni sykurlöngun sem er bara frábært. Finnst ég hafa grennst, alla vega misst bjúg ... en þar sem ég lít á baðvigtir sem uppfinningu andskotans þá get ég ekki vitað með vissu hversu mikið.

Þetta er kannski leið letingjans að betri líðan en hver veit nema þetta verði til þess að ég fari stútfull af orku að elda sannkallaðar hollustumáltíðir á hverju kvöldi, ekki bara stundum.

Ég prófaði einu sinni Herbalife og fylltist gríðarlegri orku, eftir tvær vikur var ég farin að strauja þvottapoka og það straujar enginn þvottapoka ... en svo voru pillurnar sem fylgdu með bannaðar, þær virkuðu víst eins og argasta amfetamín. Ég á reyndar einn dunk af Herbalife núna og mun ábyggilega fá mér stundum úr honum til tilbreytingar.

Það allra besta væri auðvitað að eiga mann sem væri karlkynsútgáfa af Sollu í Grænum kosti ... en þangað til ég finn hann þá held ég mig við þetta. Hef meira að segja séð vítamínið til sölu í Einarsbúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með lífstílinn, hvert sem hann leiðir þig.

Hefurðu tekið eftir því að það eru allir með lífsstíl?

 Meira að segja ég.

Hm......

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Gott mál að laga til lífsstílinn, gangi þér vel með það, en æ hvað sæt kisa, lúrir svona notalega.

Klappaðu henni frá mér.

Hafðu það sem allra best, og takk fyrir bloggvináttuna.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Aprílrós

Gott hjá þér Gurrí ;)

Aprílrós, 21.9.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhahaha, já, ég fattaði þetta ekki. Þetta er sannarlega nýr lífsstíll. Vona bara að ég endist í þessu. Það hlýtur þó að vera, fyrst sprækleikinn er orðinn svona mikill á morgnana þá leik ég mér að þessu.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Klappa kisu frá þér, Gleymmérei. Takk, Krútta mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á ykkur og bestu kveðjur inn í nýja viku

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:37

7 identicon

Rétt hjá þér Gurrý, baðvigt er uppgötvun frá einhverju MJÖG íllu. Ég hef ekki hugmynd um hvar mín felur sig og er slétt sama um afdrif hennar. Á reyndar voðafína digital baðvigt sem er EKKI vinkona min   Ég væri búin að henda henni út um baðgluggan fyrir löngu....ef það væri gluggi á baðinu mínu. Þangað til safnar hún ryki undir skápnum eða þar sem hún heldur sig.  Minnkandi fatastærðir segja meira en kílóin, það er bara þannig elskan. Trúðu mér

Jonna (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 17:26

8 Smámynd: Ragnheiður

straujar enginn þvottapoka ! Gáðu hvað þú segir kona ! Mamma sáluga straujaði sko alla þvottapokana sína, borðtuskurnar og nærbuxurnar...(flisssss) Ætli það bendi ekki til að það sé hæfileg bilun í ættinni minni?

Njóttu nýs lífstíls sætust

Ragnheiður , 21.9.2008 kl. 18:02

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Úff þetta Himnaríkisfóður.

Svo er bara hollt að strauja, þá stinnast vinnukonuvöðvarnir.

Þröstur Unnar, 21.9.2008 kl. 18:22

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ERt að líta í kringum þig? Leitaðu þá ekki langt yfir skammt fröken Akranes.

En hvar skildi Þrösturinn geyma sína vinnukonuvöðva?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 22:43

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Gangi þér vel í þessu súperkona!  Greinilegt að ég á að halda mig frá Herbalife, ég brenni mig nefnilega í hvert sinn sem ég strauja

Svava S. Steinars, 22.9.2008 kl. 00:14

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Gott hjá þér stelpa,eigðu góða drauma í nótt ljúfan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.9.2008 kl. 00:19

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Góð heilsa er gullli betri segja vitringarnir og hafa alveg hárrétt fyrir sér. Frábært að þú ert búin að finna svona hollt og gott fyrir þig Gurrí mín og ég tala nú ekki um fljótlegt. Ég var svo dugleg á tímabili að gera svona morgunsafa úr grænmeti og ávöxtum en svo gafst ég upp á að hreinsa vélina sem var í mörgum pörtum. Mun betra að þurfa bara að skola af einni skeið eins og þú Hmmmm..ég er nú farin að efast um að þessar blóðprufur séu eins alvitrar og læknar vilja vera láta...allavega heyri ég oft svona sögur um að allt sé í gúddí út af góðum blóðprufum en þær einar segja sko ekki alltaf alla söguna. Skilaðu kveðju til bjúgsins áður en hann fer alfarinn!!!

knús 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 10:14

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég væri til í að prófa þetta, er alltaf eins og hálfdauð hæna á morgnana þótt ég þurfi ekki að mæta fyrr en klukkan 10. Ég læt alltaf eins og ég sjái ekki vigtina en Úlfar notar hana af mikilli elju enda búinn að losa sig við rúm 30 kíló drengurinn.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:52

15 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að heyra (lesa) að það eru fleiri en ég búnir að afsanna þjóðsöguna um að hollt sé vont og óhollt sé gott.

Laufey B Waage, 22.9.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 173
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 2312
  • Frá upphafi: 1452048

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1897
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband