Stjórnin að falla? Afnám verðbóta? Ljúft að láta sig dreyma ...

Sjá þessar dúllurMest spennandi fréttin í dag er þessi um leynifund helstu ráðamanna þjóðarinnar fram á nótt. Verður nú hlustað á háværa rödd almennings? Á kannski að afnema hinar ósanngjörnu verðbætur sem eru að sliga Íslendinga og viðgangast hvergi annars staðar í heiminum? Eða á bara að redda bönkunum enn einu sinni? Ég er hrikalega óhress með stöðu mála, tók á engan hátt þátt í uppsveiflunni með því að taka LÁN fyrir neyslu og/eða óþarfa, lán sem ég hefði reyndar þurft að borga af okurvexti og verðbætur. Slepp þó ekki við að taka þátt í niðursveiflunni frekar en aðrir. Óþolandi þegar mér er sagt af stjórnmálamönnum, sem sumir hverjir eru ekki í nokkrum tengslum við raunveruleikann (Pétur Blöndal?), að kreppan sé óráðsíu minni að kenna.

Í nýjustu Vikunni er stutt viðtal við Gunnlaug stjörnuspeking. Þar segir hann m.a.: „Geir H. „Horfinn“ er formaður Sjálfstæðisflokksins, flokks sem vill ekki að stjórnvöld skipti sér of mikið af fólki. Ingibjörg (Sólrún) er formaður félagshyggjufólks sem segist vilja berjast fyrir fólkið í landinu en gerir ekki. Reiði almennings mun því frekar beinast að henni. Hún er áhrifagjörn þótt hún sé sterkur karakter. Hún á eftir að lenda í kaldri raunveruleikasturtu nú í október. Hún verður að vakna ... ... Það mun hrikta í stoðum ríkisstjórnarinnar og hún falla í október eða í síðasta lagi næsta vor.“ Vildi bara deila þessu með ykkur.

Fékk óvænt far í morgun og stimplaði mig inn sjö mínútur yfir sjö hér í Hálsaskógi! Fylltist áhyggjum af strætó sem við mættum ekki í Kollafirði, strætó sem ég hefði ella tekið kl. 7.40. Bilun ... seinkun ....  eða kannski sjónleysi mitt? Strætó frá Akranesi er þéttsetin á þessum tíma og við troðfyllum síðan leið 15 í Mosó þannig að Mosóbúarnir þurfa að standa alla leiðina í bæinn.

Nóg var að gera í alla nótt ... flóð eða aðrar hörmungar voru yfirvofandi ... en við komumst nokkur yfir skip, líklega gömlu Akraborgina, og tókst að bjarga okkur. Fjöldi fólks lét lífið í þessum draumi ... Líklega martröð vegna sífelldra heimsendafrétta af efnahagsmálum.


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir að laða fram bros í morgunsárið

Birgitta Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stjórnin að falla? Svei mér þá það getur varla versnað mikið er það?

Njóttu dagsins villingur og út að reykja með þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þetta var skrítin nótt og erfið orka í gangi. Örugglega margir fundið fyrir því..og ekki er ástandið betra í vökunni hjá ráðmönnum þjóðar..það er allavega ekki tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Tek undir með Jenný..fáum okkur smók. Það er það eina rétta í stöðunni

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:55

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað tekur við ef stjórnin fellur? Kosningar? Það er eins gott, því Sjallarnir og Samfó eiga 90% af stólunum við Austurvöll.

Mig dreymdi að ég væri að moka skít fyrir af í fyrrinótt. Hvað þýðir það?

Annars er þetta allt í góðu. Það virðist viðra þokkalega til reykinga í dag.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Moka skít fyrir afa, átti það að vera.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 10:46

7 identicon

jæja, þá er komið að því að stjórnin fái það í bakið sem hún svo vel gróðursetti sjálf, það er frjálshyggjan og það ofurkapp að gefa í raun bankana sem voru fyrir umþað bil fyrir 6 árum ríkisbankar til góðra vina. Eitt verðum við kjósendur að muna ef svo fer að þessi tíkar rikisstjórn verður að fara frá, er að franssóknarflokkurinn er stór ábyrggðaraðili í þessu, hann var jú undirlægja sjálfstæðisflokksins í 12 ár, okkur kjósendum er hollast að muna það, mitt mesta dissapointment í þessu öllu er að hún Ingibj skyldi selja sig og sinn flokk svona ódýrt til sjálfstæðismanna. 'eg held bara að maður skili auðu atkvæði eins og síðast. Enginn á þessu háa Alþingi okkur er þess verðugur(ug) að fá að komast til valda hér, engum er treystandi því miður. Fólk eins og við Gúrrí sem höfum í raun ekki tekið þátt í þessum darraða dansi eigum nú að blæða og borga reigingin sem vinir Daviðs, Halldórs, Ingibj, Geir H, hafa svo skemmtilega búið út handa okkur landsmönnum, við eigum bara að halda áfram að brosa okkar blíðasta brosi og þeygja.

siggi (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:51

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Því miður erum við kjósendur með gullfiskaminni, Siggi.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 133
  • Sl. sólarhring: 384
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1452008

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 1862
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband