Reykt ýsa, heimsókn til Línu og jólastemmning í boldinu

ÝsaÞað fór sem eldur í sinu í vinnunni að það yrði reykt ýsa í hádeginu, risotto sem grænmetisréttur og sitt sýndist hverjum. Nokkrir hlupu upp í Taí-matstofu og var ég ein af þeim. Fékk kúfaðan disk af alls kyns gómsætum taílenskum réttum og borgaði 1.000 kall fyrir. Alveg þess virði til að sleppa við ýsuhelvítið og halda samt fullum starfskröftum.

Ella, Inga og LínaKíkti á Línu við heimkomu og var mikið fjör á heimilinu að vanda. Ella og Kjartan kíktu með Eygló skömmu seinna. Strákarnir „mínir“ eru í skólanum á fullu og líkar mjög vel, litla snúllan er ekki jafnhress þegar hún þarf að kveðja mömmu í leikskólanum en það er bara eðlilegt, Ella sagði henni að hálfum mánuði eftir að Eygló hennar byrjað í leikskólanum hefði hún einn daginn sagt bless, ekkert vesen lengur og þá var það eflaust mamman sem skældi af söknuði. Nadeen á viku í það. Lína er byrjuð í íslenskunámi líka og segir það mjög skemmtilegt. Hún er að læra muninn á framburðinum á sérhljóðunum og ... úff, hvað íslenskan er nú flókin fyrir útlendinga, sá það eitt augnablik með augum hennar. Framburðurinn mun samt greinilega ekki vefjast mikið þeim, fannst mikið til um þegar strákarnir spurðu mig á góðri íslensku: „Hvað heitir þú?“ Svo spurði ég þá að nafni og þeir svöruðu: „Ég heiti ....“ og svo komu nöfnin. Strákarnir eru bæði í sundi og fótbolta, alsælir. Þeir fóru einmitt í sund áðan með vinum sínum. Lína bauð okkur upp á safa og nammi, núna er ramadan búið og þriggja daga „jól“ standa yfir. Þegar við kvöddum var Inga einmitt að koma heim úr vinnunni, en hún býr í sama húsi og Lína. Myndin hér að ofan er af Ellu, Ingu og Línu, tekin um daginn þegar túlkarnir komu og við gátum talað saman af hjartans lyst, engin leikræn þjáning þar á ferð.

Vertu úti, kerlingNú eru líka jólin hjá Forrester-fjölskyldunni og Stefanía heldur hjartnæma ræðu um leið og hún segir „Gjörsovel“. Hún talar um fjölskyldugildin og þá ást sem hún beri til barna sinna, eiginmanns og annarra ástvina. Þá hringir dyrabjallan. Úti stendur móðir hennar og óskar henni gleðilegra jóla. „Hvað ert þú að gera hér?“ spyr Stefanía og útihurðin hrímar. „Jólin eru tími fjölskyldunnar,“ segir mamma hennar ámátlega. „Vertu úti!“ skipar Stefanía og er algjörlega ósveigjanleg. Fjölskylda er ekki sama og fjölskylda.

Darla heitin og ThorneAndi Dörlu heitinnar er á sveimi í kringum Thorne og littlu dóttluna og er Darla heitin alsæl með hversu hamingjurík jól dóttir hennar upplifir. Eftir þennan þátt er greinilegt að það er líf eftir dauðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð að viðurkenna að hér var elduð reykt ýsa og ég lýg því ekki að  það gerðist með vitund minni og frjálsum vilja og enginn hélt byssu að höfði mér.

Arg boldið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Reykt ýsa er yndisleg en fæst ekki á Skipaskaga.

Ég er hreinlega næstum því algjörlega um það bil alveg viss um að Inga er skólasystir mín.

Þröstur Unnar, 2.10.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef ekki komið nálægt reyktri ýsu áratugum saman en var að spá í hvaða lykt þetta væri í mötuneytinu.

Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Reykt ýsa er lostæti! Og jólin koma fyrr hjá sumum en öðrum... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Brynja skordal

Reykt ýsa er algjört lostæti nammi namm En þröstur hef keypt reykta ýsu á skaganum en svolítið langt síðan minnir að það hafi verið í Einarsbúð var einmitt að hugsa um að hafa reykta ýsu næstu daga svo ég auglýsi hér með ef einhver veit hvar hún fæst hérna á skaganum (Ef þröstur hefur leitað um allt) já alltaf hugljúfir jólaþættirnir í boldinu hlakka til að horfa í fyrramálið Mikið er gaman að fá fréttir af þínu fólki og allt gangi vel og vona að sú litla fari að sætta sig við leikskólan hafðu góða nótt Himnaríkis kona

Brynja skordal, 2.10.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi ég veit ekki með reykta ýsu....en tælenskir réttir...namm namm..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Oooo... já reykt ýsa er algjört lostæti....mmmm...namm.

En hafðu það gott og góða helgi.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst reykt ýsa með kartöflum og smjöri algjört lostlæti, og soðin ýsa líka.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2008 kl. 02:26

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég var bólusett endalega fyrir svona mat í æsku og mun ekki gleyma þeim pyntingum sem voru viðhafðar til að koma þessu ofan í mig með góðu og illu. Reykt ýsa, kæst skata, nætursöltuð ýsa, súrt slátur o.s.frv.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband