Skrýtinn dagur - úttektir hjá sparifjáreigendum

Hér í vinnunni hefur ríkt skrýtið andrúmsloft í dag, eins og örugglega víðar í þjóðfélaginu. Sögusagnir um hrun Landsbankans ganga fjöllunum hærra og einn samstarfsmaður minn frétti að heilir 2 milljarðar hefðu verið teknir út bara í Landsbankanum í Mjódd í dag ... af hræddu fólki sem vill frekar hafa peningana undir koddanum en mögulega tapa þeim. Veit um einn karl sem tók reyndar allt sitt út í dag, en ekki þó í útibúinu í Mjódd en í öðru Landsbankaútibúi. Kannski óþarfapanik, verst að enginn veit neitt og ráðamenn vilja sem minnst segja og bara þegja sem gerir almenning enn hræddari.

Einhver sagði í matsalnum (fínasti matur í dag) að landið hefði ekki efni á bensíni nema í stuttan tíma í viðbót, síðan fengist ekki meira keypt inn, og þá þurfum við að fara að labba í vinnuna. Ég á líklega óhægt um vik en Eiríkur Jónsson sagði að nú yrði líklega leyft í fyrsta sinn síðan 11. júlí 1998 að fara fótgangandi í gegnum Hvalfjarðargöngin. Ja, eða á hlaupahjóli, sem væri sniðugra, bætti snillingurinn við. Jamm, hvaða stórfréttir ætli skelli á okkur um helgina? Eða á mánudaginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bévítans bölmóðstal erðetta Guðríður!

Ég hélt nú bara upp á fallegan, sólroðin, en smá kaldan föstudagsmorgun með því að kaupa tvær bleikar slaufur, táknræn aðgerð til heilla hinum fallegu uppsprettulindum sem konunnar brjóst eru!

Bið að heilsa þínum vænu, mín kæra Vikusnót!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Sigurður Helgi, auðvitað 1998.

Þetta eru spennandi tímar, Magnús Geir, enginn bölmóður hér!!!  

Guðríður Haraldsdóttir, 3.10.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hertu upp huga þinn,
hnýttu allt í hnút.
Leggur ekkert inn
tekur bara út.
Syndir þínar o.s.frv.

Eigum við ekki að líta á björtu hliðarnar? Við eigum enn menn eins og Davíð og Golíat og Gunnar og Geir. Og ekki má gleyma snillingunum í háskólanum, sem allt vita, en ég man ekki hvað heita.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einmitt, ég er sallaróleg og treysti mínu fólki alveg til að bjarga landinu. Þetta er einhver panik sem hefur gripið fólkið ...

Guðríður Haraldsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:11

5 identicon

... ef ég byggi uppá skaga þá sæi ég mig ekki fyrir mér þjótandi niður hvalfjarðargöngin (á leið í bæinn) á hlaupahjóli

Hulda (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég er búin að skamma hann Eirík svo oft hérna á blogginu mínu og næstum leggja hann í einelti á köflum að ég varð að "kolvetnis"jafna þetta svolítið ... hann er alla vega fínn samstarfsmaður.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 1702
  • Frá upphafi: 1453212

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1384
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband