Færsluflokkur: Menntun og skóli

Að næra flughræðslu, fara í nám, éta eldingar og prumpa þrumum ...

West-Ham-02Við erfðaprins höfum sett Englandsferðina á HOLD til hausts. Veltum ýmsu fyrir okkur, ekki bara fjármálum (hruni vegna okurviðgerðarábílreiknings), heldur líka því hvaða stemmning gæti mögulega verið í gangi í lokaleiknum hjá West Ham í maí. Nú eru þeir ekki í fallhættu, eins og í fyrra, og meiri möguleikar á bragðdaufum leik, ja, alla vega ekki jafnspennandi. Vegna þessa hefur erfðaprinsinn tekið upp fyrri iðju ... að horfa á hroðalega flugslysaþætti á National Geographic-stöðinni. Hann hafði ákveðið að geyma það þar til eftir þotuflugið yfir hafið en ... um að gera að næra svolítið flughræðsluna. Skrýtið að ástin á flugferðum hafi ekki erfst frá móður til sonar, eins og greindin, því mér finnst æðislega gaman að fljúga og t.d. fín stemmning í því að lesa flugslysabækur í flugi.

Annars skrapp erfðaprinsinn upp í fjölbrautaskóla í dag í viðtal hjá námsráðgjafa og ætlar í kjölfarið að skrá sig í fullt nám næsta vetur. Líst vel á þetta! Hann hefur alltaf átt auðvelt með að læra og nú mun það loks nýtast honum! Fórum til Maríu á Skrúðgarðinn á eftir og indverska súpan hennar var hreinasta snilld!

chuck-norrisHér kemur síðasti skammturinn af Chuck Norris-staðreyndum, alla vega í bili. Hef verið húkkt á honum undanfarið og ætla að taka DVD-mynd með honum á leigu fljótlega, auðvitað bara til að dást að honum.
- Chuck Norris spilar skvass með vöfflujárni og keilukúlu.
- Chuck Norris borðar eldingar og prumpar þrumum.    
- Chuck Norris notar Tabasco Sauce sem augndropa.
- Chuck Norris getur fengið fullt hús með aðeins einu spili.
- Chuck Norris þarf að nota staðgengil í grátsenum.
- Chuck Norris getur klofið atóm. Með berum höndum.
- Chuck Norris getur haldið niðri í sér andanum í níu ár.
- Chuck Norris getur látið lauk gráta.
- Chuck Norris elskar ekki Raymond. 
- Chuck Norris getur sleikt olnboga sína … báða í einu.
- Chuck Norris getur sparkað bíl í gang.
- Chuck Norris skilur endinn í 2001: A Space Odyssey.
- Þegar Chuck Norris borar í nefið finnur hann gull, í alvöru.
- Chuck Norris getur klappað með annarri hönd.
- Chuck Norris klippir táneglurnar með keðjusög.
- Auðveldasta leiðin til að aldursgreina Chuck Norris er að skera hann í tvennt og telja hringina.
- Chuck Norris veðjaði við NASA að hann gæti lifað af flug í gegnum lofthjúp jarðar án þess að vera í geimbúningi. Þann 19. júlí 1999 þaut hann nakinn inn í andrúmsloftið og á leiðinni yfir 14 ríki Bandaríkjanna náði hann 3.000 stiga hita á Celsíus. Skömmustulegir Nasa-menn sögðu fjölmiðlum að þarna hefði vígahnöttur verið á ferð og skulda Chuck Norris enn bjór.

Af hryllingsbók og kynfræðslu ...

MunkurÞað gengur bara vel að lesa hryllingsbókina eftir Dean Koontz.  Sagan gerist í klaustri og  þegar fjórðungur er búinn af henni er aðeins búið að myrða einn munk. Ekkert annað í sögunni minnir þó á Nafn rósarinnar. Finnst mjög líklegt að tala fallinna eigi eftir að hækka nokkuð ef ég þekki minn mann rétt. Það er orðið svo bjart að hægt er að lesa í strætó á leiðinni heim og það notfærði ég mér óspart í gær á heimleið. Kann ekki við, svona eftir að Spölur lækkaði gangnagjaldið um heilar 100 krónur, að fara fram á meiri lýsingu þar, svona hliðarlýsingu í göngunum. Það væri samt snjöll hugmynd. Svo gæti ég slökkt á þeim með hugarorkunni ef ég vildi dorma ... Odd Thomas er skemmtileg sögupersóna, ungur maður sem býr yfir hæfileikum/náðargáfu sem örfáir í klaustrinu vita um. Hann sér meira en aðrir og veit alltaf þegar hætta er á ferðum. Hann sér "dedd pípúl" og einn af þeim sem hann sér reglulega er Elvis, kóngurinn sjálfur. Jamm, hljómar undarlega. Eftir að Stephen King gerði trúverðugt í einni bóka sinna þegar gosdrykkjasjálfsali tókst á loft og myrti fólk er ég opin fyrir ýmsu. Það tengdist að vísu geimverum og þeim er fátt ómögulegt ...

-   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -  

 

Þrír ungir piltar fengu lélegar einkunnir í kynfræðslu. Jói fékk D+, Gummi D- og Nonni fékk F.
„Einn daginn fær tíkin sko að finna fyrir því,“ sagði Jói bálreiður og var að tala um Guðríði kennara.
„Já, við náum henni og klæðum hana úr öllum fötunum,“ sagði Nonni.
„Já, og svo skulum við sparka í punginn á henni,“ sagði Gummi.


Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1515925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 703
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband