Meiri grunsamlegheit og ný spennumynd

Það er ekki bara fjör í bloggheimum, heldur líka stöku sinnum hérna í daglega lífinu ... sem þó verður alltaf leiðinlegra við samanburðinn. Mér finnst orðið óþægilegt þegar fólk brosir til mín á venjulegan hátt, svo vön er ég orðin broskörlunum í blogginu.

Rautt er hættumerkiSíminn er reyndar frekar heitur í dag af notkun eftir nokkur einstaklega góð símtöl, svona miðað við að yfirleitt nenni ég ekki að hanga lengi í síma.  Já, og til að taka af allan vafa þá vaknaði ég klukkan 11 í morgun, hef bara varið tímanum í að horfa á það nýjasta nýja fyrir neðan himnaríki. Nú standa þar rauðir bílar. Mig grunar að það skipti máli. Guli liturinn (gula grafan, remember) táknar venjulega að það sé biðstaða en sá rauði að aðgerðin sé stopp í bili. Þegar kemur að því að grænn bíll leggur við sandinn veit ég að allt fer á fullt og þá ætla ég að loka mig inni í þvottahúsi með kisunum, dósamat og batterísútvarpi, jafnvel síma. Svo er fullt af saklausi fólki á labbinu þarna allt í kring. Gott dulargervi eða samsekt fólk.

Lífið sjálft er stöku sinnum meira "spennandi" en sápuóperurnar.
Ég man t.d. eftir fráskildum manni að norðan sem yngdi verulega upp og eignaðist barn með nýju konunni. Sonur mannsins af fyrra hjónabandi gerði sér lítið fyrir og stal eiginkonunni, stjúpu sinni, og er nú stjúpfaðir hálfbróður síns. Þetta er samt ekkert miðað við það sem ég er að ganga í gegnum með gröfur og önnur grunsamlegheit!

 

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=bc336494a082937701494d38451bd505

 


Næturbíó - lausnin nálgast

Hér kemur kvikmynd fyrir nátthrafnana í hópi bloggvina minna. Ég virðist vera farin að nálgast lausn gátunnar um grunsamlegu gröfuna. Vona að það reynist mér ekki hættulegt. Ef ég verð ekki búin að blogga klukkan átta í fyrramálið þá ... verð ég sofandi.

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=a92261092258961a22c5c73d41031f83



The Birds í beinni og fleira dularfullt

Lóurnar mínar og spóarnirUndarlegt hvað það kemur alltaf dásamlega á óvart hvað það getur verið bjart um miðnætti. Eins og það hafi aldrei gerst áður. Finnst reyndar leitt hvað það var dimmt yfir í gærkvöldi og fyrrakvöld en þá fór fram æfing fyrir myndina Birds 2 beint fyrir neðan himnaríki. Hundruðir skrækjandi fugla héldu sig á brekkunni við hlið bílastæðisins og tóku svo nokkrar ferðir til að reyna að drita á gluggana mína, tókst austanmegin, enda vindáttin þeim hagstæð. Nú þegar ég gæti myndað filmstjörnurnar vegna betri birtu eru greinilega tökur hafnar og það annars staðar.

Alltaf sitja Kubbur og Tommi úti í glugga og fylgjast spennt með. Ég hef líka gaman af því að sjá fugl í nokkurra sentimetra fjarlægð frá rúðunni þótt hann meini ekki vel. Það er bara einn fugl sjáanlegur núna, vindátt óhagstæð og allt dritast beint niður. Hef þó ekki séð eina slettu á nýju svölunum mínum. Stillti líka upp ógnandi mynd af mér (fyrir klippingu) þar.

GröfukarlinnDularfulla grafan er nú horfin. Síðast sást til hennar í gær eða fyrradag, dagana sem ég þurfti að bregða mér í bæinn. Spúkí!

Þessi heimildamynd hægra megin sýnir gröfukarlinn þar sem hann var kominn niður á sand, óvitandi um að vitni sæu til hans. Maðurinn fór a.m.k. einu sinni í Smáralindarstellinguna og tók eitthvað upp úr sandinum.  Alltaf spenna við Langasandinn.



Bloggfærslur 8. júní 2007

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 1527221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband