13.10.2021 | 13:31
Bestu danslögin og veiðibolur brostinna vona
Mér hefur aldrei þótt sérlega gaman að dansa á djamminu nema kannski vangadans ... sem er önnur saga en það er eitt lag sem fékk mig alltaf út á dansgólfið í Þjóðleikhúskjallaranum í gamla daga. Það var Luftgítar með Sykurmolunum ... og í textanum má m.a. heyra: ... ég dansa ekki, luftgítar, ég dansa ekki. Að maður skuli ekki hafa klikkast hreinlega á þessum árum, það var ekki bara mótlætið sem mætti, heldur líka allar mótsagnirnar. Mía systir plataði mig einu sinni með sér á danssýningu á Hótel Íslandi og lofaði mér í kjölfarið að gera slíkt aldrei aftur. Ballett sleppur. Ég sá ekki einu sinni myndina Dirty Dancing en las nýlega að aðalleikararnir þar, Patrick Swayze og Jennifer Grey, hafi hreinlega hatað hvort annað sem hlýtur að hafa verið erfitt í mynd sem eflaust endaði með því að þau náðu saman. Hvílíkur leiksigur hjá þeim ef enginn hefur tekið eftir þessu.
Önnur mögnuð danslög sem ég mæli með þegar ég fæ þörf fyrir að standa upp frá tölvunni og hreyfa mig: No One Knows með Queens of the Stone Age - Smells like Teen Spirit með Nirvana - Stun Gun með Quarashi - For Heavens Sake með Wu-Tang Clan og svo auðvitað Fríða litla lipurtá með Ragga Bjarna.
Í gær ákvað ég að gera mína allra, allra síðustu tilraun til að finna einhvern sætan sem kann á matarlím (sjá síðustu færslu og margar aðrar). Ég sá verulega hentugan bol fyrir siðsamar konur sem vilja ekki sýna of mikið alvöruhold, heldur láta bolinn um vinnuna. Forljótur bolur með mikið notagildi (sjá mynd).
Ég hef í gegnum tíðina litið á karla sem vitsmunaverur sem láta ekki veiða sig með blaktandi augnhárum og dillandanum en undanfarna áratugi hef ég þó smám saman farið að efast. Segi kannski ekki að ég sé sein að átta mig en ég hef kosið að sjá frekar það góða í fólki sem hefur sennilega haft af mér sítrónufrómas jól eftir jól. Fann sem sagt þennan svokallaða mun á konum og körlum sem hefur alltaf vafist fyrir mér (nema launalega séð).
Sjálf til dæmis hef ég ekki sérlega mikla ánægju af karlkynsfatafellum eftir að hafa næstum fengið lungnabólgu af aumingjahrolli þegar mér og fleirum af DV var boðið niður á Hlemm, (Keisarann?) þar sem Pan-hópurinn lék listir sínar á níunda áratug síðustu aldar. Nei, þá er skemmtilegra að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala ... ég viðurkenni að ég verð alltaf óð þegar ég sé menn í heilgalla sem sýnir bókstaflega ekkert. Og þar er munurinn ... strákarnir heillast hreinlega ekki af mér í rúllukragapeysu og ég er í lífstíðarbanni frá Vinnufatabúðinni og Kaupfélagi V-Hún. Hvammstanga. Mamma segir reyndar að ég hafi ekki bara erft mont úr föðurættinni (Flatey á Skjálfanda) heldur líka svartan húmor ... og það fæli strákana frá.
Eitt sinn á DV-árunum gerði ungur maður sér dælt við mig, bauð mér upp í dans, svo þetta hlýtur að hafa verið einhvers konar ball. Ég horfði rannsakandi á hann og bað um að fá að sjá skattaskýrslu föður hans (það var uppáhaldsbrandarinn minn þá). Það sem ég vissi ekki var að ungi maðurinn var sonur einhvers sem átti mikla peninga og annaðhvort vann fyrir DV eða var í hópi eigenda blaðsins. Hann gerði ráð fyrir að ég vissi þetta og sneri sér hratt við og forðaði sér. Ætlunin hjá mér var nú samt ekki að vera kvikindisleg. Hvað ætli ég eigi að baki mörg brostin karlahjörtu í þau fáu skipti sem ég nennti á djammið? Og það óvart. Sorrí.
Sálfræðingarnir í fjölskyldunni myndu eflaust kalla þetta feimni hjá mér eða ákafa löngun innst inni til að pipra. Ég er ekki nógu undirborðskennd, skilst mér, sem veldur því að ég þarf sennilega sjálf að læra að nota matarlím. Það vantar ekki að ég viti hvernig ... leggið matarlímsblöð í kalt vatn í x mín., vindið þau og bætið út í hitt gumsið ... hversu flókið? Þá er nú sennilega auðveldara að búa til súkkulaðimús sem eftirrétt á jólunum.
Háværar raddir eru vissulega uppi um að fátt sé bitastætt á markaðnum, sætustu og bestu strákarnir (u.þ.b. 55-65 ára) séu gengnir út en ég trúi því ekki. Það eru nefnilega giftu vinkonur mínar sem halda þessu fram. Andstyggilegu fyrrverandi vinirnir segja að ég hafi enn minni möguleika á að komast á séns en geldu innikettirnir mínir. Niðurstaða: Ef bolurinn virkar ekki held ég mig við súkkulaðimúsina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. október 2021
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 9
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 286
- Frá upphafi: 1526166
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 261
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni