31.12.2022 | 18:06
Spennandi plön fyrir áramótin
Uppi varð fótur og fit í fjölskyldunni í gær þegar ég aulaði því út úr mér að ég treysti mér ekki í bæinn yfir áramótin. Hefði þurft að fara í gær til að sleppa heilu og höldnu þangað, skildist mér á öllu og öllum. Ástæður fjarveru: arfaslæm veðurspá, slappheit í gær (drög að hálsbólgu með hausverk - eitthvað sem hefur angrað reglulega nær allan mánuðinn) og verkefni sem þarf að vinna og þá kemur sér verulega illa að verða veðurteppt í ófærðinni í bænum sem allt bendir enn til að verði.
„Hvað um drenginn?“ spurðu þau miður sín, eins og ekkert væri hræðilegra fyrir fósturson minn en að þurfa að afplána gamlárskvöld með mér. Sem var reyndar rétt hjá þeim, hann var frekar ósáttur við að komast ekki í áramótaveisluna hjá Ellen frænku og Elvari hennar. Matarboð með útsýni og skemmtilegu fólki. Vissulega möguleiki á flatsængum um öll gólf um nóttina ef veðurspár gengju eftir og slagsmál um einu aukadýnuna og sófann ... Það gekk auðvitað ekki að láta drenginn borða fylltan lambahrygg og súkkulaðimúss í eftirrétt, sem var planið, horfa á skaupið með mér, fylgjast með sprengingum út um gluggana og spila krakkakviss, svo ... honum var boðið í bæinn og tók strætó einn um kvöldmatarleytið í gær, mjög spenntur og ofsaglaður. Hann er partíljón.
Já, ég á verulega dásamlega ættingja nema kannski þegar kemur að rúsínum. Rúsínupakkinn úr síðasta bloggi leyndist heima hjá mér eftir allt saman og ég fann hann ekki fyrr en drengurinn var farinn með strætó í gleðina í bænum. Hefði alveg örugglega beðið drenginn um að lauma honum inn í skáp hjá systur minni. Hugsa að rúsínurnar endi í maganum á fuglunum mínum sætu.
Myndin hér sýnir sennilega hvernig annars spennandi plön mín fyrir áramótin enda ... kannski næ ég að vakna til að hlusta á níundu sinfóníuna á Rás 1 í fyrramálið ... sem mér tókst síðast 1981.
Það er eins og allt sé ákveðið fyrir fram í þessum heimi. Ég pantaði þrjá matarpakka hjá Eldum rétt og átti í smávandræðum, reyndar heilmiklum, með að elda þá alla fyrir áramót þar sem þeir komu ekki fyrr en á miðvikudag vegna jólanna, og þann dag var snætt annars staðar. Ég eldaði silung á fimmtudag og pastasnilld í gær, en síðasti rétturinn, eitthvað mexíkóskt nautavefju-eitthvað verður þá á boðstólum í kvöld. Nenni alls ekki að elda hrygg fyrir mig eina. Ætla að vinna pínku, horfa á sjónvarpið með öðru, skaupið með báðum ... fínt plan.
Ég gáði að gamni hvaða myndir verða sýndar í línulegri sjónvarpsdagskrá eftir miðnætti og sá að það verður ágæt mynd á Stöð 2 ... væmin, hallærisleg jólamynd um kvenkynsfatahönnuð og fallegan prins. Virðist nákvæmlega eins og jólamyndir eiga að vera, en too little, too late ... Tónleikar í boði á RÚV, myndi horfa ef væru með Skálmöld og Sinfó, spennuofurhetjumyndin Watchmen (kl. 00.50) á Sjónvarpi Símans en í gamla daga, þegar ég þráði eitthvað gott eftir miðnætti hafa kennt mér að slökkva bara og lesa, jafnvel með uppáhaldstónlist í eyrunum.
Ég var í góðri aðstöðu til að kvarta, forréttindablaðamaður sem skrifaði stundum um viðburði fram undan, hringdi á sjónvarpsstöðvarnar og spurði og kvartaði svo sáran yfir ömurlegheitum á gamlárs og fékk alltaf sama svarið: „Það eru allir úti að djamma þetta kvöld.“ Ég svaraði á móti með grátstafinn í kverkunum: „Nei, alls ekki. Ekki foreldrar ungra barna, barnapíur, eldra fólkið, öll sem nenna ekki að djamma þetta kvöld ...“ En talaði alltaf fyrir daufum eyrum. Auðvitað hefði ég átt að tala við æðstu toppana en mundi aldrei eftir þessu fyrr en um áramótin þegar ég þráði að horfa á eitthvað skemmtilegt fyrir svefninn en þá var kannski bara fimmtánda endursýningin á Titanic (sem ég ætla aldrei að horfa á aftur, hún endar ömurlega, varið ykkur) eða Forrest Gump (sem endar reyndar vel en er ansi oft sýnd). Engin alúð var lögð í að velja eitthvað almennilegt handa okkur sem kjósum að vera heima þetta kvöld. Nú get ég valið um þúsundir mynda, múahahaha. Ég fór stundum í flott partí á nýárskvöld og þá var bókstaflega allt lagt í súpergóða, nánast sturlað góða sjónvarpsdagskrá það kvöld. Brjálaðist ég? Nei, alls ekki.
Sumir skrifa persónulega pistla um árið sem senn er liðið og hér verður stiklað á risastóru ekki alveg í réttri tímaröð: Fóstursonurinn varð 18 ára í mars en neitaði að halda upp á það og sá svo eftir því. Það að verða 18 ára hefur haft ýmsa erfiðleika í för með sér því hann fær nú sjálfur senda alla reikninga, t.d. vegna sumarbúða fyrir fatlaða, fæðiskostnaðar vegna sumarvinnu á vernduðum vinnustað og skólagjalda á starfsbraut - nema þessir reikningar fara allir inn í eitthvað bankasvarthol - því hann er ekki með gemsa, ekki rafræn skilríki, ekki heimabanka eða neitt slíkt, það koma ekki reikningar hingað heim í pappírsformi fyrr en þeir eru orðnir að ásakandi lögfræðihótunum. Sama hvað ég grenja og garga, gengur sérlega illa að fá reikninga hans senda á mína kennitölu. Hann er fullorðinn og skal sjá um þessi mál sjálfur, sama hvað! Þetta á víst að vera valdeflandi fyrir einstaklinginn - en það sama hentar ekki öllum. Þarna er eitthvað sem verður að laga. Við erum ekki öll eins.
Ég hélt auðvitað upp á mitt afmæli í ágúst, hætt að telja árin, með tíu jólakúlugestum, í þriðja sinn sem covid kemur í veg fyrir stórveisluhöld. Ég hætti hjá Birtíngi í upphafi mánaðarins eftir að hafa unnið þar nánast samfleytt í 22 ár, fyrirtækið hét Fróði þegar ég byrjaði og var til húsa við Seljaveg. Breytingar þar kröfðust meiri vinnu en ég var tilbúin til að veita svo ég kaus frekar að hætta. Hét mér því fyrir nokkrum árum, eða eftir að sonur minn lést, að forðast álag og streitu sem hefur tekist nokkuð vel. Hef haft alveg nóg að gera síðan við hin ýmsu verkefni. Sit daglangt við tölvuna og horfi svo auðvitað reglulega út á sjóinn minn sem ég keypti dýrum dómum með Himnaríki árið 2006.
Mamma dó í júlí, 88 ára og södd lífdaga, og hafði búið á Eir í góðu yfirlæti síðustu misserin. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni, flottur prestur (Karen Lind) og dásemdar karlakór og organisti (gamall pönkari, skilst mér). Erfidrykkjan var í Oddfellow-húsinu gegnt ráðhúsinu, en það var víst algjör heppni að fá þann eftirsótta sal ... Vel við hæfi fyrir miðborgarstelpuna sem mamma var, hún ólst upp í húsi við Laugaveg, þar sem Domus kom síðar og Sautján, beint á móti Stjörnubíói sem hún sótti grimmt, ásamt hinum kvikmyndahúsunum í miðbænum. (Myndin af þessum flottu þremenningum, mér, mömmu og Einari var tekin á afmæli Reykjavíkurborgar 1986.)
Við Hilda systir, með fleirum en oftast, skruppum í okkar árlega sumarferðalag í ágúst og urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu. Virkilega skemmtileg heimsókn og ég sakna enn kaffihússins við höfnina. Besta vefmyndavél landsins er frá höfninni í Eyjum, sem sýnir Herjólf koma og fara. Ótrúlega gaman að sjá yfir bæinn! Eftir að Seyðisfjörður klúðraði sinni vefmyndavél eða er skítsama um fólk með alvöruáhugamál, er ég komin í hóp þeirra sem vill Norrænu frá Seyðisfirði ... til dæmis til Akraness. (Djók.) Vefmyndavélin fyrir austan sefaði söknuð minn yfir því að komast ekki með nokkru móti austur (enginn strætó alla leið) og geta siglt til Færeyja með Norrænu, sem mig hefur alltaf langað, en að geta horft á skipið sigla inn fjörðinn eða út úr honum, var aum sárabót sem ekki er lengur í boði. Hvar er góði bæjarstjórinn?
- - - - - - - - -
Óska ykkur öllum gleðilegs árs. Vonandi verða áramótin dásamleg hjá ykkur, veðrið skárra en en spáð var sem myndi nú samt spæla mig rosalega fyrst ég sit heima, nað hluta til vegna veðurs ... og skaupið skemmtilegt. Ef ég næ að flissa eða hlæja einu sinni eða tvisvar er ég hæstánægð. Þakklát fólkinu sem sér um það fyrir að gera sitt allra besta til að skemmta mér og öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 31. desember 2022
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 10
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 226
- Frá upphafi: 1527044
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni