Brim í Brighton og aðför að okkur áhrifavöldum ...

sikksakk í snjónumDæmigert alveg að þegar ég ákveð að gerast áhrifavaldur fer skatturinn að rannsaka slíkt fólk, skv. fréttum dagsins. Ég get þó huggað skattmann með því að ég hef ekki fengið eitt einasta korn frá einum eða neinum sem er bara skandall þegar svona flottur stjörnubloggari á í hlut. Ef ég fengi eitthvað myndi ég með aðstoð endurskoðanda míns gefa allt upp. Að sjálfsögðu. Þessar götur gera sig ekki sjálfar og einhver verður að borga laun sumra ráðherra þótt þeir séu sennilega frekar mikið andsnúnir útlensku fólki sem vill setjast hér að vegna stríðs og rauna heima fyrir. Hvað eru aftur margir Íslendingar sem búa í öðrum löndum? Og hvað var aftur verið að tala um marga sem við þyrftum virkilega mikið að fá hingað til lands til að landið fúnkeraði?

 

Í eina skiptið sem ég sveik undan skatti, eða reyndi það, var það óvart og svo klaufalegt að góði maðurinn hjá Skattinum hló bara og sektaði mig ekki því þetta var svo augljós gleymska, launin voru frá ráðuneyti, stök verktakagreiðsla. Þegar þarf að vera í milljón störfum til að ná endum saman getur eitthvað gleymst. Og svo loksins þegar allt varð svo auðvelt að það þurfti bara að kíkja og ýta svo á Senda til að skila skattskýrslunni, er ég komin með endurskoðanda. Dæs.

 

Myndin hér að ofan var tekin í gær úr einum af þríhyrningslaga gluggum Himnaríkis og sýnir svo ekki verður um villst skemmdarverkið á ósnortnum snjónum þarna hægra megin. Sökudólgurinn sést meira að segja kominn inn á Höfðabraut. Hann slapp næstum því, það tók tímann sinn að finna símann og svo að munda hann sem myndavél. 

 

Brim í BrightonAf því að ég er nörd datt mér ekkert annað í hug en að kíkja á vefmyndavélar í Bretlandi þegar ég heyrði í hádegisfréttum að þar hefði verið gefin út rauð veðurviðvörun. Ég hélt til Brighton og sá svo fagurt og tryllt brim að ég ætla að gista einhvern daginn á hótelinu sem heldur utan um þessa vefmyndavél, helst í vondu veðri.

Ég lét Hildu systur vita. Auðvitað. Svar hennar: „Við þangað.“ Systraklikkun, myndi kannski einhver segja en það verður bara að hafa það. Ég viðurkenni að mér tókst að vinna í dag ÞRÁTT FYRIR brimið á vefmyndavélinni, en það var erfitt. Allar dauðar stundir sem upp komu fóru í að mæna á öldurnar og óska þess að vera í Brighton. Þær eru oft glettilega stórar öldurnar hérna við Langasand en talsvert prúðari en þetta.

 

 

Hér er hlekkurinn, ef einhvern langar að sjá dýrðina, aðeins þó farið að sljákka í veðrinu, en oft er sjórinn minn vel hress daginn eftir svona hvassviðri.

https://www.skylinewebcams.com/en/webcam/united-kingdom/england/brighton/brighton-pier.html 


Bloggfærslur 18. febrúar 2022

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 1529916

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband