22.2.2022 | 22:58
Rauður sigur, fyrir og eftir eldhús og móðgandi auglýsingar
Rauð veðurviðvörun 1 - Himnaríki 0 eftir gærkvöldið svo ég reyni tæplega að fá einkaleyfi á svörtum plastpokum og límbandi til að einangra hús frá vatni sem hefur einsett sér að komast inn. Sendi hirðsmiðnum örvæntingarfullt SMS og spurði hvort hann gæti eitthvað gert því spáð væri álíka veðri á föstudaginn. Ég nýt svona veðurs - þegar heimilið er vatnshelt, eins og í dag eftir að áttin varð suðvestlæg, enda suðurgluggarnir pottþéttir. Samt spurning hvort handklæðin hafi ekki bara gott af því að blotna í regnvatni - og dagblöðin svo sem líka svona ef maður reynir að nota skynsemina ...
Ég er svo fegin að hafa fjárfest í vatnsheldu harðparketi, fallegu að auki, þótt ekki hafi komið stórflóð svo sem. Hönnuðurinn ráðlagði það þegar hún sá kattastóðið. Samt var ég ekki búin að segja henni frá því hve gaman Krummi hefur af því að sulla í vatni. Smiðurinn svaraði, kemur á morgun. Þá get ég sennilega notið óveðursins á föstudag (inni) - ef öldurnar verða flottar, þar að segja.
Facebook rifjaði upp tveggja ára minningu um hvernig eldhúsið leit út á þessum degi 2020 - og tveir af þremur ofvirkum eftirlitsmönnum einmitt að taka smíðavinnu dagsins út. SJÁ MYND HÉR OFAR. Kettirnir voru lokaðir inni allan daginn í herbergi hjá mér á þessum tíma og biðu í ofvæni eftir því að sjá hvað hafði gerst milli átta og sextán frammi. Já, ég var nauðug gerð að A-manneskju þetta tímabil. Þá ekki búin að læra hversu gott er að skríða upp í klukkan tíu á kvöldin sem á sér oft stað eftir að ég hætti að nenna að horfa á sjónvarp. Ætla nú samt að horfa á Verbúðina og Svörtusanda bráðum. Fínt stöff, segja allir.
Svo tók ég mynd fyrr í dag - eins og eldhúsið leit út akkúrat þá - nú er til dæmis svarti ketillinn hægra megin kominn inn í skáp og orðið ögn subbulegra sem tengist matseld kvöldsins, pítsum á litlum tortillakökum sem sló svona líka í gegn, þótt ég heimtaði að drengurinn setti á sínar sem hann gerði: kjúklingaálegg, sveppi, rifinn ost. Tvær slíkar. Mínar voru með sveppum, piparosti, hvítlauksbitum og rifnum osti.
Ég er í raun í trylltri keppni við Eldum rétt og bíð svo spennt eftir því að drengurinn segi: Mikið er ég fegin, kæra fósturmóðir mín, sómi staðarins, sverð og skjöldur, að þú sjáir alfarið um eldamennskuna. Þú ert svo mikið langbest þegar kemur að því að elda.
Hann borðar kvöldmat annars staðar á morgun en svo á fimmtudag fær hann lasagna og föstudag pasta með restinni af sveppunum, hvítlauk og rjómasósu. Svo dettur mér bara ekkert í hug eftir það, þetta á eftir að verða martröð, það var komið upp í vana að velja alltaf einn fiskrétt, einn kjúklinga- og einn kjöt-. Helgin fer sennilega í að lesa matreiðslubækur og búa til vikulista, hringja í Einarsbúð og panta inn. Það fæst allt í Einarsbúð, sennilega líka ef ég ákveð til dæmis að vera með saffraneggjaköku með styrjuhrognum í gullhúðuðu fasanafjaðrasorbeti en Einarsbúð flytur inn ýmsar vörur og verslar líka við Costco, býður upp á margt vinsælt og uppselt þar. Múahaha! Svo má auðvitað ekki gleyma Grjótinu, Kaju, Galito, Flamingo og Sbarro, svo fátt eitt sé talið. Ef ekki verður hálka gæti okkur dottið sitt af hverju snjallt í hug.
Getur verið að hún sé enn starfandi búðin með stærri stærðir sem var með FEGURÐIN KEMUR INNAN FRÁ (þið eruð ekki sætar, hlussurnar ykkar) á plastpokum sínum og ég hef áður bloggað um? Og að hún auglýsi nú á fullu á Facebook. Ætli hún selji enn fatnað í stærri númerum? Það væri gaman að vita.
Plastpokamóðgunarbúðin og þessi eru í sömu verslunarmiðstöðinni svo það gæti alveg verið en ég hélt að hún væri löngu hætt, en það var svo sem ég sem hætti (flutti upp á Skaga).
Fallegur fatnaður fyrir flottar fraukur - myndi ég telja vera betra og líklegra til árangurs, ég myndi stökkva á það.
En ég er líka svo sem manneskjan sem brjálaðist yfir sjónvarpsauglýsingu sem gaf í skyn að fullir strætisvagnar af fólki kæmu seinnipart dags FRÁ Seltjarnarnesi, fólk að koma úr vinnu! Ég man ekki hvað verið var að auglýsa, eitthvað til að lesa í símanum í þægindunum í vagninum á leiðinni heim. Fréttablaðsappið? Auglýsingin hefði gengið upp ef fólkið hefði verið að fara í hina áttina, út á nes eftir vinnudag í Reykjavík. Svo frétti ég að útlitið, fegurðin réði alltaf, ekki sannleikurinn. Sem segir mér að fegurðin komi hreint ekki bara innan frá. En þetta klikkelsi gerði auglýsinguna ónýta í mínum huga. Bara tala við mig til að sleppa við svona klúður. Ef það tengist strætó eða póstnúmerum yrði ég best. Ég bilaðist líka yfir bíómynd eða þáttum þar sem bílnúmerið M-eitthvað sást hjá Skagamanni (sem ekki var nýbúinn að kaupa bíl af Borgnesingi), ekki E eins og átti að vera. En svona í alvöru, ég brjálaðist ekki, bara hnussaði yfir þessum skorti á nákvæmni. Þeir sem hafa vit/áhuga á stjörnuspeki myndu segja: Ahh, hún er með merkúr í meyju, það hlaut að vera. Einn slíkur (frændi í meyjarmerkinu) sagði það gera mig að snillingi. Þótt ég trúi ekki á stjörnumerki trúi ég honum. Og ef ég væri ekki í svona fínum störfum myndi ég sækja um hjá auglýsingastofu og sjá til þess að engu yrði klúðrað, yrði staðreyndatékkari og allar auglýsingar yrðu milljón sinnum betri. Að hafa hlutina fullkomna skiptir máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 22. febrúar 2022
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 8
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1529916
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 124
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni