9.6.2022 | 15:22
Óvæntar hitatölur og of mikil eftirspurn ...
Tölvan mín segir að úti ríki 17°C, Veðurstofa Íslands segir 15°C, í gemsanum segir Vedrid að undir Akrafjalli séu 17°C og engar hviður ... en norska veðurstofan, yr.no, fullyrðir að hitinn sé ekki nema 10 gráður. Það má alltaf treysta á elsku Norðmenn en um leið og ég áttaði mig á hinum tölunum hefði ég fundið fyrir vanlíðan ef viftan væri ekki í gangi. Ekta stuttbuxnaveður fyrir þá sem treysta sér út.
Orðalag skiptir miklu máli. Ef maður hnikar stöfunum aðeins til, ekki þó röð þeirra:
Hráka-ka er vinsæl hjá okkur. Viðbjóðum líka upp á ... Líttu við í krúttlegu búðinni Horfa aftur fyrir mig? Gaman að pæla í þessu, mér finnst þetta með viðbjóðinn, við bjóðum upp á, samt spælandi því þetta er fallega orðað. Ekki samt breyta því í: Við erum að bjóða upp á ... þá kem ég ekki.
Bók sem ég sagði frá hér fyrir skömmu og sagði að sennilega hefði örlítið breytt greinarmerkjasetning bjargað FBI-manni frá hroðalegum örlögum - er komin út á íslensku og heitir Að leikslokum, er eftir Mohlin og Nystöm. Er í búðum og á Storytel Storytel. Hún er þykk (541 bls.) og djúsí sem gleður alla bókaorma. Þetta greinarmerkjadæmi er samt meira svona til hliðar, ekki aðalsagan sem er gamalt morðmál, en samt ... Ég las líka nýjustu bókina eftir Lee Child, Liðin tíð, dásemd alveg, og Nætursöngvarann eftir Johönnu Mo, feykiánægð með hana líka, eins og Óvissu eftir Önnu Ólafsd. Björnsson.
Hvernig var það, átti ekki að verða svo rólegt hjá mannni með aldrinum? Nákvæmlega engin eftirspurn eftir okkur, hvorki í ásta- né vinnumálum? Well, ég mótmæli alla vega harðlega of litlum tíma. Ég myndi vissulega aldrei brjóta lögin og fara að sniffa kókaín til að komast yfir meira og sofa minna, enda skíthrædd við öll efni og flest lyf, en væri alveg til í ef einhver sem selur Herbalife lumaði á green og beis-töflunum sem fengu mig til að strauja þvottapoka í gamla daga, og voru reyndar bannaðar en í þeim voru drög að einhverju örvandi. Líf mitt í hnotskurn: Of margar bækur, of lítill tími. Ef einhver hefur eitthvað á móti of miklum lestri skal honum bent á að ellifjarsýni hefur enn ekki látið sjá sig í himnaríki vegna stöðugrar þjálfunar. Gott fyrir vini og ættingja að hafa alltaf einhvern sem getur lesið aftan á sósupakka eða vídeóspólur. Enda er ég spurð nánast vikulega hvenær ég ætli að flytja aftur til Reykjavíkur. Held að þetta sé ástæðan. Held að afmælin mín, að keyra alla leið upp á Skaga EINU SINNI Á ÁRI, séu ekki málið eftir að mér tókst að gera Hvalfjarðargöngin gjaldfrjáls.
Akkúrat fyrsta daginn sem drengurinn er í sumarbúðunum berast fréttir af fyrstu smitum af apabólu á Íslandi og nánast bannað að sofa hjá ókunnugum. Það vinnur ansi margt gegn mér, finnst mér, of lítill tími, kannski aldur, stundum biluð dyrabjalla, ástreitnir varðkettir og nú apabóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2022 | 01:07
Yfirfullt Himnaríki en hugsað í lausnum
Dagurinn rann upp, bjartur og fagur, stráksi í sumarbúðir, mæting kl. 16-17. Honum finnst svo ofboðslega gaman í vinnunni að hann kom ekki þaðan fyrr en um þrjúleytið, svo sundgleraugun náðu aldrei á blaðið yfir skrásett föt og muni. Ég nöldraði pínkupons á skrifstofunni um að nota sportabler sem samskiptaform og var tjáð af nýjum stjóra að hún væri sammála, þetta væri flott fyrir íþróttakrakka en ekki sumarbúðir, héðan í frá yrði tölvupóstur notaður, ef þyrfti. Um fimmleytið var ég borin út úr sumarbúðunum og skellt í lás, það var ekki nokkur leið fyrir mig að yfirgefa drenginn og dúndurgóða andrúmsloftið sem ríkti í Reykjadal, samt var ég búin að lofa sjálfri mér því að hoppa um allt himnaríki nakin með rauðvín í annarri og kannski elskhuga í hinni en þetta var nú bara í nösunum á mér og vinkonur mínar trúðu engu svona upp á önnun köfnu siðprúðu konuna sem gleymir endalaust að drekka pínulitlu rauðvínsflöskuna (sem dugir í eitt glas) en Inga kemur í mat á morgun, fínt að detta í það með henni.
Ég eldaði mat handa tveimur nú í kvöld, þannig eru skammtarnir frá Eldum rétt, svo ég á til alveg súpergóðan hádegismat á morgun. Á föstudagskvöldið verður svo afmælisveisla, ein allra dásamlegasta manneskja sem ég þekki (frá 1985?) átti nýlega stórafmæli og nú skal fagnað.
Frelsið frá drengnum næstu daga verður sennilega notað til að taka skápana hans í gegn, hann á allt of mikið af fötum, eflaust vaxinn upp úr einhverju en það er betra að gera þetta á meðan hann er víðs fjarri. Ég skil hann vel að vilja halda í hlutina, ég þarf mögulega að bíða þar bíð þar til ég fer í sama stuðið og ég var í þegar Himnaríki var tekið í gegn. Ég gaf og gaf, hreinsaði grimmdarlega út það sem ekki var lífsnauðsynlegt. Nú er allt að fyllast af bókum aftur og ekkert pláss fyrir bókahillur, hluti neyðarástandsins sem gæti farið að myndast sést fyrir aftan drenginn á myndinni, bókabunki á stólnum. Ég keypti svo málverkin þarna um daginn, eitthvað smotterí í antíkskúrnum - eitthvað er maxi-mínimalistinn ég farin að sofna á verðinum.
Aldrei framar yfirfull íbúð, var loforð mitt til sjálfrar mín en spurning hvað hússtjórnin segir ef ég set bókahillur í stigaganginn, á hverja hæð, það yrði ábyggilega farið að tala um húsið okkar sem menningarlega húsið á Skaganum og við gætum safnað fyrir nýrri klæðningu á húsið til dæmis með því að selja bækurnar. Ég myndi fela Ísfólkið og Rauðu ástarsögurnar undir búðarborðinu og selja þær dýrum dómum í svörtum plastpokum enda óheyrilega mikið kelerí í sumum þeirra. Jæja, best að tala við stjórnina, ég sit þar reyndar (riddari) og hef 1/3 atkvæða. Gæti mögulega mútað formanni eða gjaldkera með litlu rauðvínsflöskunni. Hér er hugsað í lausnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. júní 2022
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 1
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 1533328
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni